fimmtudagur, 8. maí 2008

Heima og heiman

~~~´´´***```~~~
Gott kvöld nærlendingar og fjærlendingar...
Það var dásamlegt veður í dag og maður fann eilítið fyrir því að sumarið væri í nánd. Hlýtt og notalegt, angan af nýsprottnu grasi,nýklipptum runnum,býflugurnar í tonnum troðandi sér inn í hvern knúbbinn á fætur öðrum. Fann fyrir því að mig langaði að taka pínu til hjá mér það segir mér að sumarið sé að koma .:=) Opnaði alla glugga, þurrkaði af öllu , moppaði allt og skildi eftir góða lykt í hverju horni. Var nýsest niður þegar góð vinkona mín Kristjana kom og drakk með mér 1 bolla af góðu sterku kaffi og borðuðum sína döðluna hvor. Nú fær fólk bara hjá mér eina döðlu með kaffinu. Slær á alla sykurþörf hjá mér svo aðrir skulu bara líka...(þvílík frekja) en hef svosem ekki verið þekkt fyrir neitt annað.
Fór í langa og góða göngu eftir kvöldmat með annari góðri vinkonu henni Önnu Lilju og endaði svo kvöldið á að kíkja aðeins á Ingu Hönnu og drekka með henni eitt glas af vatni... Haldiði að það sé nú hollusta?? en mér líður vel og þá er því náð sem ég vildi fá úr deginum...
Enda á að sýna ykkur himneskar myndir af sólalaginu hérna hjá okkur í kvöld... Er farin að vera bara með myndavélina í bílnum ef ég skildi sjá eitthvað myndvænt . Vonandi sofnið þið vel eftir svona dásamlega sýn góða nótt elskurnar...
Svo eru náttúrulega myndir af mínum himneska heimbæ sem ég lofaði að sýna einni norsk/sænskri..

~~~´´´***```~~~

The sunset in my beutyfull Vestmannaeyjar where i live now....
Taken tonight...


tekið kl 9:30 í kvöld...(taken at 9:30 tonight...)
Tekið kl 9:45 í kvöld (taken at 9:45 to night)

tekið kl 10:15 í kvöld... (taken at 10:15 tonight)


tekið kl 10:30 í kvöld (Taken at 10:30 tonight.)

~~~´´´***````~~~
*__Hej Synne!! här kan du se min lilla fjord__*
-SEYÐISFJORD-
Seyðisfjörður, minn elskulegi heimabær þar sem ég skaut rótum, sem rifnuðu upp og angar og afleggjarar teygja sig endalaust ennþá þangað...
(my beutyfull hometown where i grew up )
~~~´´´***```~~~
















~~~´´´***```~~~

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

rosalega flottar kvöld myndir.. awwwwwwwwwww hvað ég sakna fjarðarins fagra. bú hú hú

Synnøve. sagði...

Hej Inga. Tack för alla vackra bilder.
Idag tror jag att jag förstog mera.
Det var nått om vädret, dåligt kanske hmm hehe...
Så var det någon som kom på kaffe och ett glas vin tror jag....
Det här är jättekul. Får läsa igen senare.
Kram Synne :D

Synnøve. sagði...

Här igen.
Då tar vi det igen.
Godkväll på er där nära och fjärran.
Nyklippt gräs. Så något om att sommaren kommer.Du har vårstädat. Öppnat alla gluggar, dörrar och fönster för att släppa in godlukten i alla vrår.Så kom din vännina Kristina och drack en stor kanna med starkt kaffe.
Så en vän eller någon som heter Önnu Lilju.
Så berättar du om solnedgången att den var vacker. Helt enig hehe.
Tror jag fått med det jag tror du skrev.
Kram igen hihi...

Berglind sagði...

vá flottar myndir, hún er nú bara farin að skilja íslenskuna vinkona þín hér fyrir ofan en hún er eins og jesú breytir vatni í vín. knús

inga Heiddal sagði...

hahahaha...

Sigga sagði...

flott, flott, það eru til aðrir fagrir staðir en Seyðis.

heyrumt sys

góður Berglind

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir frá eyjum...fæ smá saknaðarsting í vömbina. Annars var ég að lesa í grein í fréttum um Foreign Monkies. Langaði bara að heyra músikina þeirra við þennan lestur, Víðir fær frábæra dóma hjá Ómari Garðars, gaman að lesa um þá. "þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru góðir" ;o)
kv. Ólöf

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga, langt síðan ég hef kíkt á síðuna þína alltaf jafn gaman og það kemur svolítill þjóðhátíðarfiðringur þegar ég skoða myndirnar frá eyjum. Gusta eigum við að skella okkur og rifja upp gamlar og skemmtilegar minningar með Ingu er það ekki bara málið Inga mín, sjáumstum knús frá Lilju á Seyðó

inga Heiddal sagði...

Það er búið að ræða þetta Lilja Finnbogadóttir...:=)
Þið komið allavega ekki saman... thí hí