sunnudagur, 11. maí 2008

nýtt líf/gamalt líf

~~**~~

Já gott fólk þannig er nú þetta...

búin að hugsa mig um og auðvitað set ég þetta inn...Thí hí smá munur..En það sem ég er helst að hugsa um er ...:sjái'ði þjáningarsvipinn á mér á feitu myndunum og lífsgleðisvipinn á mér á hinum myndunum!!!

Það er náttúrulega mesti munurinn þar finnst mér. Því í dag finnst mér ég svo miklu hrssari bæði andlega og líkamlega. Aldrei fannst mér ég neitt óhress eða neitt þannig ennn...þegar ég staldra við í dag og næ að hugsa aðeins þá finn ég það að mér finnur hvergi til. Það er eitthvað alveg nýtt fyrir mér. Maður var orðin svo vanur öllum stoðverkjum og liðverkjum og bakverkjum og hausverkjum og vöðvabólgum að maður var hættur að taka eftir þeim í amstri dagsins. Svo þegar maður settist niður seinnipart dags þá gat maður ekki staðið upp aftur. Að sjálfsögðu er þetta ekki orðið 100% en svona 70-80 % og það er það sem skiptir máli allavega hjá mér að komast verkjalaus í gegn um daginn...

Pössum líkamann okkar hann er sá eini sem við fáum að láni á lífsleiðinni. Það er ekki hægt að fá annan. (nema part og part) :)Hlúum vel að okkur sjálfum bæði andlega og líkamlega. Njótum lífsins til hins ýtrasta Því að það er svo stutt og að svo stöddu veit engin hvort við fáum annað líf til að njóta... Ég veit þetta hljómar eins og predikun en það tók mig 41 ár að komast að þessu og ég ætla að njóta restarinnar eins og ég get..

~~**~

Tekið með 7 mánaða millibili...




nei ég lækkaði ekkert í leiðinni hún er bara aðeins fjær tekin:=)


jahá það er nú það....
~~**~~

9 ummæli:

Sigga sagði...

Þvílíkur munur, glæsileg. Hefur reyndar alltaf fundist það,bara grennri núna.

sys

Synnøve. sagði...

Godmorgon.
Ditt nya liv ser ju helt underbart ut. När jag såg dig så såg jag mig själv. Vi är/var så lika. Har kämpat med vikten länge, men det fungerar inte. Jag ser ut som ditt gamla liv än. Hur har du lyckats?

Grattis säger jag ialla fall. Ska försöka komma dit jag med.
Kram vännen.
Synne :D

Goa sagði...

Bara lang fallegust!
Þá...sem nú!
En best af öllu er að þér líður vel...það er það eina sem skiptir máli!
'Astarknús til þín alltaf!
Kleeeeeeeemma...

Berglind sagði...

já þú bara minnkar og minnkar gaman af því og allt annar svipur á þér, gott að þu ert að verða verkjalaus ég myndi gefa mikið fyrir það.knús

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan frábæra árangur. Stórkostlegur munur.
Mér hefur samt aldrei fundist þú vera feit alltaf dáðst að því hvað þú ert flott máluð og fín í tauinu og bara SÆT
Fann netfangið þitt á Önnu Lilju síðu og hef verið að laumast hér inn annað slagið Heimilið ykkar er líka dásamlega fallegt. Ein sem er FEIT en ennþá nokkuð verkjafrí en með aðrar aukaverkanir fitu aðallega andlegar

inga Heiddal sagði...

Sæl Hjördís!!
Og takk fyrir að comenta hjá mér og þú ert ekkert að laumast... Já það eru margir fylgikvillarnir sem fylgja þessari fjandans fitu. Og éger heppin að vera búin að ná þó þetta miklum bata.. Gangi þér vel . KV Inga

Nafnlaus sagði...

Inga þú ert frábær það mættu margir taka þig til fyrirmyndar no,1 ,2 og 3 JÁKVÆÐ BESTU KVEÐJUR ÚR HVERÓ

Gusta sagði...

jesus minn þvílikur munur vá þú ert orðin svo grönn vá til hamingju Inga mín bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Sælar.
Er svo hjartanlega sammála henni siggu systur þinni, þú hefur alltaf verið glæsileg Ingan mín. Alltaf svo flott og fín. En vá þegar maður skoðar myndirnar, rosalegur munur á þér og eins og ég segi í hvert sinn sem við hittumst er alltaf minna og minna að taka utan um hahahaha.
Þú ert bara alveg hrikalega dugleg og það besta við þetta allt saman er hvað þér líður vel og ert ánægð.
Og ert samt enn hress og kát, þú manst ég hnippi í þig ef góða skapið fer að fara með kílóunum. Hahahaha.
Kveðja af Illó. Þín Anna Lilja