fimmtudagur, 31. janúar 2008

Þorrablót partTwo..

Þessar myndir eru nú varla birtingarhæfar en ég læt þær með. Það vita allir hvernig ég er...á þessum tímapunkti. Nema kannski ég sjálf. Já gott fólk ekki hefur enn tekist að þurrka af mér brosið síðan um helgina svo vel skemmti ég mér. Þetta verður endurtekið aftur en hvenær veit ég ekki. Missir held ég marks að mæta á hverju ári eða hvað...??Það eer svooo kalt hér þessa dagana og mikið fok og fjúk og snjór og leiðindi að ég var að hugsa um að fljúga austur í blíðuna já pæliði í því FLJÚGA... svo kalt er mér og ég sakna fallega fjarðarins mín. En ég kem afur um páskana í viku eða svo... Ætla einhverjir aðrir um páskana brottfluttir??? Er að fara þá í fermingu hjá guðdóttur minni. það verður gaman. En ég hef bara ekki meira að segja í bili, skrifið eitthvað krassandi í commentin greyin mín!! Gerðist ekkert margvert á þessu blóti sem ég missti af ?? :) kv INGA OFURHUGI.


Ég trúi því ekki að ballið sé búið ... ég var að koma... ég fer ekki fet.( sjáiði bara ég eftir og dyraverðir !týbískt)
... þegiðu Guðsteina ég fer ekkert út strax...

Guðsteina alltaf að skipta sér af... var að reyna að henda mér út þarna...sagði að ballið væri löngu búið huh..


djöfull var kalt ... það sést líka á frekar fullum frumburðinum...sjáiði líka Guðsteinu að reyna að ota að mér brennivíni ... þetta er allt henni að kenna hvað ég er kvefuð í dag...



frumburðurinn með karlkumlinu...:)


frumburðurinn með kvenkumlinu...:)


gamla settið....
borðhaldið mitt... en mig vantar myndirnar frá Siggu frænku!! koma svo ... senda þær sigga..

Inga Hanna á felgunni yfir borðhaldinu.... (nei djók) sonur hennar þarna að styðja við hana :)
_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O_O
FLEIRI MYNDIR AF PARTÝINU KVÖLDINU ÁÐUR

allir tóku mynd af öllum...
eldhúsumræður....

allir í hrókasamræðum...


Inga Hanna og Aldís...partý ársins






























miðvikudagur, 30. janúar 2008

Þorrablótið. Partur 1.

Já hann rann upp bjartur og fagur dagurinn sem það allt átti að gerast.. Þorrablót Seyðfirðinga og ég mætt. LOKSINS..Dagurinn fór að mestu í hangs en hafði mig svo í sturtu og fór aðeins til Siggu. þar horfðum við aðeins á friends. Það má ekki gleyma þeim alveg.Fór síðan heim og málaði mig ,greiddi og fór í mitt fínasta púss... af öllu því gamla sem ég átti var ég bara nokkuð ánægð. Fór yfir til Mæju og greiddi henni .Hún var svo flott í 40 ára gömlum síðkjól af mömmu sinni. Leiðin lá síðan í Herðubreið nánar tiltekið íþróttahúsið þar sem félagsheimilið var löngu sprungið vegna fjölda á blótinu. ( skildi það vera út af mér) En yfir 400 manns sóttu blótið og er það miklu meira en nokkru sinni áður.myndirnar tala svo sínu máli . Ég verð að hafa þorrablótsdaginn part 1 og 2 og kannski 3 því það er svo mikið til af skemmtilegum myndum... Bæ í bili INGA harðjaxl og ferðagúrú.



Seyðisfjörður kl 14:00 þann 26.janúar 2008.
þið tvær eruð ekki velkomnar í eyjarnar um þjóðhátíð!!! svo það sé á hreinu...

Sigríður systir mín hin brjóstgóða,,,, hvar er Tóti?? ert ekki að skoða drengur...


Halli,Aldís og ég veit ekki meir...???

ég,Lilja og Guðsteina...

ég ,Jóhanna og Erla Dögg...

ég og Jóhanna...
Aldís og Vignir...í góðum gír

Böggi, Simmi og Hreiðar sálugi...:)


bræðurinir Ormson, Simmi og Böggi...

borðhaldið hennar Siggu sys... en ég sat ekki þar...

