Sit hér ein með sjálfri mér og kl er 02:18 en ég er bara ekkert syfjuð og þess vegna ákvað ég að blogga þorláksmessuna núna og sýna ykkur jólatréð mitt. Það var nú komið upp fyrir tveimur vikum en ég ákvað að sýna það ekki hér fyrr en á þorláksmessu samkvæmt hefðinni. Sumum sem ég segi að ég hafi skreytt treéð í byrjun des.. fá vægt áfall en það eru þá aðallega eldri konur sem vanar eru að skreyta það á þorláksmessu. Ég gerði það alltaf hér áður en svo fannst mér bara gaman að vera með það fyrr því þetta er jú með fallegra skrauti sem maður er með. Dagurinn var góður í gær ég klæddi mig upp og fór í bæinn bara svona að rápa, kíkti svo í kaffi til Ingu Hönnu vinkonu Þar var hún búin að flækja sig í seríum jólatrésins en þetta hafðist nú hjá henni að lokum :) Ég kom svo hér heim og snurfusaði aðeins meira .. meira hvað maður getur alltaf dustað meira og meira.Ja´nú man ég það ...það er búðingsdagur í dag það er alltaf svo gaman að gera jólabúðinginn. Ég ólst upp við að mamma gerði þennan búðing og svo verð ég náttúrulega að gera hann líka og Sigga systir og ég veit að Ágúst bróðir var að fá uppskrift af honum um daginn hjá mömmu en hann er tiltölulega nýfarin að búa svo að hann er búin að neyða kærustuna sína til að gera hann. Hann er líka alveg dásamlega góður. Mamma ætlaði einhverntímann að fá að gera eitthvað annað en það varð uppi fótur og fit á heimilinu. Hún hefur ekki þorað að orða það síðan :) Ekki eru rjúpurnar þetta árið ég held svei mér að það sé í fyrsta skipti en ég er ekkert fúl það er til svo mikið af góðum mat. Sakna kannski að fá ekki rjúpnalyktina í húsið. Það verður semsagt kengúrufillét hjá okkur á aðfangadag ég hef eldað hana áður og það er sannkallaður herramannsmatur. ( eldað svipað og nautakjöt.)En jæja elskurnar ég held ég óski ykkur árs og friðar og vona að allir eigi eftir að eiga dásamleg jól og allt fari vel fram og allir séu ánægðir með sitt. Hugum einnig að þeim sem minna mega sín og þeirra sem ekki geta haldið jól einhverra hluta vegna. Og vitið að þetta er tími fyrirgefninga. Hlýjar hugsanir. Ykkar INGA
byrjum á toppnum...
4 ummæli:
ógeðslega flott tré,mitt er alltaf með svona allskonr,með gömlum kúlum frá ömmum og mömmu og það sem krakkarnir hefa föndrað en tréð í ár er eins og ég, rosa feitt að neðnan og alltof mjótt að ofan þykir ekki mjög fallegt og jólabúðigurinn ykkar er rosa góður eg hef búið hann til í mörg ár alveg síðan ég píndi uppskriftina út úr þér hér um árið '94. og aftur gleðileg jól og hafið það gott ,knús á liðið.
Hæ hæ elsku Ingan mín.
Langaði bara að óska ykkur Gleðilegra jóla þar sem ég hef ekki rekist á þig í dag. Og þó að það hafi verið í hinni færslunni frá þér myndir af nýju klippingunni þá verð ég að kommenta á það hér. Mjög flott á þér hárið eins og alltaf, þú ert alltaf svo flott og fín, ég er svo glöð að eiga þig sem vinkonu elsku Inga mín. Farðu vel með þig um jólin og ég sendi 1000 kossa og knús til ykkar á Fjólugötuna.
Þín Anna Lilja
Gleðileg Jól elsku Inga og fjölsk bestu kveðjur Guðsteina og fjölsk
... svo flott hjá þér jólatréð, ekki það að ég hafi búist við einhverju öðru.
Ég ætla nú bara að blogga til þín það sama og ég sagði Gúu því ég hugsaði svo til þín þá líka, sat hér og horfði á tölvuskjáinn og hugsaði. Ef það er ekki tákn tímanna þá veit ég ekki hvað. Einhverntímann hefði verið starað í eldinn ... :) Mér varð nefnilega hugsað til þess í gær að í fyrsta skipti í 40 ár hitti ég ekki ömmu Siggu um jólin......er ekkert að fara á límingunum yfir því,fékk mig bara til að hugsa um alls konar kaflaskil í lífinu. Fullt af þeim og jól og nýtt ár fær mann alltaf til að hugsa til baka.
Það er svo langt síðan Kalla fjölskylda hefur verið hjá okkur um jól og það fær mann til að hugsa meira en ella til tengdó og Lindu.
Nú kom Tamara og rauf þennan hugsanagang. Settist í fangið á mér og gaf mér eina snuddu :)
Þá læt ég þetta bara duga og óska þér, elsku systir, Gísli, Trommarinn minn og Hinda kind, gleðilegra jóla og að sjálfsögðu heyrumst við á eftir þegar ég þarf matreiðsluleiðbeiningar. Þú og mamma á speeddial 1 og 2 :)
Skrifa ummæli