sunnudagur, 6. apríl 2008

Ferming á fermingu ofan

Góðan dag og gleðilegan sunnudag..
Vaknaði leiðinlega snemma en drullaðist nú samt á fætur. Erum að fara aftur í fermingaveislu og er það síðasta fermingarveislan í dalnum... Það er gott.. ekki að það sé eitthvað leiðinlegt eða jú fyrir mig sem ekkert get étið. Það verður nú eitthvað hægt að borða fyrir mig í þessari veislu samt því að það verður fiskiréttahlaðborð.. Reyndar í gær var dásamlegur humarréttur sem ég smakkaði á og náttúrulega fullt af flottum tertum sem ég þorði ekki í :=(....
Í dag eins og í gær er dásamlegt veður og ætla ég í langa göngu í dag eins og í gær . Það er dásamlegt að fara í góða göngu í svona góðu veðri.. Ég reyndar hringdi svo í Gísla minn áður en ég lagði í brekkuna á leið heim og hann náði í mig . Ég er enn ekki tilbúin í brekkur... er enn það slæm í liðum að ég treysti mér í það.(gamla geitin) En jæja það er best að fara að búa sig fyrir næstu veislu. það er skemmtilegra enn áður þar sem fötin mín hafa einhvernvegin stækkað svo upp á síðkastið að maður getur sest niður án þess að líða eins og Michelin manninum...:=) Eigiði góðan og glaðan dag elskurnar ... M/ kveðju Inga og Michelinmaðurinn...








á leið í fermingu....:)
Pakkinn handa Gísla Rúnari...




Pakkinn handa Hönnu Siggu....



Kortið handa Hönnu Siggu.....




Kortið handa Gísla Rúnari....





Ákvað að búa til kortin þetta árið fyri fermingabörnin...hafiði keypt fermingakort nýlega?? ég týmdi því ekki.. enda bara gaman að gera þau..



þetta er hún Jóhanna föðursystir Ingu Hönnu flottust í heimi...ég fékk leyfi hjá henni til að skjóta hana eftir svona 15-20 ár og ætla svo að láta stoppa hana upp og stilla henni upp í stofunni hjá mér sem þurrskreytingu og jafnvel að láta setja úrverk í hana... Þessi kona er tær snilld..




Flott borðið hjá okkur vinkonunum....




gamla settið með unglinginn (þau eru orðin amma og afi thí hí... gamla gengið ...rykfallið og allt)





sæt og fín, komin í fullorðina manna tölu...


7 ummæli:

Gusta sagði...

voðalega eru þau sæt og fín gamla settið og ný fermda skvísan í flottum kjól já sniðugt að búa til kort þau eru ogeðslega dýr ég keypti peningakort um daginn á 590 kr endaði á að safna 3 aðilum til að setja í aura í sama kortið og spara smá fyrir niskupúkann Guðsteinu

Sigga sagði...

Já rosa er hún flott pæjan. Og myndarlegt gamla fólkið á myndinni.

Við þyrftum eiginlega að mynda þær saman vinkonurnar í fermingardressinu.

Kveðja Sigga

Nafnlaus sagði...

það verður hægt í sumar.. á Lunga .. þau ætla að koma þá

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆ hvað þið eruð nú allar sætar sem kvittið hér á þessari síðu.... og by the way...... ég er ekki orðin AMMA....og já það má skoða þetta með fermingardressið.... love love Inga Hanna

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

Hej, ni vekar haft kalas ?? ad fin hon är..underbar klänning ju..härlig tårta ..är det typiskt isländskt?? Vackra kort o paket!!!

hoppas helgen vart fin !!!
tack o kram för allt!!!!!

Ha en skön vecka!!
~~* W I T H ♥ L O V E *~~
Millan

Berglind sagði...

nei inga hanna þú ert ekki orðin amma það er bara gamli sem er orðin afi, hann hefur elst eitthvað svo síðan á þorrablótinu, en flott fermingarkort og flott fólk.knús

Nafnlaus sagði...

Mér finnst nú svo stutt síðan Aggi minn kom að vinna með mér á vélunum í frystihúsinu, ég eiginlega hélt að hann væri ný fermdur, á myndinni hann er svo unglegur að þetta gæti verið ferminga mynd af drengnum. En sæt eru þau hjónakornin og skvísan þeirra.
Kveðja Sissú