laugardagur, 22. desember 2007

hár og heilög mynd.. :)

Það gerist nú bara ekki fallegra en þetta...



Já ég er mikið búin að hugsa um hvort myndirnar hér að neðan séu blogghæfar. Er svo sem ekkert mikið fyrir að sýna mig eins og nautgrip. En svo hugsaði ég bíddu...þetta eru flestir vinir mínir sem fara á síðuna mína og sjá mig á hverjum degi eða fjarlæg fjölskyldan og vinirnir sem ekki hafa séð mig lengi nú og þið hin sem aldrei hafa séð mig og þekkja mig ekkert verða bara að láta sér þetta líka :)... Vaknaði snemma í morgun veit samt ekkert afhverju kannski er ég að fullorðnast eða bara svona spennt að bíða eftir jólunum . (Vonandi Það síðarnefnda) hitaði mér kaffi sem ég geri ekki oft svona í morgunsárið en ég var alein heima. Kallinn farinn í vinnu og Hind gisti hjá Telmu vinkonu. Ég gekk svo um húsið og kveikti á öllum jólaljósum sem ég fann og naut birtunnar sem af þeim varð.Þegar ég er búin að fá nóg af íhugun þá ætla ég að klæða mig upp og fara í bæinn að kaupa jólagjöf fyrir mann vinkonu minnar sem er alveg lost og veit ekkert hvað hann á að kaupa handa henni. mmm... ég gæti unnið við það að versla fyrir aðra mér finnst það svo gaman. En nóg í bili sjáiði myndina samt þarna efst á síðunni... þetta gerist nú varla fallegra.. enda í mínum gamla heimabæ.. uhuu..mm ég sakna hans. INGA



jólarósalengjan mín sómir sér svo vel...








Bara sátt við hárið Finnst það bara þrælfínt en mikið hefur frúin eitthvað elst....hvernig stendur á því? jú það er bara kroppurinn sem eldist en hugurinn verður alltaf twenty something....jibbý!!!





5 ummæli:

Berglind sagði...

sé að þú hefur framkallast vel en ekki sé ég nein ellimerki bara mjórri í framan og fer þér vel,frábært hár.gleðileg jól.

Goa sagði...

Sæl elsku fallega kona!!
FLOTT á þér hárið...mig langar líka svona...huhu!!
Ég stel Seyðó myndinni...vonandi ok!
Gott að allt er að bresta á núna...Það verður víst party hérna á annan...þið eruð velkomin..:)
Jólakveðja til allra...frá mér!

syrrý sagði...

Bara drottning. Þessi klipping fer þér mjög vel og þú ert mega flott. Alltaf sami prakkarasvipurinn á þér samt :) Megi þú og fjölskyldan þín eiga yndisleg jól. Jólakveðja frá hundakonunni á Hurðarbaki.

"Gleðin og góðviljinn eru aflgjafar lífsins og tengja
hjarta við hjarta og sál við sál"

inga Heiddal sagði...

Æ takk Syrrý mín og megi englar alheims gefa þér og þínum gleði og farsæld á jólum og nýju ári.

Gusta sagði...

vóó géllan þú lýtur ekkert smá vel út Inga mín jólakveðja Guðsteina