Jæja þá er stærsti dagur í hugum margra liðin. Hjá okkur var hann bæði gjafmildur og góður. pakkaflóðið var þannig að sumum þótti nóg um. Þakklæti skein úr hverju auga og gaman var að sjá heimasætuna hvað hún var ánægð með allt og unglingurinn orðin svo þroskaður að hann einnig var ánægður með allt. Plott var í gangi hjá sumum fjölskyldumeðlimum að kaupa handa fjölskyldunni, frá hinum ýmsu jólasveinum eins og þessa gríðarlegu bílabraut við lítin fögnuð húsmóðurinar. Þegar hún var sett saman þá náði hún yfir meirihlutn af sjónvarpsholinu...Maturinn var stórkostlega góður en við vorum með Kengúrufillét með öllu tilheyrandi og jólakaffibúðinginn góða í eftirrétt.
Í kvöld er förinni heitið í matarboð hjá tengdó í gamaldags hrygg með öllu tilheyrandi mmmm... ég hlakka til. Ákváðum að hafa ekkert hangikjöt þessi jól. Það fer ekki vel í marga og tala ég þá fyrir mig sérstaklega svo eg kýs hrygginn framyfir hangið ket. Jæja það er endalaust verið að kalla á mig að taka einn hring í bílabrautinni. Verður maður ekki að sýna lit og prófa Heyrumst á morgun hafið það sem rólegast í dag og á morgun . INGA
bjúgnakrækir (Víðir) og ketkrókur ( G'isli) keyptu "stóra!!" bílabraut handa fjölskyldunni... :O( frúin gat bara ekki samglaðst en hún reyndi....
litlu börnin leika sér...
fékk þessa stórkostlegu mynd frá bestustu Önnu Liljunni minni. (Anna mín ég kann ekki að taka þessu ég veit ekkert hvernig mér á að líða með þetta )
flott vinegar flaska og gamaldags klukka kenmur sér vel í eldhúsinu... tala nú ekki um þegar nýja eldhúsið kemur....
þessa stóru og þungu stjaka fengu hjónin saman...
frúin fékk fallegan glerbakka og þennan fallega jólastjaka...
3 ummæli:
Elsku bestasta besta Inga mín.
Myndin átti nú bara að gleðja þig, ekki að valda neinu hugarangri :)
Njóttu hennar bara, þetta var það sem þú þráðir svo heitt og ég þráði það að hún færi á góðan stað. Betri staður gat það ekki verið en fallega og hlýlega heimilið þitt. Gleðileg jól elsku vinkona og takk fyrir að vera til.
Þín Anna Lilja
Æi, hvað þetta eru fallegar jólamyndir!! Maður alveg finnur fílinginn. GOtt!
Gaman að þú skyldir fá svona FÍNA bílabraut..:) Passar vel inn..*hlær*
Nú get ég líka montað mig...nu á ég líka myndir frá Önnu Lilju, fengum frá tengdó!! Kannski ekki jafn stórar og þín en, jafn flottar og tvær og enginn í sverige á svona...frábært! SKilaðu kveðju til hennar...er svo ánægð og finnst hún svo flink!!
Hjartans jólakveðja frá Gúu gömlu..:)
...ég get nú ekki sagt að mig hefði langað í svona bílabraut. En ég veit um tvo stálpaða stráka (18 og 42) á þessu heimili sem hefðu þegið það. Tvo tíma að setja saman og svo ætlar húsmóðirin að ryksuga eftir korter, híhí, ganga frá !! "Allir fá þá eitthvað fallegt" á greinilega vel við hjá þér, þó ekki séu það kerti og spil.
Kveðja frá Seyðis
Skrifa ummæli