þriðjudagur, 29. apríl 2008

Dásamlegur dagur!!!(fyrir utan syfju)

~~~**~~~
HELLOJ!!
Og afsakið. Ég ætlaði nú ekki að láta líða svona langt á milli tíðinda. en það er búið að vera mikið að gera og ég voða þreytt og sybbin á kvöldin og svo er líka búið að vera hálfgerð gúrkutíð í fréttamennskunni. Hindin flaug heim seinnipart sunnudags eftir vel heppnaða ferð í leikhúsið.. Dramadrollan mín grét í 3 skipti þegar eitthvað sorglegt kom og hló og klappaði þegar eitthvað skemmtilegt skeði. Ég fór svo í góðan kvöldmat hjá Guðsteinu vinkonu og kjaftaði frá mér allt vit eins og venjulega þegar ég er annars vegar. Mánudagurinn var ofvirkur hjá mér og dó ég bæði úr þreytu og syfju.( Verð að athuga þetta með syfjuna.) Þriðjudagurinn var skemmtilegur!! ég vaknaði snemma eða kl 7 sem var reyndar ömurlegt því ég er alltaf sybbin en dagurinn á Lundi reykjanna var góður. Ég fór svo til Hildu vinkonu og drakk fullt af kaffi og talaði helling(náttúrulega). kl 19:00 fórum við svo saman, ég ,hún og Þórdís gamla góða vinkona mín og skólasystir okkar Hildu út að borða á stað sem heitir the fish market... Rosalega töff staður og spes. Við rifjuðum upp gamlar og góðar minningar og hlógum að gömlum prakkarastrikum sem fjölluðu um íkveikjur á gamla Þjóðviljanum sem við nenntum ekki að bera út og fleira sem ekki er birtingarhæft..:)Við ákváðum að hittast aftur seinna og þá með kannski fleirum af gömlu félögunum. það er nú reyndar komin tími á árgangsmót ef einhver les þetta úr gamla bekknum þá má einhver taka að sér skipulagninguna.
Jæja þá eru bara 2 dagar eftir á Hælinu og verður gott að koma heim.. en þangað ætla ég með seinni ferð herjólfs á föstudag. Það passar að þann dag fer Mjói maðurinn sem ég bý með, erlendis á fótboltaleik svo að ég og hann verðum grasekkjuekkill..(nýtt orð) aðeins lengur.
Well ...það verður að hafa það... Ég græt bara gleðitárum þegar hann kemur til baka. (thí hí) Bara gert fyrir hann þessi setning.. Jæja ég er orðin hás í höndunum á þessu röfli vonandi fer að verða eitthvað að frétta og ég get sýnt ykkur nýjar myndir af öllu því sem ég er með í hausnum um hvað ég ætla að gera þegar ég kem heim... já huhum... EN nú er ég farin í bælið. luv ya gays!!
Tjingeling. INGIBJÖRG OFURÞREYTTA.

~~~**~~




Þórdís og Hilda í góðum gír............

Ég og Hilda í góðum gír...................


Og ég og Þórdís í góðum gír...........



restar af aðalréttunum. Ég fékk mér humarsúpu alveg ógurlega sérstaka, líkist ekki venjulegri humarsúpu en góð... Þórdís fékk sér þorskhnakka m/ humri og einhverju fleiru rosa gott.
Og Hilda fékk sér smálúðu með rauðrófukarrý...something....rosa gott líka




Gleymdi náttúrulega í græðgi minni að taka myndir af aðalréttunum okkar en hér er allavega restin af þeim....


