miðvikudagur, 8. október 2008

Við skulum vona að þetta gangi ekki svona langt...En ...

Hví skildi þetta ekki geta gerst hér fyrst það getur verið svona annarsstaðar!!! (sjá mynd)












Það gengur allt ágætlega með lífið hjá mér. Ef maður bara kveikir ekki á sjónvarpi eða útvarpi þá leikur allt í lyndi. Á sem betur fer enga peninga, er fljót að eyða þeim ef ég eignast þá svo að það getur engin stolið neinu frá mér. Ég vona bara að fyrri eigendum bankanna blæði fyrir það sem þeir hafa gert lítilmagnanum núna og þeir nái ekki góðum nætursvefni í alllangan tíma.... Ég allavega myndi ekki gráta það. Góðar stundir.

~~**~~


Má til að sýna ykkur langflottasta frænda minn hann Friðrik Heiðdal.. Bara sætastur!!!!






~~**~~

6 ummæli:

Gusta sagði...

jedúdda mía hvað hann er sætur litli frændi þinn, knúsaðu allt og alla þá á allt að vera gott segir Geir ringulreið á landinu en lífið heldur vonandi áfram knús og kossar Guðsteina

Sigga sagði...

Heyr, heyr með þetta allt saman. Martraðir handa þeim sem það eiga skilið og sweet dreams handa frænda litla.

Knús sys

Nafnlaus sagði...

alla malla, hvað frændinn er orðin mannalegur, úff hvað þau eru fljót að stækka þessar elskur. EKKI orð um efnahagsástandið héðan, þá bara spring ég. knús úr Garðabænum í Eyjarnar.

Synnøve. sagði...

Vilken söt unge.
Kontrast mot den första bilden.
Väntar på min språkkurs från bibliotketet.
Kramen mig.
synne.

Nafnlaus sagði...

Tek undir með ykkur hinum, les orðið bara skrípóið í blöðunum og sofna kl. níu...algjörlega búin á því í framlínunni í bankanum þessa dagana...knús til sæta frænda og ykkar hinna sem eruð ekki eins sæt ;o) Ólöf

Goa sagði...

Mikið hryllilega er þetta fallegur lítill Friðrik! Hann er bara svo yndislegur barnið að ég fæ illt í andann!

Og svo kreppan, úff mér finnst þetta eitthvað svo hræðilegt. Búin að hlusta á útvarpið' í allan dag!
Samtímis sem ég dáist af öllum mailum með bulli, sem ég fæ um ráðandi aðstæður. Að hlæja af þessu öllu saman, geta íslendingar einir þjóða!
Bara það gerir að ég held og trúi og vona, að þetta "reddist"!

Og þú, ekkert nýtt nema bara donnan, og svo það sem ég er að sauma og mála. Svo það er ekkert mál að koma þessu fyrir..;)

Stærsti faðmurinn til þín, eldku vinkona...alltaf!