~~**~~
Góðan daginn allir saman...Pollýönuleikurinn heldur áfram og ég bara að springa. Nú er ég eiginlega alveg búin að fá nóg af að búa ítrésmiðjunni Fjólugötu 21 og ekki nóg með það heldur er ég alvarlega að hugsa um að klippa fyrsta stafinn af Íkea og þá verður það bara Kea. Það er örugglega auðveldara að fá borðplötur og vaska hjá Kea heldur en Ikea... Ég meina viljiði vita hvaða svör ég fékk í gær??? Sko ég er búin að fá 3 borðplötur en vantar eina frá þeim. En svarið sem ég fékk var : JA þú verður bara að láta smíða fyrir þig síðustu borðplötuna í einhverri trésmiðju!!!! eruð þið að grínast??? Hvurn fjandann get ég gert að því þó að það sé eitthvert problem með framleiðendurnar þarna úti. Það á bara að fixa og það strax. Hún sagði mér að það væru 80 manns að bíða eftir svona borðplötu og að það kæmu 30 plötur eftir svona 2 vikur og hún vissi ekki hvort ég væri ein af þeim!!!! For the love of god ég er búin að bíða í 6 vikur eftir vaski og borðplötu. Fari þetta fyrirtæki enn og aftur til fjandans...
Jæja þá er það búið. Það er allavega búið að skipta um ofn hjá okkur og þá er hægt að halda áfram þeð þá hliðina.
AÐ allt öðru. Mér er ekki búið að líða svo vel undanfarið svo ég druslaðist til læknis og kom þá í ljós að ég er komin með allt of háan blóðþrýsting ( ég kenni Ikea um það) :=) svo að ég er búin að fara núna 3 í tékk og hann alltaf of hár svo að eftir helgi verður mælt í síðasta skipti og ef hann er enn svona há þá verð ég sett aftur á lyf :=(... Það finnst mér leiðinlegt. Fór í blóðprufur líka þar sem ég er grunuð um að vera alltof blóðlítil og járnlítil. ÞAð þætti mér ekki skrýtið þar sem ég dregst um þega ég er á því mánaðalega... Þó ég ætli nú ekki að fara að útlista því neitt nánar að þá leið mér eins og líki á meðan á því stóð. Hér fyrir neðan eru nokkra myndir af því hvernig við búum þessa stundina og frá öðru horni sjónvarpsholsins þar sem rent er að búa sem best og svo frá hinu horninu þar sem ég hef ekki undan við að reyna að halda í horfinu... En hvernig á annað að vera þegar maður reynir að flytja eldhús í sjónvarpshol. Eigiði góða helgi elskurnar ég ætla að reyna það allavega og ef það er mikið af stafsetningarvillum hér inni núna þá er það af því að ég er svo blóðlítil. :=)... tata.. INGA
~~**~~
"Blóðhlaupið auga Ingibjargar" heitir þessi mynd. ( ætli ég getir selt hana fyrir eina borðplötu?)Þreyttust í heimi bæði af blóðleysi og borðplötum...:=)
eitt gott í mínu lífi er nýji ofninn minn ..... Elhús í uppbyggingu.....
.........................
~~**~~
Reynt að gera fínt í kringum sig á öðrum stöðum í húsinu....
Reynt að gera fínt í kringum sig á öðrum stöðum í húsinu....
Gaf þessa dásamlegu englakúlu í jólagjöf á síðustu jólum en fékk hana aftur um daginn. En þar sem Aðalbjörg amma hans Gísla lést um daginn þá vildu foreldrar hans að við fengjum hana aftur. Það er hægt að kveikja á henni og þá gefur hún frá sér svo fallegt ljós....
Beckham liggur eins og hráviður um húsið eða reyndar fótboltablaðið four four two....Betri helmingur sjónvarpsholsins...
Betri helmingur sjónvarpsholsins....
verri helmingur sjónvarpsholsins
verri helmingur sjónvarpsholsins...
~~**~~
Beckham liggur eins og hráviður um húsið eða reyndar fótboltablaðið four four two....Betri helmingur sjónvarpsholsins...
Betri helmingur sjónvarpsholsins....
verri helmingur sjónvarpsholsins
verri helmingur sjónvarpsholsins...
~~**~~
8 ummæli:
æ,æ, og meira æ. ekki gott að heyra um heilsufarið elsku vinkona, vonandi fer þetta að lagast og ekkert alvarlegt á ferð. og hundfúlt þetta anskotans IKEA dæmi, hef heyrt svo margar sögur um skjóta "NOT" afgreiðslu hjá þessu góða "NOT" fyrirtæki. risa eldhúsbreitingar knús.
Æ,Æ...ég sem elska IKEA!
Bara skrepp og næ í það sem mig vantar!
Á ég að kaupa handa þér borðplötu og vask baby!
Nei, án gríns, þetta er auðvitað undfúlt. En þetta kemur alltsaman...OK!
Passa blóðþrýstinginn!
Þetta voru 12 vikur hjá mér hérna um árið...og ég er alveg búin að gleyma því..;)
Hjartanskkveðja til þín...frá mér
Sæl Inga.
Har du fått ögoninflammation?
Det är inte skoj alls.
Hoppas det går över snart.
Köksrenoveringen är i full sving ser jag. Hoppas det blir klart snart.
Ha nu en fin söndagskväll.
Kramen Synne.
Inga mín...komdu bara á Selfoss í húsmæðraorlof, þú mátt nota eldhúsið mitt að vild og það er borðplata og vaskur í því
knús
Ólöf
Skoomm!
Hvað með The Secret?
Hugsa til sín borðplötuna.....!! og...voilla! þarna er hún áður en þú veist af og svo ekki að tala um ef þú óskar sjoppunni til vítis - nú þá kannski bara fer hún þangað - hvað verður um borðplötuna þá? :) hihi!
Kremjur
Didda á Seyðó
Hej Inga!
Ser att du varit på Ikea men vad du har köpt är en gåta.....
Ett öga jag ser kan det vara en inflamation tro....
Ser att ni håller på med köket ...
Blir bra när allt kommer på plats....
Vackra bilder!
Há det så himla gott!
MiaMaria
Elsku,elsku Inga þú átt samúð mína alla,skamm ljóta Ikea að fara svona með frænku mína en þú verður svo ánægð þegar þetta verður búið
Slæmt með heilsuna hjá þér ég veit að þú hristir þetta af þér
Knús og kossar
Sigga f
Skemmtilegt blogg hjá tér.takk fyrir kíkkid.
eigdu gódann dag.
Gudrún
Jyderup
DK
Skrifa ummæli