þetta fengum við sem apperthiser( held það sé skrifað einhvernvegin svona) :) smjörbaunir og brauð með ferlega góðri sósu...

~~~**~~~

14 ummæli:

Goa sagði...

Flott!!
Gaman að sjá þórdísi eftir hundrað ár og Hilda pingla..:) Sjá hvað þú ert orðin mjó..:)
Gott að allt gengur vel!
Og svo...einu sinni norn, alltaf norn!! Mér líkar svart!
Ha en bra dag og puss och kram!!

Berglind sagði...

er ekki bara gamla gengið mætt þarna, ekki hefði ég þekkt þórdísi þó mér hefði verið borgað fyrir það en það er ekki að sjá að þið séuð komnar á fimmtugsaldurinn gellur.knús

Nafnlaus sagði...

Sælar
Oooooooooohhhhhhhhhhh hvað það verður gott að fá þig heim. Þoli ekki þegar þú ferð svona í burtu, það verður allt svo tómlegt án þín.
En maður er nú á lífi ennþá og þú alveg að koma.
Hlakka svo til að fá mér kaffibolla með þér.
Kær kveðja af Eyjunni fögru.
Anna Lilja.

inga Heiddal sagði...

ÆÆÆ þið!! Takk fyrir falleg orð nema Berglind ! Þegiðu með þennan fimmtugsaldur..Þú getur sjálf verið á fimmtugsaldri :) Hlakka til að koma í góðan kaffisopa til þín Anna mín... og Gúa, hlakka til að sitja út á altan hjá þér EFTIR 1 MÁNUÐ!! Kremja til ykkar allra Kv INGA

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ var að skoða síðuna þína, og þorði ekki annað en að comenta eins og mér var góðfúslega bent á....
Annars hef ég ekkert merkilegt til að segja....

Kveðja Jenný sem er með þér á hælinu;)

Hanna sagði...

Jæja Ingibjörg síþreytta, það er aldeilis búið að vera gaman hjá þér í borginni(maður bara öfundar þig, að hitta alla vinina og fara á kaffihús og út að borða) ekki leiðinlegt. Gaman að sjá myndir af Þórdísi og rosalega lítur þú vel út Inga mín, kveðja úr firðinum snjófagra.

Gusta sagði...

Hæ ég verð nú að segja að þið eruð miklu sætari núna en fyrir 20árum eða svo bestu kveðjur Guðsteina

inga Heiddal sagði...

Takk þið allar fyrir commentin ... Jenný Velkomin á síðuna þetta er einmitt nóg bara svona.. þarft ekkert að segja meira. Bara að kvitta það finnst mér vo gaman. Kv INGA

Nafnlaus sagði...

Jæja þá...smá komment.
Ég er auðvitað hérna hinum megin við tölvuskjáin að fylgjast með þér. En mér finnst miklu skemmtilegra þegar þú ert bara hérna í eyjum.
Þú blómstrar alveg Inga mín...það sést langar leiðir. Grasið er orðið grænt hérna á blettinum mínum, þannig að þú getur farið að koma....vonandi getum við fengið okkur vatnsglas útá palli.

Þetta er vonandi ritskoðað komment ;)

Þarf að þjóta að sinna litla prins póló...heyrumst á þriðjudaginn:)

Bæ bæ
ÞSÆ

Synnøve. sagði...

Hejsan.
Här har jag vaknat upp igen.
Efter en tur till Oslo hehe.
Idag regnar det som attan.
Vilken härlig mat du visar på din blogg.
21 juni är det midsommar. Eller som de säger här i Norge med, Jonsok. Det är samma sak. Här i norge bränner man bål, grillar och festar. I Sverige dansar man runt en midsommarstång, sjunger små grodorna och hoppar runt hmm hehe.
Har med sig fika och picnic ut och bara har det skoj. Så nu vet du.
Hoppas första maj blir en fin dag hos dig.
Kram och tjallabais från Synne :D

inga Heiddal sagði...

Hej Synne!!
Ju de er de samma och här men de hedder *jonsmessa* men vi har inte Valborsmässe. Man ha fika och drinker litte Öl om midsommar ... Ha en trävlig torsdag... Krraam INGA

Sigga sagði...

Gaman að sjá ykkur gömlurnar saman. Það væri synd að segja að þið séuð litaglaðar :) Allt sem er svart svart finnst mér vera fallegt fyrir fjörtjogeinsársgamalt fólk.

kveðja lille söster

syrrý sagði...

Þið eruð nú bara flottastar. Ekki deginum eldri en þrítugt. ( fer ekki neðar. ) Er samt ekki alveg að kveikja á Þórdísi? En er ekki með gott minni. ( uppl. please)

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

tack för allt..tack för ditt stöd o tack för dina dikter!!!!!Du är uuunderbar!!!!
Bslutat att låsa bloggen, om du vill är du välkommen in..maila i såfall!

mamma-millan@live.se

STOOOR KRAM MILLAN