sunnudagur, 9. mars 2008

Stór, löng, erfið en skemmtileg helgi...

Jæja gott fólk þá er þessari löngu en góðu helgi lokið.
Ég fann svo sannarlega það sem ég var að leita að á þessu námskeiði. Og nú er bara að reyna að vinna úr öllu þessum upplýsingum sem ég innbyrti. Það á eftir að taka mig langan tíma en ég fékk þó svörin sem ég leitaði eftir og lærði að vinna með það sem ég hélt mig ekki vita en vissi þó í undirmeðvitundinni. Þá lærði ég líka 3 tegundir af slökunum sem ég get notfært mér með sjálfa mig, og lærði einnig hugleiðslu og þarf að vinna með það að koma mér í sem best jafnvægi svo ég geti gert það á sem allra bestan hátt. Slökunin kemur sér mjög vel fyrir mig og skrýtið hvað er auðvelt að koma sér í þannig ástand bara í 15 mínútur að maður sé endurnærður á eftir. það tókst mér hreinlega í eitt skipti og mun ég nota þá slökun á mig aftur fljótlega til að athuga hvort hún virkar jafnvel. En auðvitað er það dagsformið sem skiptir þar máli hvað maður nær að gera fyrir sig í það og það skiptið. Það er ekkert annað að frétta eftir þessa helgi því ég gerði hreinlega ekkert annað en að vera á þessu námskeiði frá morgni til kvölds. Svo ég kveð að sinni. Eigið ykkur draum og stígið skref í áttina til að uppfylla hann það er aldrei of seint. KV. INGA



Það var vitnað oft í Gandi sem átti mörg gullkorninn.
Hugleiðslan er eitthvað sem þú lærir ekki á einum degi en þú getur æft þig og það ætla ég að gera

Dalai Lama var mikið vitnað í og dáist maður auðvitað af þannig fólki sem finnur þessa innri ró..

2 ummæli:

Berglind sagði...

gott að þú fannst loksins ljósið,það hafa allir gott af því,farðu svo að koma gamla geit,knús

Nafnlaus sagði...

Ég fann sko ekkert ljós bara svo þú vitir það ... Þá frelsaðist ég ekki... svo er ég alveg að koma...