Ég segi það satt ég ætlaði aldrei að nenna að byrja að blogga aftur. En vegna fjölda áskoranna þá druslaðist ég nú til þess núna. Það eru búnir að vera yndislegir síðustu dagar með gamla settið hér sem ég þjónaði á allan hátt eins og ég gat. Enda fóru þau héðan feit og fín í gærmorgun. Takk fyrir komuna elsku mamma og pabbi. Ég reyndi af öllum mætti að bæta ekki á mig grammi um jólahátíðina og tókst það bara vel. Ég fór í klukkutíma göngu alla dagana og er ég spræk sem sunnan gola sem kyssi kinn í þessu góða veðri dag eftir dag. Þó að einn daginn hafi ég rétt verið fokin fram af hömrunum í göngunni. Svo var nú friðurinn úti í gær þegar ég hélt upp á afmæli Hindarinnar minnar en hún varð 9 ára og er varla litla barnið mitt lengur nema í huga mínum. Það voru gelgjurnar saman komnar, já vinkonurnar allar með tilheyrandi flissi og töktum. En bara gaman. Hér fyrir neðan eru svo myndir af jólunum okkar og smá frá afmælinu. Það var ball í gær með sssól en við gömlu hjónin nenntum ekki!!!!! Er verið að grínast með það. ??? Það verður þá bara tekið á því á gamlaárskvöld í staðinn. Ég er mjög fegin að vera í þannig vinnu að ég er í fríi á milli jóla og nýárs. Það hentar ekki alveg þessa dagana að fara snemma að sofa ég er að lesa svo mikið skemmtilegt og nýt þessa að vaka langt fram á nótt þegar allir hinir eru farnir að sofa. Já ég er víst þessi b manneskja sem maður hefur heyrt talað um... Ég vil endilega stofna samtök fyrir okkur í þeim tilgangi að við fáum að vinna bara frá 11-5 og við getum þá vakað fram á nótt en vera samt útsofin:=). Nú er ég hætt í bili. Trommarinn vokir hér yfir mér og þarf nauðsynlega að komast í tölvuna til að spila world of warcraft.... Verð að leyfa honum það . Ég geri allt fyrir hann hann er svo stutt heima og fer svo til borgar ótta og myrkurs þann 2. Jan. En ég heyri í ykkur fyrr en varir. G'oða nótt fyrir þá sem ætla snemma að sofa en fyrir okkur hin þá segi ég eins og einhver sagði. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka...
~~**~~
Aðfangadagskvöld með foreldrum og tengdaforeldrum....
pakkarnir bíða eftir að verða opnaðir....
5 ummæli:
Glæsilegt afmæliskökuborð hjá ykkur, eins og við var að búast.
kveðja Sys
Hátiðlegar og fallegar myndir!
Sammála Sigríði...GLÆSILEGT afmælisborð!
Flott tertan hjá Hindinni..:)
Hjartanskveðja til ykkar allra...
Það eru allir sammála Sigríði
Bara flott hjá ykkur
KNÚS OG KVEÐJUR SIGGA fræ
Glæsilegt fólk og glæsilegar kökur
kv.
Hilda
Hej.
Ser ut som ni hade det bra....
Attans alltså...
Måste finna mig en språkkurs...
Kramen Synne.
Skrifa ummæli