Erla Dögg,Jóhanna,Guðsteina og Sigga komnar í selskapsklæðnaðinn...

















þriðjudagur, 29. janúar 2008

dagur eitt...

Jæja maður er varla komin inn úr dyrunum þegar farið er að rukka mann um sögur og myndir úr ferðalaginu. Það byrjaði semsagt með því að við fórum með Herjólfi á fimmtudaginn kl 16:00. ... Kl 20:00 borðuðum við kínverskann mat á MENAM . Það var gott. Svo var haldið af stað frá Selfossi kl tæplega 9:00. Ég fór sem sagt með Ingu Hönnu og Agga og börnunum þeirra... Það gekk voða vel að keyra en við vorum komin kl 0:5 um morguninn og allir orðnir pirraðir og tilfinningalausir í afturendanum. En þetta hafðist og maður fór beint í bólið. Vaknaði svo á föstudeginum rétt fyrir hádegi.Fékk mér að borða og ætlaði svo að fara og koma systur minni á óvart...Það gekk nú ekki til að byrja með því hún var að kenna til 14:00. Þá hringdi Jóhanna Páls í mig og sagði mér að hún væri hjá sér.. Ég brunaði þangað og inn í eldhús og bauð góðann daginn. Ég sá að systir mín fletti sem aldrei oftar upp í heilabúinu á sér til að finna út hvaða nafn passaði við þetta andlit.. Svo þegar því var náð þá stóð hún upp, hristi hendurnar í gríð og erg og fór síðan að há-gráta. Ég hef aldrei verið eins nálægt því að láta nokkra manneskju fá taugaáfall. Nú þarna urðu fagnaðarfundir en nóg um það. Um kvöldið hittist allur skarinn af gömlum vinum og kunningjum og var mikið um dýrðir. Ætlaði maður að reyna vera stabíll þetta kvöld til að missa nú ekki af sjálfu þorrablótinu sem var svo kvöldið eftir. En það gekk nú eitthvað erfilega þar sem alltaf var verið að skála í skotum og og tekíla. En allt gekk þetta nú vel og vandlega fyrir sig og ég vaknaði fersk sem sunnan blær morguninn eftir. En meira um það á morgunn. Bless í bili. Ingibjörg ofurhugi og ferðafrömuður...!!


Ég og Kalli að rifja upp gamla danstakta....það gekk svona og svona hjá honum. En ég aftur á móti....
systurnar Ormson....

hva ætlar hún að drekka restina sjálf....?


frændsystkinin Óskar Finns og Sigrún Guðjóns...



ég og Börgvin minn bestasti besti....Æskuvinur


Inga Hanna og Sigrún í góðum gír....


skötuhjúin Sigga og Kalli....

flottasti gestgjafi sem um getur á Seyðisfirði fyrr og síðar..

jammm..... hmmmm...

Við alltaf flottust allstaðar....

Stefanovitzz... flottastur....

þetta er hún Helga mín en hún er heimsmeistari í skot-drykkju...

maður lét ekki sitt eftir liggja og sötraði nkkur skot....












föstudagur, 25. janúar 2008

Múha ha ha ha!!! (Önnu Lilju hlátur)

Auðvitað er ég komin austur á land og tókst að blekkja hana systur mína svo rækilega að hún hágrét þegar hún var búin að átta sig á að þetta væri ég,en ekki einhver annar ...
Ég er búin að hitta Guðsteinu, Hönnu, Berglindi, Fúsa ..... Og búin að heyra í Döggu sem fékk háturskast þegar hún fattaði hver ég var...Þeir sem ég á eftir að hitta og vita ekki að ég er komin eru Böggi og Helga Jóh. Veit ekki um fleiri en kannski Hilda sé á leiðinni, ég veit það ekki. Frænfólk mitt af ýmsum toga er líka að birtast hér . Það er t.d Sigga í Hveró það var gaman.
Ferðalagið gekk vel en við lögðum af stað með Herjólfi kl 16:00 í gær og vorum komin til Seyðisfjarðar kl 05:00 í morgun... Já við vorum öll þreytt og pirruð en fegin að vera komin. Smá slen er svo í dag en það er ekkert sem bjór lagar ekki. Óskið mér til hamingju með hugrekkið að hafa drifið mig í ferðalag á þessum árstíma. Það er orðið langt síðan ég hef þorað einhverju þessu líkt.... ég segi að þetta sé dvöl minni á Reykjalundi að þakka.. Knús og kossar, Bæ. INGA

