Já já ég skorast ekki undan þessu en ég veit ekki um neitt slæmt um mig svo að ég skrifa bara eitthvað gott um mig.... Var að fá útnefnigu til verðlauna um eitthvað og á að skrifa 7 atriði um sjálfa mig...(Þó að ég viti ekki um neitt slæmt um mig þá þýðir það ekki að ég sé eitthvað heilög og montin, er bara nýkomin af sjálfstyrkingarnámskeiði og uppbyggingu á andlegu hliðinni að ég er búin að gleyma öllu slæmu ef það hefur þá einhverntímann verið eitthvað :)
nr 1. Ég elska fólk.
nr 2. Hef mikið og gott samband við alla mína nánustu fjölskyldu og vini
nr 3. Færi aldrei út ómáluð og hef ekki gert í 27 ár
nr 4. Nýt þess að sofa frameftir og ekkert annað skiptir mig máli þá stundina.
nr 5. mínu takmarki er náð ef ég næ að gera eina vansæla manneskju ánægða.
nr 6. Hef mikið gaman af því að skemmta mér og öðrum
nr 7. Ég elska að lifa lífinu lifandi.
Jamm þetta er víst ég í hnotskurn...Þessi mynd segir nánast allt um mig... þótt furðulegt megi virðast.
luv ya good night...
3 ummæli:
Svona á að gera þetta þrefalt Húrra fyrir þér þú ert frábær
Fjórfalt húrra!!!
Flott hjá þér...jákvæða kona!!
Tek undir með hinum fimmfalt húrra.
Það er nú ekki amarlegt að setjast fyrir framan tölvuna nývöknuð og fá svona jákvæðnis púst í andlitið hehe. Nú er bara spurning um að horfa jákvæðum augum á draslið og hundahárin og fara að þrífa.
Skrifa ummæli