þriðjudagur, 27. maí 2008

Síðustu Callasmyndir og bekkjasýning...

~~**~~
Gott kvöld allir saman....
Þá eru það síðustu Callas myndir að sinni. Þetta dásamlega horn af SIA barnavörum er hreint ótrúlegt . Og ef eitthvað fær mann til að langa í eitt lítið enn þá eru það þessar vörur. Guðdómlegar. En sem betur fer þá er ég nú frekar að renna inn í ömmugírin en að nenna að byrja á barnauppeldi aftur... og er ég nú ekki alveg búin enn með uppeldið á þeim sem fyrir eru:) Í þessum töluðu orðum er mágkona mín hún INGA BJÖRK að fæða lítin frænda minn á fæðingadeild landspítalans og ég vonast eftir að heyra fréttir af þeim á allra næstu klukkustundum... Get ekki beðið :) og ég að fara til RVK á fimmtudaginn með fullan poka af gjöfum handa dúsknum litla... Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá sýningu 3.sj sem Hind er í og þau voru að klára söguramma um Suðurnesinn. Það var svo gaman að horfa á þau svona áhugasöm . Öll með lítið ljóð sem þau höfðu samið og myndir sem þau teiknuðu svo sungu þau fyrir foreldra og að síðustu voru þau búin að blanda drykk og setja snakk í skálar sem áttu að tákna skeljar, fisk og fleira og drykkurinn var blár og grænn sem tákanaði hafið... Virkilega vel gert hjá þeim. Tók reyndar video af Hindinni lesa upp sitt ljóð og sögu en kann ekki að roteita þvi... Er búin að leita út um allt en finn hvergi neitt til að snúa því...Hefði verið gaman að láta það fylgja með. Þið heyrið í mér annað kvöld aftur en svo ætla ég að taka mér smá frí frá blogginu. En aldrei að vita samt hvað mér dettur í hug þegar til Svíþjóðar er komið svo Stay tuned... Luv ya all . INGA
~~**~~


dásamalega rómó og sætt....
Skemmtilega uppsett og maður getur alveg gleymt sér við að skoða....

Allt í stíl fyrir stelpuna og allt í stíl fyrir strákinn....


Vinkonurnar að fá sér smá haf að drekka.....



Sædrykkir og kuðungar í boði.....mmmm...


Ein dugleg að gefa mömmu sinni kaffisopa.......


Þær voru af ýmsum toga verur sjávarins.....


~~**~~

4 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hej Inga.
Såg ut som skolavsutning eller nått sånt idag. Hoppas jag har rätt....
Har letat efter ett leksikon på isländska, men finner inget någonstans....
Vill lära mig förstå ditt språk. Det är så vackert.
Ha en fin dag på "min" sagoö.
Kramen till dig.
Synne :D

Nafnlaus sagði...

Ég á meira en nóg af alls kyns dinglum dangli og dóti samt er alltaf eitthvað að brotna enda mikið um brussugang og rassaköst hér á þessu heimili......samt langar mig alltaf að bæta einhverju við þegar ég kem inn í Callas labba með lokuð augu þar framhjá... ekki spaug... alltaf gaman að kíkja hér til þín góða ferð til Svíaríkis og knúsaðu Þórir Gúu og co. frá okkur hér á Heiðarvegi 64.
Húsfrúin þar

inga Heiddal sagði...

Skila kveðjunni og þið hafið það gott í kuldanum á meðan ég sóla mig í Svíaríki:=) kv INGA

hlíf sagði...

vá hvad thú ert ordinn flott! var ad skoda myndirnar thínar. sjáumst brádum! kram