miðvikudagur, 23. janúar 2008

23. Janúar hvað gerðist þá...??

Tók þessa fallegu mynd áðan út um dyrnar hjá mér... Svona lítur út 35 árum eftir að gos hófst í Eyjum. Bara flott verð ég að segja..



Ok pípúl... 'Ég hef bara ekkert haft að segja.En í dag gæti það verið eitthvað smá því að það er 23. jan. sem engin Vestmannaeyingur lætur fram hjá sér fara. Í dag eru 35 ár síðan gosið hófst og var hér svokölluð þakkargjörðahátíð... Ég eiginlega fíla ekki þetta orð... hvað er verið að þakka fyrir?. Að gosið kom eða....En farin var blysför í kvöld einhver spölur og svo var súpa og brauð handa hungruðum heimi í Höllinni. Þar var einnig Kastljósið hjá Rúv. En það er það eina sem ég gerði þetta kvöldið og það var að horfa á það.( í sjónvarpinu... nennti ekki út í höll.) Reyndar í skólanum í morgun kveiktu allir nemendur á kertum og settu í gluggann og þar loguðu þau fram að hádegi. Við fórum líka í bíó og sáum gamla gosmynd ... sem var ágæt. Dóttur minni fannst nú ekki mikið varið í að verið væri að sýna dauðan kött og brunninn hest...það var eiginlega það eina sem hún mundi. Hún er líka einstakur dýravinur og grét sem sé hér í allt kvöld yfir þessum dýrum sem drápust fyrir 35 árum. Ég er búin að vera að ferðast með lampana mína út um allt hús og er búin að ákveða að hafa þá í glugganum til að byrja með og færi þá svo aftur í vor þegar farið er að birta... Jæja ég er grútsyfjuð og ætla að fara að halla mér. Heyri í ykkur á morgun eða hinn... INGIBJÖRG Andsetna :)


já ég veit en ég ætla samt að hafa þetta svona í einhvern tíma...

jú ég hef þetta svona í einhvern tíma... finnst það koma vel út ... en hitt líka . Maður er svo heppin að það er hægt að breyta.!!


þarna sést aðeins í lampana....



mánudagur, 21. janúar 2008

á heimspekilegum nótum...

Snjórinn þiðnar nú sem aldrei fyrr...



Gott kvöld gott fólk!

Það skiptast á skin og skúrir þessa dagana. Núna er sem sagt 6 stiga hiti og rigning og eyjan er gjörsamlega á floti. Það tók því nú að vera snjóa þessu öllu saman bara til að það rigni í burtu 5 dögum síðar. Gullna spurningin er : hver stjórnar þessu?? já maður spyr sig... hver nennir að standa í þessu.? Er það hin svokallaði guð? eða er það einhver sem við þekkjum ekkert og aldrei hefur til spurts?? Þetta er og verður alltaf ráðgáta... gæti nú samt auðvitað spurt Ara Trausta eða Sigga storm þeir vita áreiðanlega hvaðan þessi mokstur úr háloftunum kemur eða vatnsflumur. Við Hind fórum út í fyrsta skipti í dag eftir flensuna hennar. Hún er hvít sem hversdagleikinn sjálfur en vonandi nær hún að fá roða í kinnar sem fyrst. Ég segi það nú að þegar þessi börn og já fullorðnir líka, verða veik þá er oft þannig að manni vantar hreinlega súrefni og ferskt loft til komast út úr eymdinni og volæðinu sem fylgir því að vera veikur. Nú eru allir greinilega að fara búa sig undir þorrablót Seyðfirðinga. nóg er allavega um það rætt á blogginu mínu og svona verið að íja að því að maður þurfi nú að fara að mæta... Já já já ég kem næst.. eins og ég segi reyndar alltaf. En það hlýtur að fara að koma að þessu hjá manni. Ekki er það fyrir að mig langi ekki. Ég svo sem fæ nú alveg fílingin fyrir þessu því hér er ég eins og útspýtt hundsskinn hlaupandi út um allan bæ að finna kjóla og fylgihluti handa mæðgunum Guðríði og Siggu. Kíkti reyndar í dag í Flamingó á útsöluna og var svona að spá í að kaupa mér eitthvað flott þar, svona kannski nr 14 því ég er náttúrulega að fara að grennast en geri mér ekki alveg grein fyrir hversu mikið... svo ég skoðaði bara og skoðaði fannst allt eitthvað svo lítið svo ég keypti mér bara armband. :) Það passar allavega út árið (vonandi)

