mánudagur, 29. september 2008

Ýmsar pælingar....

~~**~~
Það sem heldur í mér lífinu þessa dagana er að ég get tekið myndir af ýmsum munum og séð að rykið sést ekki á myndunum....Ég hef svona verið að hugsa mér til hreyfings í þrifunum en alltaf gefist upp jafnharðann. Hef nóg að gera við að halda í horfinu svona þar sem mest er verið í húsinu sem er þá baðherbergi,sjónvarpshol og svefnherbergi. Horfi upp í stofu og fæ gæsahúð. Það væri hægt að skrifa ritgerð á húsgögnin af rykinu sem þar er en enn er verið að steypa og pússa og það á eftir að flísleggja heil ósköp svo að ég hef látið það eiga sig. Nenni ekki að gera þetta tvisvar það sem ég get gert einu sinni nema þá allavega með löngu millibili... Dagurinn í dag fór í læknastúss og dagurinn á morgun fer í það líka. Er að byrja aftur á lyfjunum mínum (fjandinn) en ég verð að viðurkenna að manni líður allavega betur. Það er svosem sama hvort maður er feitur eða mjór sumir ættbálkar verða einfaldlega að vera á þessu og ég held að flestar kellur í minni ætt séu að bryðja þetta svo þá auðvitað geri ég það líka. Var ekkert í vinnu í dag og fer ekki á morgun ætlaði að reyna að gera eitthvað hér heima í staðinn en það var ekki í boði þar sem þrek og þol var að skornum skammti. Lá í leti og las þangað til ég fékk svo mikin hausverk að augun ætluðu út úr hausnum á mér. Kemur í ljós á morgun hvernig járnbúskapurinn er hjá mér og hvort blóðþrýstingurinn er út af Ikea eða bara ég sjálf :=) Ætla að reyna að fá mig góða af þessu helv... Fyrir næstu helgi því að ég fékk einhvern fiðring fyrir hippaballinu sem er um næstu helgi. Hef svosem ekkert haft gaman af þessari tónlist frá hippatímanum en mér finnst svo gaman að djamma í búning það er allt öðruvísi en að djamma í betri fötunum. Enda er ég alltaf eins og hálfviti á þjóðhátíðinni eins og þið hafið kannski tekið eftir. En nú er ég hætt öllu tuði og kveð í bili góða nótt darlings. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá í dag og það sést ekkert ryk á þeim ..:=)


~~**~~
Tekið í stássstofunni þar sem aldrei er verið, nema þegar koma gestir... sem er aldrei eða þar um bil...:=)

óekta en alltaf svo sætar svona Daisy´s
Þessi bíða eftir að láta kveikja á sér en þori það ekki núna ef allt rykið myndi nú fuðra upp í leiðinni:=)
Aldeilis gott verður í dag en pínu kalt orðið og haustið í nánd....
börnin mín stór og smá... Þarf endilega að fara að mála þessa ramma hvíta... Skemmtilegt ljósbrot á annars sætum englamyndum....sem ég föndraði hér um árið....
~~**~~

laugardagur, 27. september 2008

Úr skálum reiði minnar.....

