fimmtudagur, 20. desember 2007

Langþráð jólafrí...

Ég er komin í frí... langþráð jólafrí. Ekki fyrir það að mér finnst alltaf gaman að fara í vinnuna og vera með krökkunum það er bara svo gott að pústa inn á milli. Dagurinn í morgun var voða skemmtilegur þá sýndu allir atriðin sín og svo var dansaðí kringum jólatréð á bókasafni skólans.. Verð þó að segja að það fannst mér ekki nógu góðhugmynd. Þar var bæði þröngt og heitt og þeir sem ekki nenntu að dans fóru að skoða bækur. Ekki alveg það sem lagt var upp með. Ég er svo að fara í framköllun á eftir( lit og plokk) ekki ætla ég nú í jólaköttinn og fer svo á morgun í klippingu og lit,hlakka til þess. Lokahöndin á jólaumstanginu er að bresta á ég á bara eftir að pakka inn gjöfum barnanna minna og eiginmanns. Geymi það þangað til á þorláksmessukvöld þegar allir eru farnir að sofa . Þá fæ ég mér smá rauðvínsdreitil kveiki á kertum og pakka inn síðustu gjöfunum og lít svo glöð og ánægð yfir það sem ég er búin að áorka á í lífinu. Og eins og venjulega rennur lítið tár úr hvarmi yfir því hvað ég er heppin í lífinu og hamingjusöm. Þú vansæla manneskja líttu í hug þinn og sjáðu að þar er einhversstaðar ljós sem lýsirþér sumir þurfa að leita aðeins lengur og betur. INGA






Þennan skemmtilega jólapoka gerði Aðalbjörg langamma Hindar og gaf henni fyrir nokkrum árum....
þetta hjartaskaraut settum við á jólatréð í ár en langaamma Hindar gerði það líka...
Fékk þetta frá samstarfskennaranum mínum fyrir 2 árum og svo jólapuntuhandklæði í fyrra. Er búin að fá pakkann í ár og bíð spennt....


fékk þetta einu sinni í brúðargjöf frá einu leikskólabarni sem ég var að passa :) æði... (gifti mig á gamlaársdag 2002)



fengum þetta í jólagjöf frá Glitni núna.... veit ekki alveg hvað mer´finnst um þetta ...




6 ummæli:

Sigga sagði...

Hæ þetta er ég. Hva, maður hefði nú haldið að heill banki gæti bara gefið manni slatta penge en ekki eitthvað járndrasl :) Ætli hugurinn verði ekki bara að gilda. Sit hér í rykhnoðrum upp að ökklum og nenni ekki að ryksuga. Æ þau hljóta nú að koma jólin fyrir það. Fór út að skokka áðan og kom við inni í garði og skilaði jólakveðju frá þér til Ömmu Siggu löngu og Kollýar. Það er svo fallegt inni í garði núna það er komið svo mikið af ljósum.
Heyrumst

Anna Lilja sagði...

Hæ bara að prófa kv Anna

Anna Lilja sagði...

bara að prófa aftur kv Anna

Berglind sagði...

vona að þú framkallist vel,og velkomin í JÓLAFRÍ gaman gaman og jólin alveg að koma..

inga Heiddal sagði...

Æ nú fór ég að skæla Sigga . Auðvitað skilaðirðu kveðju frá mér. En það er hættulegt að segja svona við mig í desember það er eins og tárapokarnir fái frjókornaofnæmi á þessum tíma.... knús og koss INGA PING

Goa sagði...

Ég fer auðvita líka að skæla...tárapokarnir mínir eru alltaf með ofnæmi!!
Núna lenti min lille son...er að bilast...varð að fá mér rauðvínsglas áðan..:) Núna ætla ég að gera heitt kakó og baka scones!Búin ða kveikja öll kerti heimilisins og úti líka..:)
Flottar myndir hjá þér...svo jólalegt!
Til hamingju með jólafríið..njóttu vel!
Ástarkveðja...alltaf!!