þriðjudagur, 15. apríl 2008

Heima hjá bróður mínum( My brothers house:)

Góða kvöldið!!!
Ég svaf yfir mig í morgun.....dööö... frekar lélegt svona á öðrum degi en ég mætti nú bara 30 mín of seint.Byrjaði bara á því að fá mér kaffisopa þegar ég kom upp eftir , það var bara fínt. Við áttum nefnilega að byrja í stafagöngu og það var skítkalt úti...:=) Svo var fundur þar á eftir og síðan þreksalurinn í klst. og þar á eftir sund og pottur mmmm... það var dásamlegt.Þegar ég var búin á Reykjó lá leiðin í bæjinn að hitta Reykjavíkurvinkonurnar þær Sigurrós og Guðsteinu . Við fengum okkur kaffibolla saman og röltum hingað og þangað. Það var bara fínt. Ég og Sigurrós fórum í *Góða Hirðirinn* þar sem er hægt að gera góð kaup... þetta er svona það sem Svíinn kallar Loppis! og er einskonar markaður með gamalt dót. Ég keypti gamlann kertastjaka ógó flottann ( sýni ykkur hann bráðum) á 350 kr ískr. og einskonar glerkramarhús... veit ekkert hvað ég ætla að gera við það annað en að mála það hvítt. Sýni ykkur það líka bráðum. Ég fékk leyfi hjá bróður mínum og hans ekta kvinnu til að sýna innanstokksmuni í íbúðinni hans ..eða þeirra kannski réttara sagt. Þar er allt í gegnheilli eik nema leirtauið:=) eins og sjá má. Enda vorum það ég og hann sem arkitektúruðum íbúðina hans á hans sokkabandsárum.. áður en nokkur kona var komin til sögunnar. það er mjög stílhreint hjá þeim og flott..
Ég bið að heilsa ykkur í bili. Verum góð hvort við annað það er svo gott fyrir sálina.
KV INGA
P,S Ég er núna búin að fá 10.000 heimsóknir !!! Hver hefði trúað því.???
Ég þakka ykkur öllum fyrir að kíkja og vona að þið haldið því áfram og vonandi verð ég með eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur áfram.. Takk elskurnar fyrir!!!




















6 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hej.
Vilka fina bilder du visar.
Jag förstår inte så mycket av det skriver men jag förstår några ord här och där hehe....
Skulle gärna lära mig isländska.
Klems Synne :D

Berglind sagði...

Er ekki klukkan henar ömmu heitinar þarna, ég sem er búin að leita að henni út um allt og engin kannast við að hafa fengið, ég vissi bara ekki að hún hefði látið ágúst hafa hana. knús

Gusta sagði...

Hæ gaman að hitta ykkur í dag þið sem lesið ættuð bara að sjá hvað INGA er orðin mikil pæja og var hún nú pæja fyrir ca30kg síðan enn sætari núna rosaleg er fint hjá bróðir þínum og konu hans býð þér fljótt í mat kveðja Guðsteina

Sigga sagði...

Alltaf svo fínt hjá brödrene Olson.
Það verður gaman þegar G.F.Á. verður farin að taka til hjá þeim.

Já Inga mig hefur alltaf langað í Hirðinn viss um að það er hægt að fá fullt af fínu dóti þar. Hlakka til að sjá það sem þú keyptir.

Knús sys.

Sigga sagði...

Já og til hamingju með 10.000 dasta innlitið.

Synnøve. sagði...

Kul att det kommer mera bilder från Island. Det är en dröm plats för mig....
Har haft en dold dröm om att resa till sagornas ö och rida på islandshästar....
Blir nog bara en dröm....
Kram från Norge.
Synne:D