þriðjudagur, 23. október 2012

Ég á "Einari!"

Sælinú!!
 Kjellingin bara búin að vera hangandi heima núna í viku. Fór til Rvk í hnéaðgerð og er bara öll að koma til blæddi að vísu inn á liðinn þannig að ég er hálfstirð og hölt ennþá en það hlýtur að koma. Verð allavega að vera orðin nokkuð góð áður en ég fer í næstu aðgerð sem er áæluð þann 7. nóv..:) Svo skulum við vona að þetta verði orðið gott allavega á þessu ári... Svo gaman að Siggan hún syssin mín heimsótti mig í vetrarfríinu sínu og var hjá mér í þrjá daga. Stjanað við mann og borðað eins og við höfum aldrei smakkað mat áður. Sofnuðum kl 11 á kvöldin. Þetta segir manni það að maður er að verða komin af  allra léttasta skeiði... hahahahaha nei takk það var sko bara af því að ég var á "einari" Eins og venjulega þá gleymdist myndavélin á þessum dögum en það var heldur ekki sjón að sjá okkur, ótilhafðar og garmslegar... Nema þegar við skruppum allra snöggvast út til að kaupa okkur nammi! Við mjói minn og ég vorum svo eftir aðgerðina boðin í mat til Gústa bro, þar sem ég var nú hálfgerður zombie eftir svæfinguna en gat þó tekið þessar myndir en man ekki mikið meira en það... Eða jú mér fannst góður maturinn og ætla að fá uppskriftina hjá másu minni ! Litla Amalía orðin svo mannaleg og er alveg sætust í heimi. Prakkaraskottið frændi minn var líka flottastur og fetti sig og bretti fyrir uppáhaldsfrænku sína á þessari mynd hér fyrir neðan.. thí hí! Það er ball með PALLA pung um næstu helgi og mig LANGAR en ekki á "einari" það er á hreinu það er ekki hægt að fara á ball með honum og geta ekki dansað almennilega...:( snökt... En jæja það koma önnur böll með honum( vonandi). Nú er ég hætt,  er að fara að sofa Heilsur til ykkar í bili.
 Góða nótt Ingibjörg og "einar"...:D

~~**~~


Litla Amalía


                          Snúllan hennar Ingu sín!
                                 Svo stór og falleg augu!
                         Gondólus maximus uppáhaldsfrændinn minn!!
                                   Ég á einari

                                                                  ~~**~~

miðvikudagur, 10. október 2012

miðvikudagur og lífið gengur sinn gang

Góða kvöldið . skemmtilegur dagur í dag í skólanum sem tengdist eineltisáætluninni  okkar þar sem skrifað var undir sáttmála þessu tengdu. Simmi og 
Jói heimsóttu okkur og börnin bjuggu til plakat sem þau fóru svo með í fyrirtæki og stofnanir og hengdu þar upp. Leiðindarveður á eyjunni, rigning með öllu tilheyrandi. Fór til bæklunarlæknis í gær og verð að fara  í aðgerðina til Rvk í næstu viku þar sem liðþófinn er illa farin og farin að skemma út frá sér. Já gamlan er að verða eldri og verr farin en aldur segir til um. Þá er um að gera að passa betur upp á sig. Ekkert meira hopp fyrir mig svo að zumba er úr sögunni. Göngur verður helsta hreyfingin mín ásamt sundi. Verð að fara að koma mér í þann gír! Þegar þetta er búið þá verða 3 vikur í næstu aðgerð. Þá verður legið fjarlægt. æ það
verður bara gott. Ekki ætla ég að eiga fleiri börn.. Það mætti halda að maður  væri eitthvað smeykur að flytja af eyjunni og væri að fara þaðan í pörtum... he he En að öllu gamni slepptu þá verður gott þegar þetta allt verðu búið. Þá getur maður virkilega farið að láta sér hlakka til Floridaferðarinnar.Keypti mér nýjar stofugardínur í haust og setti þær upp um daginn. Er bara nokkuð sátt við þær. Var orðin leið á blómakrúsindúllublúnduverkinu sem ég var með Myndir hér fyrir neðan af þeim. Einfaldar og flottar finnst mér. kveð að sinni er orðin sybbin. Góða nótt. Ingibjörg Angantýrs!!

~~**~~
 
                                                            sátt!!
                                                               

                                                                         við þær!!!
                                                                         
                                                                                   
                                                                            ;)
                                                                             

mánudagur, 1. október 2012

aðallega ekkert sko!

Já góða kvöldið. Mánudagur er það og ný vinnuvika hafin. Veðrið búið að vera gott og rólegt, sést vel til allra átta.  Svosem ekkert að frétta en alltaf gaman að röfla svolítið um ekki neitt. ÞAð styttist óðum í Orlando. Jamm gott fólk þar skal eyða Áramótunum með fjöllunni allri, momms, pomms og allir fylgifiskar. Maður getur farið að láta síg hlakka til. Svona hvað að hverju. Tvær vikur í sól og sumri... Vonandi.!!! Er alltaf með hugann við húsið innandyra og er svona pínku að breyta og bæta lét td yfirdekkja þennan gamla stól sem var með bláu ullarefni á og setti hvítt leður og járnbólur. Allt annað að sjá hann og svo glöð meðann!!! Búin að setja upp nýjar gardínur í stofuna en er ekki með mynd af þeim núna geymi það þangað til næst. Annað er svosem ekki að frétta nema á von á að fara í litla hnéaðgerð í næstu viku, vonandi get ég farið í Zumba innan tíðar.. Sakna þess að geta ekki dansað þann tryllta dans.. Svo gaman.
 Ég bið að heilsa að sinni. Ingibjörg endurunna¨!

~~**~~



Flotti stóllinn minn!!! 

Fékk svo sæta leirplatta að gjöf frá vinkonum  yfir mig ánægð með þá!


Við mæðgurnar að leggja okkur... thí hí
~~**~~