þriðjudagur, 21. október 2008

Haustlegt um að lítast.

~~**~~
Já gott fólk það er búið að færa allar myndartökur út í bili... Er held ég búin að taka mynd af hverju einasta smásnifsi innandyra og langar reyndar ekkert að taka mynd af neinu hér eins og staðan er í dag. Gerði sjálfri mér góðverk í gær og keypti mér 6 mánaða kort í líkamsræktinni fór þangað bæði í gær og í dag og puðaði af mér eins og 600 hundruð kaloríum... Sjáum hvað það gerir mér á næstu vikt.... Ásamt sundinu er þetta hin besta hreyfing. Finnst þetta reyndar hundleiðinlegt en er búin að standa í stað núna á viktinni svo lengi að ég var alveg að verða pirruð og langaði mest að henda þessari ónýtu vikt heima hjá mér... Skrýtið að viktin í íþróttahúsinu er líka ónýt.*thí hí*. Vorum að koma úr hinum besta fiskrétti hjá Þórey vinkonu og þar borðaði maður á sig ofurlítið gat en svona ykkur að segja þá hefði ég nú getað borðað ja allavega fullan disk eða tvo af þessu fyrir svona 8 mánuðum síðan. En því er ekki fyrir að fara núna, gerði smá skyssu með því að fá mér hrísgrjón með og varð södd eftir 6 sekúndur af því. Finn svolítið fyrir því að vera svengri eftir þessa daga í ræktinni svo það er kannski bara betra að gera ekkert og vera ekkert svöng!!! Jamm umhugsunarefni. Veit nú ekki hvað Reykjalundsliðið segði við því. Það væri nú gaman að vera búin að ná af sér svona 3-4 kg áður en ég fer þangað þann 7. nóv. Annars held ég að heildin sé orðin 37 kg. Það er nú ekki slæmt en maður verður held ég frekari með árunum og mikill vill meira. Það mætti líkja þessu við ástandið í þjóðfélaginu eins og það er orðið. Þessir fáu idiotar sem öllu réðu í peningamálum gerðust gráðugir og yfirtóku meirihlutann af prentuðum peningum í landinu. Svo að þeir eru orðnir að aurum apar og ég ekki ánægð að vera" bara " búin að missa 37 kg. Jamm hún er skrýtin þessi veröld. Með þessum haustlegu myndum af innskotinu mínu hér kveð ég að sinni og óska ykkur góðrar nætur. Speki kvöldsins er: Náungakærleikur er nauðsynlegur. Góðar stundir Ingibjörg Íþróttaidiot..(not)
~~**~~


Ljósin í bænum....
Krúttlegt haustskot....
Erikur í haustlitunum....
Glittir í luktina mína góðu og gráu....
Hann var orðin lasarus gamli kökustampurinn hennar ömmu Siggu og þá var ekki annað að gera en að nota hann undir eitthvað annað en kökur....
Ljós í líf ykkar er innlegg mitt til ykkar á þessu fallega haustkvöldi....
~~**~~

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert og verður yndisleg, og færð mig til að brosa ;)

Synnøve. sagði...

Hej goaste Inga.
Sitter och ser på bilder på ditt kök.
Kan inte låta bli att oroa mig lite för dig nu med tanke på den ekonomiska krisen.
Krisar det för mycket får du komma hit och bo hehe.
Du har pyntat så fint med ljung och ljuslyktor.
Lyssnade på språkkursen idag....
Så nu är vi i gång.
Ha det bäst vännen.
Kramen Synne.

Gusta sagði...

til lukku með kilóin 37 þetta er rosalegur árangur æðislega er krúttlegt hjá þér úti erikurnar flottar jæja Inga heldur þú ekki að frumburðurinn sé 20 ára í dag hugsa sér ég sem er svo ung knús og kossar Guðsteina

MiaMaria sagði...

He Inga!!!!

Så fint och du har pysslat till det ute med ljung och lyktor. Behövs verkligen lite blommor och ljus nu denna årstid som är så mörk och kall....

Ni jobbar på bra i köket...

hoppas allt är bra med dig...

Ha´det så gott!
MiaMaria

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Góða nótt Inga mín og gangi þér vel með eldhúsið og allt hitt líka.
Farðu nú út fyrir mig, knúsaðu landið mitt frá mér,
hef reyndar ekki komið til eyja, en kannski hittumst við á þjóðhátið, í lopapeysum með pela,
Natti natt
Tobba
ps er maður látinn skrifa svona mörg staðfestingarorð svo maður geti nú ekki kommentað á þig í glasi spurningarmerki

Nafnlaus sagði...

Hæ sys!
Erikurnar flottar þarna á veggnum.
knús sys

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Inga mín
ég vona ad thu eigir goda helgi, og ad veðurofsinn sé genginn niður á landinu mínu fagra.
Tók seinustu rósina inn, og setti í vasa.
Tobba

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...


Bara ég og Brynjan að hlæja að því að erikurnar þínar hafi fokið, i ljósi þess hvað þú hafðir mikið fyrir því að taka myndir af þeim.!!!
Við viljum bara að segja að okkur þykir þú æði, og sérstaklega í ljósi þess að Brynja hélt að þú værir æskuvinkona mín++

kannski erum við það bara allar, er með mynd núna upp á iskap og kannski ert þú á myndinni!!
Ef Sveinbi minn getur hjálpað mér þá set ég þetta á bloggið mitt ljúfan, skal senda þér fræ til að rækta nýjar Erikur,
og svo förum við allar saman til Astralíu og leitum að þínum gömlu.
ps og í trúnó, fv tengdapabbi minn heitinn, var úr Eyjum, hann er Hermannsson og bræður hans voru allir í frægri hljómsveit, hann hét Jónas, og var vinur minn, og hljómsveitin hét ......þeir heita kannski eitthvað eins og Ingi, anyway, sendu mér mailið þitt á blogginu mínu
löv og vonandi er blíða í eyjum og farðu bara og týndu hraunsteina, og settu kerti við hliðina
löv ljúfan mín kæra
Okkur finnst þú frábær
og kíktu á Brynjublogg út frá mínu
sjáumst skan
Tobba og Brynja
sem ætlum að kaupa eitthvað fallegt handa þér á loppis með Gúu!!kannski nýja blómapotta sem handlagni flotti rassagæinn getur borað inn í steypuna þína!!

brynjalilla sagði...

góða nótt og takk fyrir orð dagsins, bara orðið náungakærleikur ber með sér andvara sem knúsar mann. Mér finnst haustmyndirnar þínar bera jólin með sér, jólin er eitt af því besta, hlakka til, knús í hús