sunnudagur, 10. janúar 2010

Grímuball og gleði!!!

Leppalúði ljóti... en undir niðri er hann besta skinn...
~~**~~
Góðan daginn... Þá er nú allt á uppleið á þessu herrans ári 2010... Hopefully. Þarf að fara til reykjavíkur á þriðjudaginn til að fá úr því skorið þó. Hef ekki enn brjóst í mér til að sýna ófögnuðinn á síðunni en ég veit að það kemur að því. Ég er allavega voða róleg. Þrettándinn um garð gengin og við svo heppin hér í Vestmannaeyjum að vera alltaf með heila helgi og annan og þriðja í öllu bara til að teygja gleðina sem lengst. Bara gaman. Ég fór í pínu stund á grímuball á þrettándanaum með Hindinni minni og Margréti vinkonu hennar. Ég bjó þær og málaði upp sem mitt aðaláhugaefni Nefnilega 80´s... Ohhh þær voru svo flottar. Mjói minn útbjó svo stórt plakat sem þær héldu á á milli sín. Þetta er mitt uppáhald að vera í grímubúning . Engin leið að lýsa því hvað mér finnst það gaman. lét fljóta með tvær myndir af mér líka í þessari múnderingu síðan á síðastu diskóhátíð... Svo eru hér myndir af allskyns furðuverum sem ég STAL á einni feisbúk síðu... Það hlýtur að vera í lagi!!!! Takk fyrir það Jóhanna...:O)En annars færist daglegt líf mitt í fastar skorður eitt hænuskref á dag eins og sólin...Það er bara gott að geta fylgt sólini eftir. Ég vona að janúar verði léttur í lund og ekki með nein leiðindi veðurfarslega séð. Bið að heilsa ykkur í bili... Inga sem er öll að koma til¨!!!!




~~**~~




Jólasveinn á leið heim...

sjáumst á næsta ári...


tröllashrek...



einhver ófögnuður...

~~**~~
Grímuball


ég á leið á diskohátíð í fyrra...




þarna líka...





Svo flottar á leiðinni á grímuball!!!!
einnig má sjá myndir af þeim og fleirum inni á http://eyjafrettir.is

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ!!! sætustu skvísurnar!!!

Berglind sagði...

flottar skvísur, ég kíki nú alltaf á bloggið þitt þó ég sé léleg að kommenta, alltaf jafn gaman að því :)

Gusta sagði...

ekkert smá flottar skvísur og Hindinn alveg eins og mamma sín heyrumst þegar þú kemur í bæinn knús og kossar Guðsteina

Synnøve. sagði...

Hei Inga.

Nice pictures from another of your festivals in Iceland.

Someday I must be there and enyoj it wiht you.
Today we have minus 24 degress cold. So its warmer today than it was yesterday.
But today we had no water again. Its frozen...
Must go down to the basement and move the heater so we can have breakfast.

But I wish you a verry pleasent day in the country of my dreams.
Hugs Synnöve.

Nafnlaus sagði...

Það er fræið sem á fyrsta commentið
Knús úr Hveró

Nafnlaus sagði...

Sá einmitt mynd af Vigdísi Hind á eyjar.net, var að leyta af mynda af Sigríði Lilju, en fann þína skvísu í staðin, bara flott :)
Knús
Ólöf

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.