jæja . Ég heyri í ykkur fljótlega . Á svo sem engar myndir til að sýna akkúrat núna en það lagast með hækkandi sól og kannski nýju eldhúsi.:) Kveðja INGA

laugardagur, 19. janúar 2008

Eldhús ömurleikans...(getur maður sagt svona??)

Jæja ég sé það núna að í eitt skipti fyrir öll þá bara verð ég að fara að fá nýtt eldhús...!!!
Maður verður svo samdauna þessu öllu saman .. En þegar maður fer svo að taka myndir af óhugnaðinum þá sér maður svart á hvítu hvað maður er nægjusamur eða geðveikur kannski..En nú segi ég stopp það verður ekkert annað gert fyrr en ég fæ nýtt eldhús. Ég er hvort eða er að fara í bumbubolluaðgerð eftir mánuð svo ég má ekkert éta í 2 mánuði á eftir . Ég spara þá matarinnkaup sem því nemur. Restin getur bara farið í megrun líka. Fór aðeins til Ingu Hönnu í dag hún er voða spennt að fara á blót austur. Verði henni og þeim að góðu á meðan er ég bara hér og læt mér líða vel án bílveiki (hræðslu) flugveiki (hræðslu) og annars konar kvilla sem fylgir ferðalögum. Á þessum árstíma á maður bara að vera heima hjá sér og og helst sofa bara fram á vor... Ætli ég hafi verið Ísbjörn í fyrralífi?? það myndi nú skýra margt...:) Ætti kannski að taka það upp að leggjast í híði frá 1 nóv til 1 apríl. Vert að hugsa vel um...Var í saumó í gærkvöldi þær voru svo sætar að bjóða mér.( er annars hætt) það gekk áfallalaust fyrir sig þangað til ég fór heim. Þá festi ég bílinn.
Nanna og Vilborg þurftu að koma út og ýta á bílinn, jú að lokum losnaði ég og þær kútveltust um í hríðinni og snjónum og ég fékk svo mikið hláturskast að ég ætlaði aldrei að komast heim til mín. Þegar heim var komið fór ég og tók einn leik í tölvunni og var alltaf að hugsa um þegar þær duttu á hausinn í sparifötunum og lágu þarna grenjandi úr hlátri að ég var alltaf að reka upp hlátur inni í tölvuherbergi. Það var eins gott að engin vaknaði við það því sá hin sami hefði haldið að ég væri endanlga gengin á vit geðveikinnar.En nú nú, ég hef bara ekkert um að tala meira annað en að ég ætla að hafa það reglulega gott í kvöld með familíunni með kveikt upp í kamínunni og kertaljós um allt . Heilsur í bili.INGA
nýja fína eldúsborðið mitt sómir sér samt ekki vel á þessum ömurlega dúk dauðans..
þetta ofurlitla horn í annars ömurlegu eldhúsinu er mitt afdrep...

nýja borðið mitt, það er það eina sem ég er ánægð með í annars ömurlegu eldhúsi...


handsnúin bakarofn sem er svo óþéttur að ég er líka í sauna þegar steikt er... kostur eða????

oj oj oj eldavél sem ein hella virkar á... er ég nægjusöm eða....geðveik.

ER verið að grínast með þennan dúk sem búin er að vera í 30+ ár.... og maður flettir af lag fyrir lag þegar skúrað er...

tók mig til og fékk geðveikiskast á eldhúsinnréttingunni hún var dökkbrún... (skömminni skárra)