PIPARKÖKURÉTTUR
raða piparkökum í botn á 5-7 cm háu glerformi
smyrja bláberjasultu yfir og síðan þeyttum rjóma yfir það
ca einum pela.
Svo raða piparkökum ofan á rjómann og bláberjasultu ofan á það
þá aftur 1 pela af rjóma. Að síðustu er svo raðað piparkökum smekklega
ofan á.. Gera þetta kvöldinu áður svo verði sem best.
(Sjá mynd fyrir neðan)
Wwóó....
Hvað var gaman í dag. Ég var í allan dag að setja á tertur mér finnst það svo gaman. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég er ekki bakarameistari eða kondidori... ég held hreinlega að ég hafi fengið pínulitla fullnægingu við þetta... :) Sigga var svona þeytipíka fyrir mig sem mér fannst mjög fínt því mér finnst svo leiðinlegt að taka til á eftir og vaska allt upp og þannig... jú það er til uppvöskunarvél en mér finnst enn leiðinlegra að setja í hana. Þá er allt að verða tilbúið bara eftir að skrúbba sjálfan sig í bak og fyrir, greiða fermingarbarninu og þannig lagað. En það er allt í fyrramálið. Svo setur maður upp sparisvipinn og þykist vera rosa trúaður og fer í altarisgönguna til að fá sopa af blóði krists sem bragðast líka svona helvíti vel.... ( orðalagið kannski ekki alveg í páskastílnum en jæja það verður að hafa það.) Hér eru nokkrar myndir af starfi dagsins Gleðilega páska elskurnar og elskiði hvort annað alla páskana. Tjingeling INGA.
Mín að bisa við brauðtertuna....
8 ummæli:
Já...ætli maður þekki ekki svipinn...*hlær*
Ekkert smá flott hjá þér...alltaf jafn flink í þessu! Hvað ætli ég sé búin að skoða terturnar úr útskriftinni oftÖ!...það nægir mér oftast, en nú verð ég að fá mér brauð með osti, vist það eina sem til er á þessum bæ..:(
Hjartanskveðja til ykkar pinglanna...sætar systur og svo stærsta faðminn til Marý...ekki gleyma því, OK!!
Puss o kram
...hvað er þetta með piparkökunum...eitthvað sem ég get gert?!...hmmm!!
Innilegar hamingjuóskir með allt saman, verð hjá ykkur í huganum. Kveðja Inga Hanna. P.s. Hanna Sigga biður að heilsa Marý. Love love
sælar ekkert smá flott, er hægt að leggja inn pöntun í eitt stk. veislu:) Ég vona að dagurinn verði ykkur góður ekki síst miss Marý, knús til hennar frá mér. verð ekki á förnum vegi í firðinum fagra þessa páskana:( en er einhver séns að maður fái að sjá framan í ykkur á heimleiðinni???
Gleðilega páskahelgi til ykkar allra.
kveðja úr firðinum langa í norðri.
Helga
oooo hvað ég hlakka til að borða þetta allt saman,búin að svelta mig í marga daaga fyrir þetta en þetta er svo flott að maður tímir örugglega ekki að skera þetta,ég þori ekki að koma með mínar kökur þær eru eins og öskubuska hjá þessu.
Nei Helga mín það verður víst ekki að þessu sinni... Styttra að fara suðurleiðina beint í Herjólf. Skila kveðjum frá ykkur öllum og Berlind ég efasnt ekki eina mínútu um terturnar þínar... kv INGA
Vá ég slefaði, þegar ég sá brauðtertuna, jammý. Efast ekki um að það sé búið að borða hana upp til agna núna. Vonandi áttu þið góðan dag. Sigga til hamingju með dótturina. Ég fermi eftir viku og sem betur fer á ég eina svona "INGU", sem býr á móti og er, þar að auki kokkur, sem hjálpar mér.
ekkert smá flottar tertur hjá þér já ég skil ekkert í þér að hafa ekki lært kondidori í köpen þú hefðir rúllað Jóa fel, Hafliða og þessum bökörum innilega til lukku með daginn í gær til ykkar í fjölsk bestu kveðjur Guðsteina
Skrifa ummæli