mánudagur, 19. maí 2008

Liljur vallarins...

HELLOJ!!
Ég var með skitu í alla nótt það er best að tala bara íslensku í þeim efnum. Komst ekkert í vinnu í morgun sofnaði reyndar ekki fyrr en kl 07:15 í morgun eftir að hafa verið eins og skítadreifari í alla heilu nótt.. Þið farið nú kannski ekkert með þetta lengra en svona er nú lífið. Það þurfa allir að kúka ... bara mismikið.:) Ég hef greinilega gengið pinulítið fram af mér um helgina . Þetta er ekki alveg komið í gang ,hvað má og hvað má ekki. En það er svona að vera í þessari og hinni veislunni alla helgina... Þetta endurtók sig núna frá því um páskana og yfir fermingarnar, þá kann maður sér ekki alveg hóf. Hvernig ætti það svosem að vera líka, þegar maður hefur étið eins og heill ættbálkur í afríku undanfarin 30 ár. Þetta hlýtur að lærast með tímanum. Fékk þetta líka eðalborðið gefins í síðustu viku og var að reyna að breyta öllu hjá mér í sjónvarpsholinu en það er nú hægara sagt en gert. Þetta verður að vera svona eins og ég sýni þangað til annað kemur í ljós. En nú má ég ekkert vera að því að spjalla lengur ég er að fara að hlýða henni dóttur minni yfir fyrir stærðfræðipróf...Ég fæ hroll við tilhugsunina og var engu glaðari sjálf þegar þeim kafla í lífi mínu var lokið. Lærði hana reyndar aldrei og roðna pínulítið þegar ég er að reyna að útskýra fyrir henni á einfaldasta máta.. Reyndar gott fyrir mig að vera stuðningsfulltrúi í bekk því ég læri meira núna en ég hef nokkru sinni lært. Þá vitiði það. Það var bara ekki í tísku að vera í skóla þegar ég var ung. Það var meira varið í það að vera bara full og djamma allar helgar og kannski líka pínu í miðri viku... Guð almáttugur það er eins gott að börnin mín hafa ekkert gaman að þessu bloggi mínu og lesa það aldrei. Thí hí. En allavega Góða nótt og þrautseigan þriðjudag..
~~**~~

Var að reyna að breyta einhverju hjá mér það gekk nú svona og svona....
Ein liljan byrjuð að gægjast sem ég fékk í afmælisgjöf frá Önnu minni...

Vissi ekkert hvert ég átti að láta alla geisladiskana sem mjói minn á...


Þetta er svolítið troðið svona finnst ykkur það ekki? svo er ég alveg að fara að mála þetta alveg hvítt. Núna er þetta bara hvíttað og mér finnst það ekki alveg nóg.....

wwwohh.. Daginn eftir varð allt vitlaust í liljuútsprengingum...

Fékk þetta borð gefins... Það var gjörsamlega hannað í sjónvarpsholið hjá okkur... og illfyglið var fært... Mig langaði alveg að færa hann niður í þvottahús en maður gerir víst ekki svoleiðis..


Þið ættuð að vera hérna núna lyktin er svooo góð af þeim....


Bara flott nýja borðið mitt!!!!!

~~**~~






5 ummæli:

Goa sagði...

16 dagar þangað til!!!

Hrikaleg flott borð!!..Og liljurnar dásamlegar!!
Flott holið þitt hjartað mitt!

Reyndu svo að borða einsog búálfur og þá kannski nærðu niðurgangnum niður..;)
Knúúús...

Sigga sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Sigga sagði...

Hættiði þessum andskotans teljingum þetta er ekkert gaman.

Borðið brå.

Svo fínt hjá þér sys

Nafnlaus sagði...

Hæ frænka það er virkilega flott í holinu hjá þér að vanda,eg var að horfa á eurovision og þar var fullt af ömmu vængjum svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur kv Sigga fræ i´Hveró

inga Heiddal sagði...

ha ha ha ha ha.... Æ mér fer að þykja vænt um þessa vængi bara held ég...