~~**~~
Það sem heldur í mér lífinu þessa dagana er að ég get tekið myndir af ýmsum munum og séð að rykið sést ekki á myndunum....Ég hef svona verið að hugsa mér til hreyfings í þrifunum en alltaf gefist upp jafnharðann. Hef nóg að gera við að halda í horfinu svona þar sem mest er verið í húsinu sem er þá baðherbergi,sjónvarpshol og svefnherbergi. Horfi upp í stofu og fæ gæsahúð. Það væri hægt að skrifa ritgerð á húsgögnin af rykinu sem þar er en enn er verið að steypa og pússa og það á eftir að flísleggja heil ósköp svo að ég hef látið það eiga sig. Nenni ekki að gera þetta tvisvar það sem ég get gert einu sinni nema þá allavega með löngu millibili... Dagurinn í dag fór í læknastúss og dagurinn á morgun fer í það líka. Er að byrja aftur á lyfjunum mínum (fjandinn) en ég verð að viðurkenna að manni líður allavega betur. Það er svosem sama hvort maður er feitur eða mjór sumir ættbálkar verða einfaldlega að vera á þessu og ég held að flestar kellur í minni ætt séu að bryðja þetta svo þá auðvitað geri ég það líka. Var ekkert í vinnu í dag og fer ekki á morgun ætlaði að reyna að gera eitthvað hér heima í staðinn en það var ekki í boði þar sem þrek og þol var að skornum skammti. Lá í leti og las þangað til ég fékk svo mikin hausverk að augun ætluðu út úr hausnum á mér. Kemur í ljós á morgun hvernig járnbúskapurinn er hjá mér og hvort blóðþrýstingurinn er út af Ikea eða bara ég sjálf :=) Ætla að reyna að fá mig góða af þessu helv... Fyrir næstu helgi því að ég fékk einhvern fiðring fyrir hippaballinu sem er um næstu helgi. Hef svosem ekkert haft gaman af þessari tónlist frá hippatímanum en mér finnst svo gaman að djamma í búning það er allt öðruvísi en að djamma í betri fötunum. Enda er ég alltaf eins og hálfviti á þjóðhátíðinni eins og þið hafið kannski tekið eftir. En nú er ég hætt öllu tuði og kveð í bili góða nótt darlings. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá í dag og það sést ekkert ryk á þeim ..:=)~~**~~
Tekið í stássstofunni þar sem aldrei er verið, nema þegar koma gestir... sem er aldrei eða þar um bil...:=)
óekta en alltaf svo sætar svona Daisy´s
Þessi bíða eftir að láta kveikja á sér en þori það ekki núna ef allt rykið myndi nú fuðra upp í leiðinni:=)
Aldeilis gott verður í dag en pínu kalt orðið og haustið í nánd....
börnin mín stór og smá... Þarf endilega að fara að mála þessa ramma hvíta... Skemmtilegt ljósbrot á annars sætum englamyndum....sem ég föndraði hér um árið....
~~**~~
4 ummæli:
Godmorgon.
Mörkret är tätt utanför fönstret men blir så glad när man besöker dig.
Här är det ljust och fint.
Tavlorna på dina barn var fina.
Hoppas att allt är bra hos dig min kära Inga.
Kram Synne.
Hej Inga vad kul det är att du tittar in till mig då och då.
Ser ut som att du har ett gnistskydd i fönstret, det var så vackert i all sin enkelhet.
Kram på dig och ha en bra vecka/Ingela
Fallegar ryklausar myndir.
knús sys.
Heyrðu elskan varstu að tala um ryk þú manst að allt verður heimilslegra er þú getur ritað í rykið ég elska þig. Annars flottar myndir og heimilið þitt er bara dúllulegt.
leitt að þú sért svona slöpp skjóðan mín, en heilsan hlýtur að koma
Knús knús Milla.
Skrifa ummæli