miðvikudagur, 19. desember 2007

19 tímar í jólafrí...:)

GGGeisssp... ég er syfjuð það verður að segjast eins og er. Veit ekki hvenær ég sofnaði en það var seint því ég er að lesa svo spennandi bók eftir Henning Mankel flottur höfundur. En í dag og í morgun var kátt á hjalla í skólanum þar voru haldin litlu jól í stofu og generalprufur á verkum nemenda. Þetta verður svo allt sýnt á jólatréskemmtun yngra stigs í fyrramálið. Eftir það er ég komin í JÓLAFRÍ!! mmm... hvað það verður ljúft bara að dingla sér. B'uin að öllu svo gott sem. Við vorum með pakkaskipti ég og vinkona mín sem ég hitti einu sinni í viku og við gerum eitthvað skemmtilegt saman og í mínum pakka voru þessir dásamlegu englar og flottur jólapoki með kertum í . Takk Takk Sigga mín. Við ætlum svo að hittast í sundi á í kvöld og þá á að taka á því ég nefnilega borðaði nammi í dag :( Fór og dúllaðist í litla prinsinum henna Þóreyjar í dag og fékk að skipta á honum og aðeins að knúsa hann . Hann er svooo lítill. :) Elskurnar! ætla að halla mér í smástund eins og gömul geit þangað til ég fer að elda matinn sem verður hollusta ofan á hollustu mögur svínalund með ffuulltt af ofnsteiktu grænmeti mmm... Heyrumst þegar ég er komin í jólafrí. Elskiði hvort annað þangað til. INGA



Stóðst ekki freistinguna og keypti mér þessi tekertaglös fannst þau svo dásamleg.... þau voru mjög ódýr:=(
ég fékk flottan saumaðan jólapoka fullan af tekertum frá Siggu vinkonu minni...

fékk þessa sætu engla frá henni líka...

1 ummæli:

Sigga sagði...

Falleg gjöfin frá Siggu. Og kertaglösin mmm.. þau eru æðisleg.
Var að vakna hálf drusluleg, það voru litlu jól kennara í gærkvöldi, hangið kjet, uppstúfur, jagemaster og ýmislegt annað gott...æ ég bara hringi í þig með update.
Knús lille söster