Það er orðið langt síðan ég kíkti hér inn enda hef ég haft í mörgu að snúast. Jólin að ganga úr garði sem á allan hátt voru róleg og notaleg fyrir utan veikindi hjá mér sem ég nenni ekki að ræða um núna. Geymi það þangað til ég er tilbúin að tala um það og kannski sýna ykkur myndir. Þetta er aðvörun í leiðinni um að það blogg verði ekki fyrir viðkvæma. En nóg um það. Aðfangadagskvöld var fámennt og góðmennt þar sem við borðuðum bara 3 saman ég, mjói minn og Hindin mín. Það var mjög notalegt, en ég er heldur meira fyrir aðeins fleiri og aðeins meira fyrir að þurfa að hafa meira fyrir hlutunum. Trommarinn minn vann frá sér vitið um hátíðirnar og hlakka ég til að sjá hann í næstu viku þegar hann ætlar að k0ma í heimsókn í eina viku. Hlakka til að knúsa hann en því miður get ég ekki stjanað við hann að þessu sinni (vegna veikindanna sem ég talaði um að nenna ekki að tala um) En hann stjanar þá bara við mig í staðinn. Hann gerði það síðast þegar hann kom. Bakaði allar smákökusortirnar ásamt systur sinni. Tengdó borðuðu ekki heldur hjá okkur að þessu sinni en þau komu svo til að fylgjast með heimasætunni taka upp pakkana sína. Afmæli Hindarinnar var svo haldið þann 27. des við mikla gleði og hávaða í 14 skríkjandi stelpum og tveimur ófeimnum strákum. Þetta sá mjói minn um allt aleinn og sjálfur. Þar sem ég hékk inni í bæli og varð veikari og veikari sem endaði með innlögn á spítala seinna um kvöldið. (En ég ætla ekki að tala meira um það núna..:))
Ára´mótin voru með rólegra móti líka þar sem ég fékk leyfi til að fara af spítalanum og borða gómsætan kalkúninn hjá Rannveigu tengdu. Við skutum svo upp flugeldunum að þessu sinni hjá Helgu og Geir en ég missti af því eiginlega öllu þar sem hreyfigetan var lítil. Ég var svo komin á hús hinna sjúku kl 24:15. (Og enn og aftur berst þetta í tal)
Erfitt að sleppa því öllu þar sem þessi tími fór að mestu í þetta (&%$)&%...
En hér sit ég og er að braggast. Eða vill trúa því. Ég var útskrifuð í gær af sjúkrahúsinu og þarf að vera í bómul um óákveðin tíma. Ætli ég verði ekki að hlýða því í þetta skiptið!!!
Hér fyrir neðan eru myndir úr afmæli Hindarinnar og frá aðfangadagskvöldi sem ekki voru margar að þessu sinni . Það verður bætt úr því næst ( vonandi)
Við skulum muna að líta ekki á lífið alltaf sömu augum því það er ekki sjálfgefið að lifa því eins og maður kýs. Með þessum orðum ætla ég í draumalandið og óska ykkur velfarnaðar á nýju og vonandi gleðiríku ári fyrir okkur öll...
Ingibjörg afgangur..
~~**~~
Svo fallegt og jólalegt.. Hlaðið jólatré sem heimasætan sá um...
Felumynd af Yasmín sem bíður eftir jólamatnum sínum...
Orðnar sætar og fínar fyrir aðfangadagskvöldið...
Mín að druslast við að reyna elda...
Allt að verða ready...
Fjólublátt var þemað á borðinu þetta árið!!!
Fjólublátt var þemað á borðinu þetta árið!!!
5 ummæli:
Hej på dig ängeln :D
Tusen, tusen hjärtligt tack för den fina ängeln. Den står tillsammans med mina andra änglar på barskåpet.
Du överraskade mig verkligen.
Ser att julen var bra även hos er.
God mat (hm) och härligt mys med familjen.
Jag glömde som vanligt att ta bild på vårt julbord. Men ska leta fram en bild från i fjor så får du se.
Önskar dig och familjen ett riktigt gott 2010 nu.
Har en önskan...
Att få möta dig.
Kramen från nabolandet.
Maken hälsar.
Synnöve.
Hei sys. Fallegar myndir af fallegu fólki í sínu fínasta pússi :)
Greinilega fjör í afmæli heimasætunnar:)
Kreist á Víðir þegar hann kemur.
knús, sys.
Bilden är din min goe vän.
säg till om du vill ha den orginal så sänder jag den till dig.
Kramen Synnöve.
Takk fyrir fallegar myndir.Heilsist þér vel besta mín knús í hús FRÆIÐ..
Flottar myndir! leitt að heyra um heilsuna en gott að hún er að koma til baka :o) Kv. Helga
Skrifa ummæli