Góðan og glaðan daginn ...
Hvað er títt í dag?? já það er reyndar ósköp lítið, var að reyna að skipuleggja sumarið hjá okkur og gekk það alveg áfallalaust fyrir sig og er það svona nokkurnvegin komið á hreint..Við ætlum að taka frí í sitthvoru lagi hjónin og er það nú ekki í fyrsta skipti sem það skeður svo þið þurfið ekkert að fara að ímynda ykkur neitt, hvorki skilnað eða annað :) Þetta höfum við þurft að gera nokkuð oft vegna Vinnunnar hans Gísla míns. Það verður semsagt þannig að hann er að fara núna um mán- mótin maí -júní til Englands á leik og kannski einhverja tónleika... og ég og Hindin mín förum saman í paradísarheimt til Gúu vinkonu.. mmm...í júní. Það verður gaman.
Svo verðum við hér á eyjunni fögru í suðri eitthvað og svo er nú stefnan tekin á austurlandið einhverntímann eftir goslokahátíðina. Þar á eftir er svo Þjóhátíðin og verður hún tekin með trompi sem aldrei fyrr, því þá má mín bleyta svampinn "If you know that i mean"....:=) En hér fyrir neðan er svo það sem prýðir eldhússkápana mína og er það eiginlega allt úr pólska leirstellinu sem ég er búin að vera safna í nokkur ár... og á orðið næstum allt í eða langar allavega ekki í meira af því. Eigiði gott kvöld í örmum ástvina og endilega ekki fara ósátt að sofa.... maður veit aldrei. Yours truly INGA
Svona kemur það vel út í eldhúsinu á jólunum.....
8 ummæli:
djö... áttu mikið í þessu stelli. En það er líka flott.
Líst ógeðslega vel á sumarið hjá ykkur, bregður á mig ljósgrænum blæ yfir svíþjóðaferðinni.
ble ble sys
Fallegt stell sem þú átt gaman að eiga svona mikið í þessu já á að sletta úr klaufum á þjóðhátíð ? það væri nú ekki leiðinlegt að fara á þjóðh en þar sem mér er úthýst frá vestmannaeyjum þá er það ekki hægt bless í bili Guðsteina
auðvitað máttu koma á þjóðhátíð elsku Gusta mín.....því miður getur þú ekki verið hjá mér samt þetta árið... er upppöntuð yfir þjóðhátíðina. kv INGA
mikið var nú gott að heyra þetta hef þetta í á bak við eyrað að panta fyrr pláss hjá þér natty natty
Komdu bara til mín Guðsteina mín!...við höldum bara okkar eigin þjóðhátið..:)
Og Sigga...ætlarðu ekki að koma líka!?!?!
Nei hæ Inga ert þú hérna...*fniss*
Flottar myndir og stellið frábært!
Og þú bara best af öllu...hnoðrinn minn..:)
Knús og klemma...
passaðu þig bara ég gæti tekið þig á orðinu Gúa mín þetta er gott boð yrðum ekki lengi að skapa stemmningu sem jafnast á við þjóðhátíð
Hæ hæ og hó(ég er jólasveinninn) ekki skríðið að maður ruglist hérna fyrir austan í snjónum, æðisleg stellið þitt Inga, og ég væri alveg til í að koma á þjóðhátíð bæði í eyjum( en þangað hef ég aldrei komið, ótrúlegt en satt) og í Svíþjóð (hjá Gúu) verð alla vegna með ykkur í huganum á báðum stöðum, heyrumst jólasveinninn.
Ooo underbar vacker servis!!!
Fint du dukat med!!
Tack för fina ord!!
~~* W I T H ♥ L O V E *~~
Millan
Skrifa ummæli