miðvikudagur, 26. desember 2007

Bakstur og át...og fullt af ömmulum... :)


Hún á afmæli í dag... hún á afmæli ídag....Til hamingju Gúa mín með að hafa lifað í 40 ár það er helv... hellingur og rétt hálfnuð ævin. Djö.... verður gaman hjá okkur næstu 40 árin. Þá kannski fer að halla undan fæti. Það er allt í lagi þetta er allt orðið svo fullkomið að ´þá getum við bara setið kyrrar með rauðvín í æð, þvagpoka og sjálfvirkann skeinara . ég hlakka til....:)Í dag var glatt á hjalla hjá okkur við vorum með mini jólaboð fyrir eina ameríska fjölskyldu sem á heima hérna en það er Renaldo og Emily. Hann er markmannsþjálfari hér. Þau eiga fjögur börn það yngsta 1 árs ,Sofie. Næsta 4 ára hann Aiden. Svo er það Jonah hann er 6 ára og svo er madelain og hún er jafngömul Hind eða 8 ára. En það er einmitt Hindin okkar sem á svo afmæli á morgun og verður hún 8 ára það er allskonar tilstand og eiga að vera pizzur í þetta skipti. (í fyrra var pulsupartý) Það er búið að baka einhver reiðarinnar býsn og svo verður svona hálfgerð fermingarveisla. Öll familían kemur og gæðir sér á kræsingum og vinkonurnar koma líka með börnunum sínum...Ef ég man eftir að taka myndir á morgun þá verða þær birtar hér þá. Veit ekki alveg hvað er að mér þessa dagana er eiginlega alveg úti á þekju og man ekki eftir þessari myndavél þegar mikið er að gerast eins og í dag....Við vorum svo með hamborgara hrygg í kvöld og ég borðaði svolítið of mikið. ég var búin ða gleyma hvað hann er góður. En ég stekk bara á brettið á eftir og fer svo í sund á morgun. That should do it. Jæja ég ætla að fara að koma mér að verki þarf að vakna snemma í fyrra málið. ég læt í mér heyra annað kvöld... till then koss og knús. INGA

skál fyrir þér Gúan mín....40 something are´nt you???
mmmm..... marengs hann er alltaf svo góður og sætur ...:(

brownies fyrir börnin....


tvær brúnar og tvær hvítar....



1 ummæli:

Sigga sagði...

Ekki vantar nú myndarskapinn. Þú þarft að halda þér í æfingu fyrir ferminguna í vor :) Til hamingju með dótturina.
Knús frá Seyðis.