Það var sko flottur partýdagur hjá Hindinni í dag... Hún er búin að vera að nauða um þennan dag vikum saman og í dag nennti ég að hafa hann. Það byrjaði þannig að á öskudaginn síðasta var Hindin lasin og komst ekki til að syngja niður í bæ... Ég lofaði henni þá að hún mætti hafa parýdag seinna og bjóða vinum sínum. Það var svo á miðvikudaginn sem hún upp á sitt einsdæmi var búin að búa til þessi fínu boðskort í tölvunni og prenta þau út svo það var ekki aftur snúið. Kl 13:30 komu allir og var byrjað á að horfa á eina mynd, síðan var nammileit og voru vísbendingar um nammipoka út um allt hús. Stundum þurfti að fara út til að leita að næstu vísbendingu. Og ekki fannst þeim leiðinlegt að ein vísbendingin var inni í bakarofni:).
Þegar allir pokarnir voru fundnir var komið að drekkutíma og allir fengu sumarsafa og með því. Eftir það máttu allir taka upp nammið sitt og í pokanum leyndust líka blípennar og vatnsblöðrur sem þeim fannst sniðugt að blása upp og nota fyrir brjóst... þó aðallega rokkaranum!! Þetta leystist svo upp seinnipartinn en það átti að fara í sund en þær enduðu 2 litlu stelpurnar í sundi því aðrir voru að fara á fótboltaæfingu eða með Herjólfi...Góður dagur semsagt og sálin mín í góðu formi eftir góðverk dagsins. Veit ekki alveg hvort ég blogga meira í bili eða fyrr en eftir helgi því það er komið að Reykjalundsför og nóg að gera en við sjáum til.Verum hamingjusöm um helgina og gerum góðverk þá líður sál okkar betur... ég veit það, hef lent í því...Kremja til ykkar allra bloggvina minna. KV. INGA
Herra Nökkvi Sparrow Sjóræningi.....
Íþróttafrík.. 2 litlubörn... og rokkarinn ógurlegi...
7 ummæli:
Hæ..Jæja Inga mín þér hefur tekist vel með þennan dag...eins og allt annað..Takk fyrir daginn..Gangi þér svo bara vel á Reykjó..Hugsum til þín.
Kveðja af Strembunni.
hæ hæ flottar myndir bæði í dag og í gær að vanda vonandi hefur þú tíma að hitta mig þegar þú kemur í bæinn góða helgi pæja kveðja Guðsteina
mtuhthqelsku Inga mín, verð nú að segja að þú færð mig til að brosa og efast um að maður sé yfir höfuð að gera eitthvað annað en vinna, sofa,éta, skíta, hihihi ,mér var hennt út í blogg heima og fans mér ég rosa dugleg að skrifa annað slagið, en ó nei, þú ert alger snilli, hef ekki enþá séð skemmtilegra blogg, en síðunna þína, ekkert hálf kák ( eða er það káf?) þegar þú ert annars vegar. ég var að spá hvort ég mætti setja þig inn á síðunna mína sem bloggari??????? reyndar er ég búin að sína Önnu syss síðunna þín, þar sem hún var mikið að spá í þessa aðgerð, sem þú fórst í, en hún lagði ekki í það. fór á atkinskúrinn, og svo í svunntuaðgerð allan hringin, mikil breyting, risa knús. svo þú vitir, þá kíki ég á hverju kvöldi hér inn, og held því áfram, svo lengi sem þú ert hér... endilega hafðu samband ef þú kemur í borginna, 8450480, DUGLEGA OG FLOTTA KONA
Hæ Gerða þér er velkomið að setja mig á síðuna... Ég væri með hana læsta ef ég væri með eitthvað sem ég þyrfti að fela ... but you know me... opin upp á gátt og hef alltaf verið:) kv INGA
ps. Fékkstu einhvern krampa í puttana þarna í upphafi comments..? :=)
Frábær dagur frábær dagur. Algjör snilli að búa til góðan dag handa börnunum okkar.
Ég hefði nú kannski rétt úr bakinu ef ég hefði vitað að ég ætti að vera með á þessari mynd...sem þú setur inn til alheims....
Jæja, svo sem ekkert að fela eins og þú segir..en ég held að maður myndist aðeins betur ef maður situr ekki eins og HVALUR Í MANNSBÚNING.... ha ha ha ha:)
Góða nótt ljúfan og sofðu vel.
Kær kveðja
ÞSÆ
En hvað þú ert dugleg og hugmyndarík.
sys
þú ert fr´bær. Elskaþig!
Skrifa ummæli