sunnudagur, 31. janúar 2010

Lokakafli!!!!.. úr viðjum veikindanna!!

Góðan daginn gott fólk...
Þetta verður stutt blogg og endir á mínum þunglyndislegu hugsunum og líðan undanfarnar vikur og mánuði. Nú líður mér vel og allt á góðri leið. Langar bara svona að þið vitið það. Búin að stúdera það mikið síðustu vikur hvernig leiðin sé upp á við og hvernig best er að komast út úr veikindum af einhverju tagi. Hafðu húmorin í lagi eins lengi og þú getur. Reyndu að fá allan þann svefn sem þú þarft á að halda þá ganga hlutirnir mun betur á meðan þú ert vakandi. Ekki loka þig inni!!! Ekki liggja of lengi í rúminu. Ef þú treystir þér til vertu þá innan um fólk en ekki láta neinn segja þér hvað þú átt að gera og hvað ekki. Því verður þú að stjórna algjörlega sjálf. Þegar hugurinn er í lagi þá ertu fljótari að ná þér af líkamlegum veikindum. Þegar líkaminn er í lagi þá ertu betur í stakk búin að takast á við sálartetrið. Þetta er ég allt búin að reyna síðustu vikur og þegar maður hefur vit á að hjálpa sér sjálfur þá gengur allt miklu betur. En ef ekki þá verður maður að fá hjálp til þess. Í þetta skipti gat ég hjálpað mér sjálf og er ég mikið glöð með það.
Ég er þakklát fyrir vini mína og fjölskyldu og ég er þakklát fyrir að hafa fengið meta lífið frá öðru sjónarhorni. Við skulum muna það enn og aftur að það er ekki á allt kosið í henni veröld. Þú ræður þínum örlögum það er ég handviss um... Allavega með hugarfarið í góðum gír.
Næstu blogg verða bara um ánægjuna og gleðina í lífinu.
Eigið góða viku í vændum. INGA
***



***
***

***


***

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú stendur þig vel
þekki þetta hugarástand mög vel
af eigin raun
Baráttu kveðja
Fúsi Gunn

inga Heiddal sagði...

Æ takk Fúsi minn sömuleiðis!!!

Goa sagði...

Æi, þú ert svo yndisleg!...og ég er sammála Fúsa, þú stendur þig vel. Og ég er ótrúlega stolt af þér!

Og ég á þig!

Fullt af baráttukveðjum elsku Ingan mín.

inga Heiddal sagði...

Takk sömuleiðis bestasta mín!!

Nafnlaus sagði...

Frábært blogg hjá þér eins og alltaf elsku Inga mín. Núna er bara bjart framundan og lífið brosið við þér. Mjög erfitt að ganga í gegnum svona veikindi ofaná veikindi. Risa knús til þín. Kv. Þórey

Sigga sagði...

knús syssin mín :*

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að segja það áður og segi það aftur þú ert hetja reyndar OFURHETJA!!! knús knús úr Hveró :)

inga Heiddal sagði...

TAkk dúllurnar mínar!!!

Gusta sagði...

heyr heyr þú ert bara flottust Inga mín góðan bata knús Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Sendi þér líka knús og hlýju ! kv. Lene

inga Heiddal sagði...

Æ takk Lene mín Voða var gaman að sjá þig hér inni!!!

Nafnlaus sagði...

Dásemd :) Gott að allt er á uppleið Inga mín,
luvya
Ólöf