miðvikudagur, 2. apríl 2008

ýmis afbrigði engla...........

Helloj...
Hvað er títt?? Vaknaði fyrir allar aldir í morgun og fór að pakka inn fermingargjöfum... viljiði pæla .. meiri lætin.
Svo fór ég aðeins út á minn gamla vinnustað Kirkjugerði það var ekkert leiðinlegt. Hitti allar gömlu geiturnar það var gaman.Það var fjör á kaffistofunni eins og alltaf og mikið hlegið..Náttlega verið að klæmast eins og alltaf á öllum kaffistofum... vorum að gantast með að ég mætti ekki gera neitt skemmtilegt núna. Ekki drekka,ekki éta, ekki reykja og þá er nú ekki mikið eftir en ég sagði þeim að ég gerði þá bara meira af því að rí&%$#"...
Svo var nú gaman hjá mér ég fór til læknis aldrei þessu vant... og má hætta á blóðþrýstingslyfjunum mínum !!!!!!það var ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur. Eftir þær góðu fréttir varð ég aðeins að koma við hjá Anniku vinkonu og fá mér einn sterkan og góðan kaffibolla þar.. Á eftir því fór ég til Þóreyjar og fékk eitt kex þar... ha ha ha það mætti halda að ég týmdi ekki að éta heima hjá mér en svona er þetta Mér leiðist!!!!!!!!! kl 12:15 fór ég í vax hjá Völu í Aroma og hún meiddi mig ... áiiiii. :=( en beuty is pain segja þeir og ég verð þá að trúa því...Eftir hádegi fór ég til Kristjönu og drakk eitt vatnsglas þar og borðaði einn banana.. nei nú er ég farin að sjá hvað þetta er hallærislegt... verð heima á næstu dögum og ét þar. Þaðan náði ég í Hind í skólann og vinkonu hennar, fór síðan og verslaði og klukkan bara 16:00 semsagt fullt eftir af deginum og ég orðin dauðþreytt og á eftir að brjóta saman fjallgarð af þvotti ojjj það er svo leiðinlegt. Í kvöld ætla ég ekki að hreyfa mig. Var þó að spá í að fara í göngutúr en það er svo brjálað rok að ég eiginlega þori það ekki. Nóg talað í dag og nóg gert.. Bið að heilsa ykkur í bili og verum almennileg hvort við annað það er svo notalegt andrúmsloft þá... Hér fyrir neðan eru englarnir mínir sem fylgjast með að allt fari vel fram í lífi mínu... kv INGA



Þetta er ástarengill og hangir á svefnherbergishurðinni hjá mér og mjóa manninum sem ég bý með...
Æ þessi er algjör dúlla og hefur sofið þarna frá því hann var lítill. :)

Þessa þykir mér svooo vænt um hún Bára heitin gaf mér þá einu sinni í vinagjöf....


þessa litlu blómálfa hafið þið nú séð áður... algjörar dúllur frá Siggu vinkonu...



Þessa bumbulinga keypti ég nú einu sinni og fannst þeir svo feitir og sællegir að ég varð að eignast þá... Það er alveg spurnig um að fara að finna einhverjar horrenglur til að hafa þá í stíl við heimilisfólkið... not..


.......................




Æ eitthvað rykugir greyinn.. naaa what a hell... Ekkert flottir hvort sem er hendi þeim bara kannski og kaupi mér aðra...:)


.....................................................







6 ummæli:

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

ooo..jag fullkomligen ääälskar änglar ju!!!! samlar på de tyska goebel änglarna!!

ha det gott o tack för fina ord!!!

~~* W I T H ♥ L O V E *~~
Millan!!

Gusta sagði...

gott að fá flott yfirlit hvað þú ert að bardúsa yfir daginn og fallegir englar láttu þér ekki leiðast bloggaðu bara meira

syrrý sagði...

Vá ekkert smá dugleg að blogga þessa dagana. Var að ferma um síðustu helgi og leit ekki í tölvu í nokkra daga og þvílíkt lesefni sem beið mín á blogginu þínu. Keep on. Gott að átakið gengur svona vel.( gaman að fá að sjá myndir, ekki allir sem myndu þora að sýna þær) Hitti einmitt eina í fermingunni sem er búin í svona aðgerð og þvílíkur munur á einni manneskju. gangi þér vel með framhaldið.

Sigga sagði...

Hann skríður örugglega út sjálfur ef þú ferð ekki að henda honum, nú eða þurrka af muhaha

Goa sagði...

Flottir englar...ég elska líka engla..:)
Ekki henda þeim, þú getur málað þá...mínir urðu hvítir...*hissa*

Knús og alles frá Knút og Kalla kóngi!

Berglind sagði...

þú ert engill.knús