Vaknaði fyrir allar aldir í morgun og var ekkert sérstaklega glöð með það. En þetta er svona stundum . Ég átti svo sem eftir að gera fullt af hlutum í allan dag svo mér veitti ekkert af tímanum. Ég byrjaði morguninn á að gera heita rétti fyrir vinkonu mína, fór í búð og síðan í útskriftarveisluna sem var mjög myndarlegt allt saman og skemmtilegt. Ég bara varð að koma við uppi á sjúkrahúsi og kíkja á lillann litla hennar Þóreyjar hann er nú meiri dúllan. við vildum meina að hann væri strax orðin frekur eða væri allavega að testa mömmu sína hvað hann kæmist langt með hana en....come on Nú sit ég hér með U2 á fóninum og blogga á nylonsokkabuxunum .,Gísli minn er í baði og að raka sig SVO ERUM VIÐ AÐ FARA 'A SKRALL.....mmmm ég hlakka til við verðum ekki svikin af matarboði hjá Kristjönu og Júlla ... ég er orðin svöng verð að hætta núna og koma mér í tuskur,setja upp andlit og drífa mig. Og eins og oft er nú sagt þegar vín er haft um hönd "Mér þykir svo vænt um ykkur" nóttina góða elskurnar. INGA
Það er lítið eftir í eldstæðinu þegar þetta er skrifað... enda er verið að fara út á lífið :).....
1 ummæli:
Sniðugur krukkukallinn frá Siggu. Ooo maður verður bara pínulítil stelpa og fær Fossgötufíling af að sjá kertastjakann hennar ömmu Siggu löngu. Skrítið að manni skuli detta það fyrst í hug eftir öll árin í blokkinni og Múlaveginum ??
Vona að það hafi verið gaman hjá ykkur í gær. Fæ örugglega skýrslu seinna í dag, ég skal leyfa þér að sofa til svona 12.
Skrifa ummæli