~~**~~
Góðan daginn allir saman...
Pollýönuleikurinn heldur áfram og ég bara að springa. Nú er ég eiginlega alveg búin að fá nóg af að búa ítrésmiðjunni Fjólugötu 21 og ekki nóg með það heldur er ég alvarlega að hugsa um að klippa fyrsta stafinn af Íkea og þá verður það bara Kea. Það er örugglega auðveldara að fá borðplötur og vaska hjá Kea heldur en Ikea... Ég meina viljiði vita hvaða svör ég fékk í gær??? Sko ég er búin að fá 3 borðplötur en vantar eina frá þeim. En svarið sem ég fékk var : JA þú verður bara að láta smíða fyrir þig síðustu borðplötuna í einhverri trésmiðju!!!! eruð þið að grínast??? Hvurn fjandann get ég gert að því þó að það sé eitthvert problem með framleiðendurnar þarna úti. Það á bara að fixa og það strax. Hún sagði mér að það væru 80 manns að bíða eftir svona borðplötu og að það kæmu 30 plötur eftir svona 2 vikur og hún vissi ekki hvort ég væri ein af þeim!!!! For the love of god ég er búin að bíða í 6 vikur eftir vaski og borðplötu. Fari þetta fyrirtæki enn og aftur til fjandans...
Jæja þá er það búið. Það er allavega búið að skipta um ofn hjá okkur og þá er hægt að halda áfram þeð þá hliðina.
AÐ allt öðru. Mér er ekki búið að líða svo vel undanfarið svo ég druslaðist til læknis og kom þá í ljós að ég er komin með allt of háan blóðþrýsting ( ég kenni Ikea um það) :=) svo að ég er búin að fara núna 3 í tékk og hann alltaf of hár svo að eftir helgi verður mælt í síðasta skipti og ef hann er enn svona há þá verð ég sett aftur á lyf :=(... Það finnst mér leiðinlegt. Fór í blóðprufur líka þar sem ég er grunuð um að vera alltof blóðlítil og járnlítil. ÞAð þætti mér ekki skrýtið þar sem ég dregst um þega ég er á því mánaðalega... Þó ég ætli nú ekki að fara að útlista því neitt nánar að þá leið mér eins og líki á meðan á því stóð. Hér fyrir neðan eru nokkra myndir af því hvernig við búum þessa stundina og frá öðru horni sjónvarpsholsins þar sem rent er að búa sem best og svo frá hinu horninu þar sem ég hef ekki undan við að reyna að halda í horfinu... En hvernig á annað að vera þegar maður reynir að flytja eldhús í sjónvarpshol. Eigiði góða helgi elskurnar ég ætla að reyna það allavega og ef það er mikið af stafsetningarvillum hér inni núna þá er það af því að ég er svo blóðlítil. :=)... tata.. INGA
~~**~~
"Blóðhlaupið auga Ingibjargar" heitir þessi mynd. ( ætli ég getir selt hana fyrir eina borðplötu?)
Þreyttust í heimi bæði af blóðleysi og borðplötum...:=)
eitt gott í mínu lífi er nýji ofninn minn ..... Elhús í uppbyggingu.....
.........................
~~**~~
Reynt að gera fínt í kringum sig á öðrum stöðum í húsinu....
Gaf þessa dásamlegu englakúlu í jólagjöf á síðustu jólum en fékk hana aftur um daginn. En þar sem Aðalbjörg amma hans Gísla lést um daginn þá vildu foreldrar hans að við fengjum hana aftur. Það er hægt að kveikja á henni og þá gefur hún frá sér svo fallegt ljós....
Beckham liggur eins og hráviður um húsið eða reyndar fótboltablaðið four four two....Betri helmingur sjónvarpsholsins...
Betri helmingur sjónvarpsholsins....
verri helmingur sjónvarpsholsins
verri helmingur sjónvarpsholsins...

~~**~~

miðvikudagur, 24. september 2008

Matarboð dag eftir dag eftir dag eftir d....

~~**~~
Gott Kvöld!!
Jamm það er munur að vera ekki með neitt eldhús. Maður er bara alltaf í matarboðum!! Góðan og gildan mömmumat hjá tengdu. Svosem hamborgarahrygg, kjöti og kjötsúpu og kjöti í karrý... Svo var okkur boðið í þennan líka ljómandi góða fiskrétt hjá Kristjönu vinkonu og hennes familj í kvöld. Ég er nú ekki með alveg nákvæmlega sömu uppskrift en fann þessa á netinu og er hún held ég nánast eins. Enda er ég ekkert viss um að Stjana mín hefði viljað útvarpa þessari uppskrift... Kannski er hún fjölskylduleyndarmál!!!! Svo höfum við nú borðað hjá Frikka Söngvasmið og hans ektaspússu. En þau eiga þennan eðal pizzaofn sem við erum búin að prófa.MMMM....Enn bólar ekkert á restinni af innréttingunni minni svo að ætli ég éti ekki jólamatinn af steingólfinu í eldhúsinu...$/%&$#:=(
Ein voða svartsýn.... thí hí.En þetta er nú samt voðalega ergilegt að geta ekki gert neitt meira út af einhverjum tveim hlutum sem vantar.
En ekkert meira tuð um það.
Í guðsbænunm eldiði þennan fiskrétt og drekkiði þetta vín með þá verðum við svo djollý og næs...
Till next...
Have a nice eins og einhver sagði..
Kv INGA hin ergilega
~~**~~



Tegund : Hvítvín Land: Spánn

Hérað: Penedés

Framleiðandi: Miguel Torres

Berjategund: Parellada

100% Parellada.Ljósgult með grænu ívafi, hunangskeimur og snerta af eik, hálfsætt.

