sunnudagur, 7. september 2008

Ferðalag um dimm stræti stórborgarinnar...

~~**~~
Jæja Gott kvöld.
Þá er ég nú komin til baka frá borg ótta og myrkurs, Þar sem einn liggur þungt haldin með höfuðáverka og annar stungin með hnífi þennan stutta tíma sem ég stoppaði þar... Nei ég gerði það ekki...Jamm maður hugsar hvað maður sé að gera með því að leyfa ungum syni sínum að flytja þangað. En hann er sjálfráða og einhverntímann verður maður að sleppa af þeim hendinni. Svo er hann líka góður drengur :=) En ferðin fór að mestu í að mubla upp herbergið hans og fengum við allt saman í Ikea. Einnig fórum við út að borða og í heimsókn til vinkvenna minna þar sem hann skemmti sér konunglega við að hlusta á sögur frá mínum sokkabandsárum. Hmmm. Ekki hafði hann nú gott af því segi ég. Honum finnst hann algjör engill eftir að hafa hlustað á það. :=) Ég keypti mér líka eitt og annað svo sem loftljós og myrkratjöld og buxur og húfu og hring ,já og nærbrækur. Ekki að ykkur komi það við en þær eru mjög flottar. Hahahaha...Þegar ég kom svo með Gubbólfi Herjólfsyni heim í dag fann ég hvað ég var þreytt og er búin að strauja á milli sófa í allan dag og leggja mig svo ég sofna örugglega ekki fyrr en undir morgun.
Mjói minn vann hörðum höndum í eldhússkriflinu alla helgina svo að það er orðið fokhelt en eitthvað á það eftir að vefjast fyrir honum að brjóta niður búrvegginn því hann er steyptur og gjörsamlega grjótharður en sem betur fer er það ekki minn hausverkur:=)
Ætla núna að stökkva í bað og skella mér svo í bælið allavega til að lesa ef ég ekki sofna. Ég bið að heilsa ykkur í bili og læt heyra frá mér síðar. Eigið góða viku. Tjingeling. INGA
~~**~~




Mín með nýju húfuna á leið í Gubbólf Herjólfson...
Mín með nýja hringinn sinn... ógó montin með hann....
ein voða kúl....:=)

~~**~~
Piparsveinahreiður trommarans
honum fannst auðvitað algjör óþarfi að hafa eitthvað til skrauts en mín gaf sig ekki....
fínasta sjónvarpsunit sem kemur að góðum notum....
þarna á eftir að koma felliborð sem hann kaupir sér eftir helgi....
minnsta eldhús í heimi en svo dúllað og sætt... ( allavega ennþá:=)
Ertu ekki í lagi kona að setja myndir af bara einhverju þarna upp??
Ertu að grínast með myndir af einhverjum dýrum?? jamm svona skilur hann ekki. En ég segi betra er að hafa myndir af dýrum en engar myndir. Thi hí...


nornamynd af mömmunni til viðvörunnar... Nei nei þetta er spegill.... Kona er ekki allt í lagi með þig??? tveir speglar til hvers?? so?? sagði ég bara og fannst þetta svo flott..
Oh my god mamma ertu ekki að verða búin að þessum þrifum???


Jáj ég hringi þá bara í vin minn á meðan!!!!
~~**~~
Þannig er það nú mamma ræður mestu ennþá :=)
eða er hún kannski bara svona frek??
~~**~~



6 ummæli:

Synnøve. sagði...

Godmorgon.
Tack för din kommentar hos mig. Blir lättare att förstå när du skriver både på isländsk och svorsk hehe...
Men jag ska till bibloteket i morgon och se om man kan finna en språkkurs att låna. SKA lära mig isländska.
Ha nu en fin dag bästa Inga.
Kram från mig här i det gråa och mulna naboladet.
Synne.

Gusta sagði...

hæ gaman að hitta ykkur um helgina þér hefur tekist vel til með herbergið hans Víðis eins og þér var lagið vonandi skaðaði ég ekki móðurímyndina fyrir Víði bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Bara flottar myndir og svo huggó hjá drengnum :=)Knús úr Hveró

Goa sagði...

Hahahah...hún er svo frek að hún heldur að hún ráði öllu ennþá..;)

Fínt hjá syninum...flott húfan þín og svo hlakka ég svooo til að sjá eldhúsið að ég bilast!!!
Segðu Gísla að drífa sig..!


Hjartansknús...

Sigga sagði...

Húfuna austur *NÚNA*

Hringinn máttu hirða.

Flott hjá Trommaranum, kannski að sá Brottrekni eigi eftir að skríða uppí ef vantar gistingu einhverntímann :)

Knús sys

Nafnlaus sagði...

Flott hjá Víði...held ég hafi nokkrum sinnum drukkið kaffi úr bollunum sem ég sá í fína eldhúsinu hans Víví
knús
Ólöf