miðvikudagur, 20. janúar 2010

Vælubíllinn!!!

~~**~~
Fjörðurinn minn fagri skartar sínu fegursta
***

***
***


***


***

Svona lítur nú út í firðinum mínum fagra og eyjunni minni fögru í dag. Engin snjór, 7 stiga hiti og bara næs... Vildi samt að ég gæti verið aðeins ferskari og farið út ...Í ofanálag af þessari aðgerð minni sem ætlar að taka helmingi lengri tíma að jafna sig en venjulega, þá fékk ég einhvern flensuskít og er búin að vera enn tuskulegri en venjulega. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get gert til að þetta fari allt til fjandans og komi ekki aftur... Afsakið orðalagið en það er bara fokið í flest skjól hjá mér ég er eiginlega alveg komin með upp í kok og aðeins lengra ef hægt er af öllu þessu. Þetta á ákaflega illa við mig og mér finnst ég bara þróttlausari með hverjum degi í staðin fyrir að uppbygging eigi sér stað. Áætluð ferð okkar hjóna með vinafólki er í uppnámi vegna mín og það þoli ég ekki. En við eigum pantað í leikhús og á hótel um helgina í borg ótta og myrkurs... og veit ég svei mér ekki hvort ég treysti mér en ég ætla þó að leyfa þessum degi og morgundeginum að líða og sjá svona hvort ég braggast ekki eitthvað... Þetta á reyndar bara að vera dekur út í gegn svo að það ætti bara að gera mér gott... en við sjáum til. Annað er nú lítið að frétta af mínu auma lífi. Ef allt væri eins og það á að vera gæti ég líka verið á leið minni í svaðilför austur á land á hið árlega þorrablót Seyðfirðinga ...:O( þar sem allir mínir vinir og fjölskylda koma saman og eiga frábæra helgi. Mér tókst þó að afvegaleiða nokkra af mínum vinum sem lofuðu að fara ekki austur heldur fylgja mér næst...:O) Gott að eiga góða vini!!!! En jæja elskurnar þið fyrirgefið mér vælið en þetta er staðan á sál minni þessa daga... Að öllu venjulegu vorkenni ég mér aldrei hef alltaf átt dásamlega daga.. Ég kann ekki alveg að vera svona eins og ég er og þess vegna er þetta nú svona.. Prófaði Pollýönu á þetta og allt en það bara virkaði ekki nema í smátíma... En þetta er allt á uppleið ég trúi því statt og stöðugt!!!
Heilsur á ykkur .
Ingibjörg ofurvælari!!!
***
Eyjan mín fagra


***

3 ummæli:

brynjalilla sagði...

gott að það er svona fallegt í kringum þig Inga mín, taktu því rólega, þetta kemur allt saman. Knús frá Akureyri

Nafnlaus sagði...

Þetta kemur það er öruggt, meiri þolinmæði og meiri Pollýana,svo verður þú farin að hlaupa á fjöll fyrr en varir Knús úr Hveró

Synnøve. sagði...

Godmorgon goaste vännen.
Ser du bytt bild i headern igen hihi....
Jag blir så glad när du gillar mina bilder ska du vet. Så låna på du bara.
Säg till om du vill ha orginalbild utan vattenmärkning så kommer det på mail.

Dina bilder här älskar jag.
Den bilden på kyrkan tex. Står det nått ovanför kyrkan? I snön?
Det är en sådan vacker färg på kyrkbygget.

Här har vi haft lite kallt igen. Igår var det minus 17 grader ute.
Men idag visar termometern återigen 6 minusgrader.

Hur är det med dig? Bra hoppas jag. Inte sett dig på ett tag. Varken här eller på facebook.

Snälla Inga, kan du inte sända mig de tre bilderna du har på den blåa, vackra kyrkan? Så vackra....

Nu ska jag ha en kopp kaffe. Måste vakna. Jobbar.
Sköt om dig och hör av dig snart.
Kramen Synnöve.