Jæja elskurnar þá er þessi dagur að kvöldi komin og búið að gera margt og mikið í dag. Ég er búin að horfa á Harry og baka 3 smákökusortir, taka á móti gestum ,fara í búð og ég veit ekki hvað. Hind er búin að vera úti að bruna í dag í þessari flottu brekku sem er hérna á myndinni fyrir neðan. Víðir svaf fram eftir og var sofnaður kl: 11 í gærkveldi því hann var orðin úrvinda á því að búa í borg ótta og myrkurs á þess að sjá mömmu sína í allan þennan tíma.:) Gísli er búin að vera í vinnu og í ræktinni og að setja upp útijólaljós svo það er búið að vera nóg að gera hjá öllum. ÞIð sem eruð að faa á djammið í kvöld gangið hægt um gleðinnar dyr og við hin sem heima sitjum hlæjum að þeim í laumi þegar þau reyna að skrönglast heim á pinnahælunum og blankskónum í hálkunni.:) Megi kertaljós og kökuangan koma ykkur í jólafílinginn og ylja ykkur um hjartarætur. knús INGA
svona litu eyjarnar út þegar ég vaknaði í morgun fallegt ekki satt... en ég gat lokað hurðinni aftur á kuldann...
1 ummæli:
Rosa jóló. Frostrósardropinn er æðislegur.
kveðja Sigga
Skrifa ummæli