Góða kvöldið!!!
ég er búin að heimta elskuna mína úr helju. ( Myndavélina:))
En hin elskan fylgdi með það var gott líka. Það var hér náttúrulega eins og jólin, allt vaðandi í pökkum... þó aðeins sé skroppið frá. Hind hafði voða gaman að því. Ég reyndar líka . Mér finnst alltaf gaman að fá pakka. Trommarinn fékk enn eina converse- skóna sem eru hans uppáhalds. Hann á semsagt hvíta/bláa, silfurlitaða,rauða leður,bleika og nú svarta og held að það séu þriðju svörtu sem hann fær. Semsagt uppáhalds.Mér líst ekkert á hvað ég er alltaf syfjuð verð að muna að hringja og tékka á þessu á landspítalanum. Að öðru leiti líður mér rosalega vel en vont að dotta samt alltaf ef maður hallar sér einhversstaðar upp að vegg. Var að taka fataskápana mína í gegn. GUÐ MINN GÓÐUR... ég er með 2 fulla ruslapoka af fötum sem ég get ekki notað lengur. Jæja það er vonandi einhver feitur hjá rauðakrossinum sem getur notað þetta:) En bara svo þið vitið það þá er ég búin að léttast um 28.5 kg frá í lok ágúst. Það er ekki svo slæmt en nú er ég orðin svo frek að ég vil endilega drífa mig í að léttast meira . Mig langar orðið að kaupa mér föt, en tými því ekki alveg strax. Hef svosem notið góðs af því hjá vinkonu minni sem hefur raðað í mig fötum sem orðin voru of stór á hana.. Gott mál. Ég var nú að grínast með það hjá vinkonum mínum í dag að þegar ég er búin í svuntuaðgerð Þá gæti ég látið sauma hliðartösku úr því og ef ég fer að láta taka af upphandleggjunum sem eru signir niður að hné, þá ætla ég að sauma úr þeim hulstur fyrir gsm síma og gefa í jólagjafir... Thí hí það væri sniðugt. Nú afhverju ekki fyrst hægt er að láta gera skó og kjóla og ýmislegt úr fiskroði og hreindýraskinni. þá sé ég ekki af hverju þetta ætti ekki að vera hægt.:) En þetta er nú bara svona létt grín svona fyrir svefninn. Nema að ég haldi fyrir ykkur vöku með þessu og ykkur finnist þetta viðbjóður... Jæja það verður þá að hafa það. En góða nótt til ykkar og hugsið fallegar hugsanir fyrir svefninn. Ykkar INGA Skinnakaupmaður:=)
Hindin náttúrulega naut þvílíkt góðs af því að pabbi hennar skrapp út fyrir landsteinana... Þetta er svona 1/4 af því sem hún fékk... alltaf svoddan bilun..
sætastur minn á mínum uppáhaldsvelli....:)
2 ummæli:
Hej mitt i natten.
Idag gick jag bet av vad du skriver.
Det var nått om vita och blå, kan det vara fotboll det med. Sen såg jag nått om kg.
Din dotter leker med Pets ialla fall. Det såg jag.
Tycker isländska är ett sånt härligt spårk. JAG ska försöka lära mig. Lovar det....
Förstår du allt jag skriver?
Kram Synne :D
ja.. ég væri til í tösku en ekki kjól
Skrifa ummæli