Svaf út. það var nú gott. Finn að ég þarf aðeins meira að sofa en venjulega. Það er víst þannig að þegar maður vinnur ekki nóga næringu úr matnum þá skeður þetta. Maður verður fyrr þreyttari og sérstaklega núna þegar maður er á fullu að reyna að rækta þennan líkama sinn. Það er frídagur á Hælinu í dag en ég fór samt uppeftir og fór í Badminton og tækasalinn. það var gott.
Svo finnst mér líka gott að borða bara uppfrá alltaf í hádeginu þá fær maður í sig þá næringu sem maður á að fá. Reyndar í dag var eitthvert óbjóðs grænmetisbuff svo ég fór bara á salat barinn sem er alltaf mjög girnilegur. Annars er þetta eina sem ég hef ekki borðað þarna það er þetta bauna grænmetirbuff. Ég man eftir því frá því ég var þarna í haust ... æ þið vitið bara svona prumpulykt af því og er svona grænt og appelsínugult á litinn... :=( AAAHHHRR.
En nóg um þetta allt saman. Ég er alveg að verða frænka bráðum . Og haldiði ekki að ég fái frænda minn í afmælisgjöf!!! Hún er skrifuð 15. maí en ég á afmæli þann 14. svo ég trúi nú ekki öðru en hann komi sér í heiminn akkúrat þá... Hann á eftir að græða á því drengurinn. Ég er einmitt byrjuð að sanka að mér gjöfunum. Hér fyrir neðan eru sýnishorn af því.
Hef svo sem ekkert meira að segja um þetta. Heyrði aðeins í mjóa manninum sem ég bý með. Hann er allur að reyna að taka uppeldið föstum tökum á meðan ég er hérna á Hælinu.. og ætlar að fara með Hindina heim á eftir og hlíða henni yfir fyrir próf á morgun... Vonandi gengur það vel!!! Þó að ég viti að hún snúi föður sínum eins og skopparakringlu í kringum sig.
Við sjáum hver útkoman verður bráðlega .:=)
Heyrumst á morgun og fariði endilega í göngutúr í kvöld ef er gott veður það er svo dásamlegt hvað maður slappar af við það .
LUV YA. INGA
herðatré og sokkar í nr 14-16 ... bara litlir:)
dúlluhettupeysa og leðurskór....allt það besta náttúrulega frá frænku...
buxur og bolur í stíl við allt hitt... að sjálfsögðu......
3 ummæli:
Það er alltaf eins þegar þú ætlar að gefa gjafir. Maður hættir við að gefa eitthvað og sendir bara kveðju :)
Það er nú nóg um afmælisdaga að hitta á, þú, Fjóla, Kalli, mjói maðurinn, Víðir og þetta er bara Ágústar meginn.
Haltu þig bara við 15. G.F.Á. minn. Þú mátt eiga hann aaalleinn.
Knús Sigga
p.s. hvað er óbjóður
eitthvað andstyggilegt !!!(vestmannaeyskt)
Vilken gosig mage.Du ska alltså bli tante...
Gratulerer :)
Det er så artigt å komme in til dig. Skjønner ikke mange ord, men noen førstår eg.
Klems fra nabiolandet.
Synne :D
Skrifa ummæli