San Valentin er vín sem er ekki kröfuhart og hentar með léttum mat. Léttkryddaðir fiskréttir af ýmsu tagi ásamt pastaréttum er matur sem smellur með San Valentin.


~~**~~





~~**~~

Karrý fiskréttur.
Fljótlegur og góður fiskréttur
Ýsa í bitum roðlaus og beinlaus.

Laukur,

Ostur,

Blaðlauksostur

Beikonostur

Matreiðslurjómi

Mjólk

Karrý

Aromat

Skerið 1 lauk og setjið í smurt eldfast mót, raðið fiskbitunum ofaná, þegar búið er að krydda þá með aromati og karrý. Bræðið í potti 1/2 Blaðlauksost og 1/2 Beikonost saman við ca 2-3 dl matreiðslurjóma og þynna með mjólk. Hella því síðan yfir fiskinn og inn í ofn, hiti 180 í ca 40 mín.

~~**~~

Gott að hafa með ferskt hrásalat,hrísgrjón og sojasósu og gróft brauð. Einnig má hafa með kartöflur ef vill.
Kristjana hafði reyndar kryddhrísgrjón í botninum á mótinu og var það mjög gott.....En þá má líka sleppa hrísgrjónunum með. Það segir sig sjálft!!!
~~**~~
Næsta uppskrift verður ekkert nema hollusta svo kíkið endilega inn öðru hvoru og gáið hvort eitthvað verði varið í hana...

~~**~~

sunnudagur, 21. september 2008

Ef ykkur langar til......

Að hlæja þá skulið þið endilega fá ykkur vinnu sem stuðningsfulltrúar og koma í partý til okkar. Jesús minn hvað er búið að hlæja þessa helgi. Ég er enn með harðsperrur í kinnum og maga. Við byrjuðum á að fara í pottinn hjá foreldrum einnar og fórum svo í Lionssalinn og borðuðum og vorum með skemmtiatriði sem voru alveg stórkostleg. Myndirnar skýra sig sjálfar og ég ætla ekkert að fara nánar út í þær. Laugardagurinn var pínulítið erfiður svona týbýskur hangover dagur en það var allt í lagi nema að við hjónin vorum boðin út á laugardagskvöldið en fórum ekki vegna leti.. Ég var fegin í morgun þegar ég vaknaði að þurfa ekki að takast á við enn einn hangoverdaginn. Eldhúsinu mínu miðar hægt en örugglega og vonandi verða næstu myndir af því meira í útliti sem eldhús en ekki bara fullt af rusli. Enn vantar þó vaskinn og eina borðplötu svo ég verð að hringja í skítafyrirtækið Íkea á morgun og spyrja frétta. Eigiði góða viku sem í vændum er og ég segi bara góða nótt í bili. Kv INGA partýtröll.


~~**~~
Ladyinn á leið í pottinn.....


Byrjað að hlæja í bílskúrnum hjá foreldrum Þóreyjar....
Bleikt var það heillin... en það var þemað og sundhettur.....
Þær voru misjafnar "sundhetturnar" sem var mætt með....
Fjör í pottinum....
tvær á leið í pottinn....

Sest til borðs í Lionssalnum.... Hobbitainngangurinn... en þær tvær sem eru hobbitar í hópnum mættu ekki á svæðið....
Hjördís að reyna við hobbitainnganginn....
Giuðbjörg Lilja þurfti heila bílskúrshurð til að komast út um ... við hinar létum okkur duga venjulegan inngang....
Lilja Rut í góðum gír....


Ég nýbúin að gefa Völu burtfarargjöf....
Þórey að hlæja yfir því hvað hún var kjánaleg á myndinni sem hún heldur á....
Og Olga líka.....
Og Liljurnar líka....


