~~**~~
Gott kvöld.
Er með smá sýnishorn af gleði síðustu helgar hér, bæði hjá okkur hjónum og svo frá Hindinni minni að fara í afmæli á föstudaginn þar sem hún var svo alla helgina hjá vinkonu sinni henni Telmu . Kom svo dauðþreytt heim á sunnudaginn eftir skemmtilega helgi hjá henni og sofnaði sitjandi því sem næst. Varð að taka þessa mynd þar sem hún hafði sofnað með alla vini sína hjá sér. Bara sætt. En það voru aftur hjónin mjóu sem fóru út á lífið í fyrsta skipti í langan tíma. Það var ekkert leiðinlegt. Byrjuðum á því að fara í dásamlegt matarboð til vinahjóna okkar Nönnu og Óttars. Það er engin svikin af því, Alltaf eins og þau séu að fá konungborið fólk í mat þegar maður fer til þeirra. Það endaði náttúrulega með ölæði og tilheyrandi og rann rauðvínið ljúft niður. Svo upp úr miðnætti var stormað til Siggu vinkonu og þar var setið að sumbli fram eftir. Það er svo gaman að sitja þar og spjalla því að sú vinkona er aldrei orðlaus og alltaf svo skemmtileg og fyndin. Takk fyrir frábært kvöld elsku Nanna og co og elsku Sigga og co. Annars er það úr hversdagleikanum að frétta að það gengur allt sinn vanagang . Ég drullaðist loksins til að tæma eldhúsið í gær svo að það ætti að vera hægt að byrja á eldhúsinu innan tíðar en fyrst ætlum við að fara með dót trommarans til höfuðborgarinnar. Er að reyna að fá mjóa minn til að koma með mér og það er að takast. Erum líka að reyna að fá lánaðan bíl sem við gætum tekið bara allt dótið með í og vonandi gengur það. Ég bið að heilsa ykkur í bili og njótið góða veðursins sem virðist vera núna um allt land. Ykkar einlægust. INGA~~**~~
Hindin mín að fara í afmæli á föstudaginn....
Og kom svo dauðþreytt heim á sunnudaginn....
~~**~~
~~**~~**'~+*'~+*'~+*'~+*'~+*'~+*'~*'~*'~**~~
~~**~~
Höfðingjar heim að sækja þessi hjón....mín í kunnuglegum stellingum....:=)
vinkonurnar.... það eru nú til nokkrar svona myndir af okkur...:=)
Vinirnir á góðri stundu....
Mín og Sigga í kasti.....
~~**~~
Heima hjá Nönnu og Óttari er svo kósý...
8 ummæli:
Sæl Inga.
nu kommer det där med att försöka förstå med hjälp av leksikon.Det kommer ta sin tid, men det får det göra.
Ha tålamod min vän hehe....
Jag gör mitt bästa.
Ikke le nå, men nå pröver eg meg.
Pron fair hafa einir goòur nòtt.
Var det rätt?
Stor kram till dig min goa vän Inga.
Synne.
"Pron fair hafa einir goòur nòtt" inte so rigtigt men ja forstå at du önskar mig en godt nat... eller??? de kommer!! och jag lovar at skratta inte mycket. Thí hí:=) tjingeling. INGA
Sæl elsku hjartans dúllan mín...og takk fyrir pakkann!!
Þetta er æði!!! Og ég er svooo glöð!
Buxurnar = á eftir að búa í þeim!
Vængirnir, ohhh, svo flottir og krúsin dásamleg!
Takk aftur elsku bestasta vinkona...you´ve made my day!!
Knúúús...
hæ ekkert smá kósý hjá ykkur djammliðinu kv Guðsteina
Þið eruð altaf flott hjónakornin
en ég held að hann mjói þinn sé ekki að verða að neinu
knús úr Hveró
Gaman að sjá framan í Nönnu, Óttar og nöfnu. Alltaf jafn gaman hjá ykkur.
Knús sys
þetta hefur aldeilis verið góð helgi.
Mikið er hún yndisleg snúllan þín mín kæra. Og ekkert sná skemmtilegar myndir.
Knús ljúfust
Milla.
Flott Hindin þín. Stóð mig að því að brosa hringinn þegar ég sá myndirnar af ykkur Nönnu...tek undir með Siggu frænku þinni með hann mjóa þinn...verður hann nokkuð horfinn ef ég kem til eyja í vetrarfríinu...vonandi verðið þið hjónin sýnileg ef ég kem
knus
Ólöf
Skrifa ummæli