miðvikudagur, 10. desember 2008

Vinavika og fl....

~~**~~
Sæll bloggheimur!!!
Dásamleg vinavika er nú í skólanum hjá starfsfólki og er búið að vera mikið gaman. Erum að fá pakka og orðsendingar frá leynivinum okkar og er mikið pælt hver er vinur hvers. En það er alveg greinilegt að minn vinur þekkir mig vel og veit hverju ég er hrifnust af. Þvílíka pakka er ég búin að fa´og hafa slegið í gegn hjá mér. Lokin eru svo í kvöld sem enda á jólahlaðborði og skemmtiatriðum , heimatilbúnum og auðvitað er mín í atriði. Hlakka bara til. Það er munurinn á mér og henni systur minni. Ég veit að hún myndi ekki láta sjá sig þarna í kvöld ef hún vissi að hún ætti að vera í einhverju hlutverki. Sem sagt ég athyglissjúk en hún einhverf að öllu leyti og bróðir okkar þarna einhversstaðar á milli... Er að fara með Gubbólfi Herjólfsyni á laugardagsmorguninn og kem heim aftur á mánudagskvöld. Get alveg viðurkennt að ég er ekki alveg að nenna því en ég verð víst að fara. Dauðkvíði eiginlega fyrir þar sem annar jafnvægisugginn á skipinu er bilaður og hef ég fre´tt að dallurinn sé eins og korktappi í vissum áttum... OJOJOJOJ.... Fjandinn hafi það. En það er bara að grípa til hennar Pollýönu og brosa í gegnum æluna. Óska Ykkur góðs kvölds og heyrumst síðar. INGIBJÖRG ÆLUDALLUR.
~~**~~
Fyrsta daginn fékk ég svona svamp og bodyscrub...mmm...
Annan daginn fékk ég þetta dásamlega hjarta sem fór strax í punt hjá mér...


Og í morgun fékk ég þessi snjókorn og....

stjörnu ásamt kaffipakka og súkkulaði sem ég át strax auðvitað en kaffið er þó til ennþá. Maður er nú ekki algjörlega gengin af vitinu og drekkur það upp á einum degi....
~~**~~




5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dýrð og dásemd eins og vant er
Knús úr Hveró

Sigga sagði...

En hvað þú átt yndislegan vin.

Þá veit ég af hverju svaraði ekki hjá þér áðan.

Knús og kreist sú félagsfælna

Berglind sagði...

Ekki skil ég í konunni að búa á eyju, flughrædd og ælandi sjóveik!!! mikil leggur hún á sig greyið og hún systir þín var ekki félagsfælin þegar hún var töluvert yngri en þetta hefur elst hratt af henni. knús

Goa sagði...

Þú átt skilið að eiga góða vini!
Elsku vinkonan mín!

Klemma...

Synnøve. sagði...

hei på dig.
Kikar bara in för att säga hej och att datan kanske är ok nu. det var en hub som inte ville bo tillsammans med våra mus. Kabeln till musen ialla fall. Så nu ska det funka bra.
Kramen vännen.
Synne.