Vala að næra sig.....

Liljurnar í kasti.....
Thí hí þarna líka.....
Vala komin í burtfarargjöfina sem passaði líka svona ljómandi vel....
Hún mátaði reyndar ekki g strenginn fyrir okkur.....


Eitt af atriðum kvöldsins....
Manama na.... Dududurudu....

~~**~~

miðvikudagur, 17. september 2008

Hæ Pollýana hér!!!!!

~~**~~
Komiði sæl!! Pollýana hérna. Hvað er að frétta. Ég er hér með bros á vör alla daga yfir framkvæmdunum mínum... (not).. En það er þó farið að setja aðeins af innréttingunni upp. Hringdi svo í skítafyrirtækið Íkea í fyrradag því mig vantar enn vaskinn og eina borðplötu. OG viti menn það eru enn 2-4 vikur í það !!!!Fjandans fyrirtæki!! En ég er samt alveg róleg og með bros á vör.... :( .....Að allt öðru, ég er að fara að djamma á föstudaginn með stuðningsfulltrúum . Ég hlakka til... Ætla að reyna að skilja beislið eftir heima og gera mér glaðan dag . Það verður ekki erfitt með þessar kellur innanborðs. Sýni ykkur vonandi vitleysisganginn í okkur í máli og myndum eftir helgi. Góða nótt í bili. Kveðja Pollýana...
~~**~~

Fæðingin byrjuð....
þessu fylgir nú ýmislegt......



Smá svona kósýheit verða að fylgja með.....







Tjingeling vinir mínir og eigið góðan morgundag í vændum.
~~**~~

sunnudagur, 14. september 2008

Ryksugan á fullu étur alla......

Til hamingju með daginn Sigga litla systir mín og Kristjana vinkona mín þann 14. sept.
~~**~~


Þá er nú endanlega allt komið á annan endan á Fjólugötunni og eldhúsið orðið strýpað... Hvergi hægt að setjast niður án þess að fá hvítann rass og fleira í þeim dúrnum. Annars gengur þetta nú vonum framar en í staðinn verð ég að hlusta á falska söngva úr hálsum "smiðanna minna"sem með engu móti geta unnið án þess að fíflast og syngja hástöfum lög sem þeir kunna alls ekki... En ég læt mig hafa það. Þá má kalla mig matselju þessa dagana því ég smyr og sker ofan í þá í þeirri von um að þeir þagni rétt á meðan þeir borða. Annars höfum við verið svo heppin að Þórey vinkona og smiðurinn hennar hafa verið svo dugleg að bjóða okkur í mat og ég komið með mat til þeirra og eldað og hjálpað til. Ekkert hefur verið hægt að elda hér náttúrulega nema í örbylgjuofni svo að mér líður pínulítið eins og ameríkana sem borðar örbylgjuhamborgara í alla mata...OJJJJ. Ég hef nú passað mig á að vera ekkert voðalega mikið heima þessa helgi ,lagðist út í heimsóknir og annað slíkt og verð að viðurkenna að ég er ekki sú hollasta þessa dagana. En ég tek mér taki frá og með morgundeginum. Ég finn að þegar ég hef ekki verið dugleg að hreyfa mig þá gríp ég frekar í óhollustuna sem leiðir af sér hausverk og slen. Þannig finnst mér vont að vera svo að einn,tveir, og hoppsasa burt þaðan eins og skot... Æ nú syngja þeir hásöfum að þeir séu að fara yfir um með Pálma Gunnarssyni. Ég enda þetta hér og ætla að drífa mig eitthvert út eða smyrja handa þeim svo þeir þegi.. Heyrumst INGA.....
~~**~~
Smá svona þægilegaheit innan um ruslið...



~~**~~
Svona er búið reyna að hefta að ryk safnist út um allt
en það er ekki alveg að virka nógu vel....
dásamlegt betrek sem kom í ljós undir panil....

Þarna var nú gamla búrið.....
einmanna uppþvottavél......
gott verður þegar búið er að setja allt nýtt á þennan vegg...
Þeir ganga nú vel um söngvasmiðirnir mínir allt snurfusað í botn....
~~**~~