Þá er maður útsofin og fínn. Var á fótum langt fram eftir bara svona ein með sjálfri mér. Það var dásamlegt. fór í sund í gærkvöldi og synti frá mér allt vont. Fór svo í pottinn og sauð restina af jólaundirbúningunum burtu. Nú er ég að fara í skveringu með hárið það er alltaf gott og afslappandi.Kannski maður kíki svo bara á kaffihús á eftir ef einhver má vera að koma með mér í einn bolla áf dásamlegu kaffi latté.MMMM... var að fá pakka inn um dyrnar já eiginlega tvo ohh það er svo gaman þegar pósturinn kemur á þessum árstíma. Ef þið skylduð ekki vita það þá nærist ég á jólum og gjöfum . mér finnst svo gaman að fá gjafir og finnst reyndar alveg jafngaman að gefa gjafir líka. Mamma hefur oft sagt mér að ég hafi ekki höndlað jólin nógu vel sem barn. Vegna þess að ég grét þangað til opna átti pakkan og grét svo þegar var búið að opna allt. Sama var að segja með gamlaárskvöld ég grét allan daginn af því að það átti ekki að skjóta upp fyrr en um kvöldið svo þegar var búið að skjóta öllu upp þá grét ég áfram því allt var búið. Já það er oft svo erfitt að vera barn. En elskurnar ég hef hreinlega ekkert meira að tala um að þessu sinni . Takið lífinu með ró Það sem ekki reddast skiptir þá ekki höfuðmáli. INGA
Hér fara um allar mínar hugsanir, allar mínar pælingar, í verki og í anda. Vonandi get ég uppfyllt eitthvað hjá einhverjum og komið einmanna sál til að brosa.
föstudagur, 21. desember 2007
útsofin og afslöppuð...
Þá er maður útsofin og fínn. Var á fótum langt fram eftir bara svona ein með sjálfri mér. Það var dásamlegt. fór í sund í gærkvöldi og synti frá mér allt vont. Fór svo í pottinn og sauð restina af jólaundirbúningunum burtu. Nú er ég að fara í skveringu með hárið það er alltaf gott og afslappandi.Kannski maður kíki svo bara á kaffihús á eftir ef einhver má vera að koma með mér í einn bolla áf dásamlegu kaffi latté.MMMM... var að fá pakka inn um dyrnar já eiginlega tvo ohh það er svo gaman þegar pósturinn kemur á þessum árstíma. Ef þið skylduð ekki vita það þá nærist ég á jólum og gjöfum . mér finnst svo gaman að fá gjafir og finnst reyndar alveg jafngaman að gefa gjafir líka. Mamma hefur oft sagt mér að ég hafi ekki höndlað jólin nógu vel sem barn. Vegna þess að ég grét þangað til opna átti pakkan og grét svo þegar var búið að opna allt. Sama var að segja með gamlaárskvöld ég grét allan daginn af því að það átti ekki að skjóta upp fyrr en um kvöldið svo þegar var búið að skjóta öllu upp þá grét ég áfram því allt var búið. Já það er oft svo erfitt að vera barn. En elskurnar ég hef hreinlega ekkert meira að tala um að þessu sinni . Takið lífinu með ró Það sem ekki reddast skiptir þá ekki höfuðmáli. INGA
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sætir jólakarlarnir þínir og ekki er frúin síðri. Var að senda þér myndina.
Leiter, söster
Skrifa ummæli