mánudagur, 5. maí 2008

Eitt og annað ... Þó aðallega annað..

~~~***~~~
Sælinú!!
Mér leiðist þegar ég hef enga myndavél mér við hlið. En mjói maðurinn sem ég bý með frekjaðist til að taka myndavélina með í fótboltaferð til Manchester?? Skil ekki hvað er gaman að því :) En það sem á daga mín hefur drifið síðan ég kom heim er að ég er að fá svona Inguhandbragð á húsið mitt. Búin að vera með Hindinni minni og sá trommarann nú ekki fyrr en um sólahring eftir að ég kom heim því hann er bæði mikið búin að vera að vinna og líka mátti nú ekki sleppa laugardagsdjamminu heldur... Skil hann alveg sko . Ég var nefnilega einu sinni 19 ára og þá var bara unnið til að getað djammað svo fyrir allan peninginn sem maður fékk útborgað og jú keypt sér náttúrulega partýdressið:) Svo er ég náttúrulega búin að hitta allar vinkonurnar nema eina... Taktu það til þín sem átt... en ég er alveg að koma. Ég þarf örugglega að fara í Pollýönuleik á morgun þegar sá mjói kemur heim. Hann sagðist ætla að kaupa eitthvað handa mér og ég er eiginlega alveg að skíta í mig yfir því.... Nei það má ekki vera svona ljót það er viðleitnin... er það ekki... ææ vonandi les hann ekki þetta blogg. Thí hí ég verð alltaf í því þá heima, þegar hann er heima.Er ekki alltaf gert svoleiðis.
Ákvað að setja hér inn gamlar myndir af ýmsum veisluborðum sem ég hef skreytt í gegnum árin svona bara af því ég á ekkert annað. En finn auðvitað ekki allar.. Skil það nú ekki en jæja það verður að hafa það. Annars ætla ég að reyna að byrja vinna í næstu viku, þarf að fara að tala við yfirvaldið í vikunni. Jæja þetta er nóg í bili. Verð vonandi með eitthvað bitastætt á næstunni og get þá tekið líka nýjar myndir.. Sakna hennar svooo... (Myndavélarinnar) Eigið yndislegt kvöld í örmum ástvinar... Nema ég uhuuhu... En hann kemur á morgun :=) luvya INGA

~~~***~~~


fermingin hennar Söru Hlínar.....


Ústkriftarveislan hennar Hlífar Aspar...





Fermingarveisla hjá 3 frændsystkinum....
~~~***~~~

15 ummæli:

Gusta sagði...

ótrúlega flott hjá þér Inga mín verður þú í bænum 24mai ? þarf á þér greinilega að halda þá í skreytingar vertu góð við Gísla bestu kveðjur Guðsteina

inga Heiddal sagði...

nei kem víst ekki fyrr en viku seinna sorrý!!!

Gusta sagði...

Það var leiðinlegt knús og kossar frá mér kveðja Guðsteina

Sigga sagði...

Langflottust !!!!
Langflinkust !!!!
Langbest !!!!

Þú ert uppáhaldssystir mín :)

Knús sys

Nafnlaus sagði...

þú er nú alger snillingur flotta stelpa, væri alveg til í að fá lánað það sem er í kollinum á þér, við hvað ertu annars að vinna?ekki alveg að skilja til hvers þarf myndavél í fótbolta ferð hihihi. knús

Nafnlaus sagði...

ekki að fatta af hverju nafnið mitt kom ekki en , aftur knús Gerða

inga Heiddal sagði...

Sæl Gerða!
takk fyrir að kíkja á síðuna mína .. En ég er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum hérna. og er með frábærum krökkum hér að reyna að hjálpa þeim eins og ég get... kv INGA
ps Ert þú með einhverja bloggsíðu??

Nafnlaus sagði...

Blessuð mjóa ;-) þú komst aldrei í heimsókn ;-/ maður fær nú bara vatn í munninn að skoða þessar hnallþórur ,ekki vissi ég að þú værir svona klár ;-)maður veit hvað maður á skoða ef manni vantar allt í einu hugmynd af einhverju sniðugu ;-)myndirnar þínar . En þú ert nú með símann minn ,kíktu endilega í kaffi ,ég bý held ég rétt hjá Guðsteinu og álfunum í Hf ;-) kíktu á litlu mína er búinn að setja nýjar myndir .kv Inga Ósk gamla vinkona

inga Heiddal sagði...

Það er svona Inga mín þegar maður hefur ekki hist í fleiri ár, þá bæði kemur maður sér ekki af stað og líka skammast ég mín fyrir að segja, að ég eiginlega gleymdi því :(
En þetta verður ég hef ekki trú á öðru.. kv INGA

Nafnlaus sagði...

ekkert mál ,hefði bara verið gaman að sjá þig ,þú kemur bara þegar þú hefur tíma seinna ,hafðu það sem best . kv Inga

Synnøve. sagði...

Hej Inga.
Idag får jag nog läsa flera gånger tror jag. Fotbollsfeber förstog jag hehe.
Men om jag ser på bilderna så tror jag det är bröllopp på gång.
Rätta mig om jag har fel.
Kram Synne :D

Berglind sagði...

flotta stelpa ertu að reyna að segja að gísli hafi engan smekk??? féll hann ekki fyrir þér? knús

Hanna sagði...

Æðisleg borðin hjá þér Inga mín en borðið hjá Hlíf er alveg hrikalega flott(flottir litir), er að klára próf, verð búin á morgun....jibbí jei
bless í bili....

tre nyanser av vitt sagði...

Hej och tack för kommentarerna om min sida. Jag tycker din svenska är ypperligt men desto värre är att jag förstår inte vad du skriver om på din sida men tittar på dina fina bilderär. Kul att du tittade in på min sida
Ha de gott//Marie

Nafnlaus sagði...

þú segir nokkuð, jú víst þykist ég eitthvað blogga (bulla) og þar sem þú spyrð þykist ég vita að þig langi að kíkja þangað inn svo hér er.... blog.central.is/pistbithc, knús í Eyjar