Afmæli Hindar var haldið í dag . Og erins og alltaf kom mikið af vinum og ættingjum. Að sjálfsögðu var fullt af pökkum og hvaðeina en hún var ánægðust með allar miljónirnar sem hún fékk :) að hennar sögn. Þá er þessu pakkaflóði lokið þetta árið og hægt að fara að snúa sér að öðru. Þær voru hérana eftir til kl. 10 í kvöld 3 saman og léku sér heima hjá G'isla en ég fór í höllina á tónleika þar sem fjöldi hljómsveita og söngvara kom saman og var verið að minnast drukknaðra sjómanna. Víðir og strákarnir í Foreign monkeys spiluðu fyrstir og voru mjög góðir og gaman a hlusta á þá. Á eftir komu svo fleiri hljómsveitir með sín lög og var þetta í alla staði vel að verki staðið. Þegar ég kom heim var engin heima en þá höfðu þær.Vigdís Hind og Margrét ákveðið að sofa saman heima hjá Margréti.Svo við gömlu hjónin vorum ein í kotinu að glápa´á sjónvarpið . Það var fínt að liggja bara í leti eftir erfiðan en ánægjulegan dag.Til hamingju með daginn dúllan hennar mömmu sinnar og góða nótt. INGA
allt að verða ready......
2 ummæli:
Þetta virðist hafa verið hinn besti dagur. Hefði alveg verið til í eina sneið af kökunni flottu.
Kveðja Sigga
til hamingju með stúlkukindina eða hindina ekki seinna vænna að verða 8 ára árið að verða búið, þér verður ekki þakkað þetta þegar á að fá bílpróf og fleira en eftir það verður það fínt að vera svona ungur,spurðu gúa bara.
Skrifa ummæli