Já loksins kom það. Það er eins og maður verði bara að hugsa stíft um eitthvað þá rætist það. Það var yndislegt veður í dag nánast logn og smávegis af svífandi snjókornum. En fljúgandi hálka... já maður getur víst ekki fengið allan pakkann á bleiku skýi. Alla vega í dag var ég að pakka smá inn af jólagjöfum það var gaman og keypti 3 deig af smákökum.... já já mér er alveg sama ég nenni ekkert að vera að hnoða eitthvað upp í einhverjar dellur ég vil bara fá lyktina og fýlingin. Það verður að vera til eitthvað
" heimabakað" fyrir gesti þegar þeir koma í heimsókn :)
Myndin hér fyrir neðan var tekin áðan það er fallegt að horfa yfir bæinn frá húsinu okkar þegar gott er veður. Bið að heilsa í draumalandið ykkar í nótt og skilið kveðjum til allra sem ykkur dreymir frá mér. knús! INGA
fallegt að horfa frá Fjólugötunni yfir bæinn...
útiluktin mín, ég á eina jóla og svo eina heils árs en hún er í fríi núna...
3 ummæli:
Af öllu öðru ólöstuðu finnst mér hjörtun æðisleg. Ég langar líka ha ha ha stóra systir (var þetta ekki flott hjá mér). Var að skera niður hreindýra og villigæsapaté handa kennaraliðinu í kvöld. Reddari og hvítvín, paté, súkkuaði og næs.
Knús og kremja litla syst.
Sæl Ingiríður Rósmunda.
Ef þú hefur ekkert við tíman að gera þá langar mig í svona hjörtu. Takk takk, alltaf gott að eiga svona myndarlega vini. Æðisleg síða hjá þér og ekki hægt að missa úr degi við að kíkja hérna inn. Ég ætla nú samt að fara að kíkja til þín til að dást að jólaskrautinu öllu. Kær kveðja Bumbulínu Tóta.
Flott hjá þér!!
Hjörtun æði...og hrikalga flott myndin af bænum!!
Puss og kram!
Skrifa ummæli