Góða kvöldið... Ég er svo spennt að fara austur eftir rúman sólahring að ég get ekki sofnað.. Var komin upp í rúm búin að veltast þar útum allt og lesa og alles en allt kom fyrir ekki. En það er allt í lagi ég sef bara seinna. Fór í heimsókn til Nönnu minnar í dag og við fórum í smá kaffi til mömmu hennar. Þaðan fórum við til Önnu Lilju ( hún fer að fá nálgunarbann á mig bráðum) thí hí...Æ svo bætti ég smá við fermingargjöfina hennar Marýar stóðst ekki freistinguna. :O Byrjuð að pakka á fullu það er náttúrulega eins og maður sé að flytja af landi brott þó maður bregði sér bæjarleið... hvernig á líka annað vera núna þegar maður fer með heila fermingarveislu með sér. Ég var nú búin að senda fötin hennar á undan mér:) Hef það líka á tilfinningunni að ég gleymi tertunum inn í frysti og fari austur án þeirra... týbískt ég og sérstaklega eftir ég kom úr svæfingunni um daginn... Það er eins og ég hafi verið lamin í hausinn með löndunarpramma ég er svo gleyminn. Ætlaði t.d að fara að útskýra eitthvað um daginn og ég gat alveg eins sagt: gú gú gú kú kú... Ég var búin að steingleyma því sem ég var að tala um. Það gerir ekkert til það hlýtur að lagast.Nú ef ekki þá bara brosir maður af vitleysunni í sér. Alltaf er maður komin út fyrir efnið... það hlýtur að vera svæfingunni að kenna líka :=) En elskurnar mínar ég sendi ykkur nokkrar myndir frá firðinum mínum fagra og finn rætur mínar þangað... hmmm það væri nú í lagi að skjóta rótum þar. En þá þyrfti ég að skilja við kallinn og það gengur ekki hann er svo mikil rúsína... Love you all og læt heyra í mér ...ja kannski á morgun en annars veit ég ekki ...knús Inga og löndunarpramminn (hvað sem það nú er )
mmmmmmmmmmmmmm..............................
5 ummæli:
kemur þú svo ekki þegar ég verð ekki heima!! það er alltí lagi ég legg þig í einelti eftir helgi.knús
Eftir hundrað ár skiptir ekki máli
hvernig bankareikningurinn þinn stóð,
hvernig húsi þú bjóst í eða
hvernig bíl þú áttir,
en ef til vill er veröldin ekki söm
vegna þess að þú skiptir máli í lífi fólks.
Kveðja Sissú ,,sveitó,,
Æi...ég vil líka!!!
Flott kveðja frá Sissú...og takk hjartað mitt fyrir kveðjuna!
Þú skalt vita að hér er allt á sama stað...alltaf! Allavega líður mér svoleiðis.
Systir þín hringdi í mig í gær og það var svo gaman..:)
Ég er bara dugleg að hugsa til ykkar og ýminda mér að ég sé ein af rótum fjarðarins okkar fagra!
Ástarkveðjur til allra og ef við heyrumst ekki...góða ferð austur og keyrið varlega...OK!!
hæ það eru allir svo skáldlegir alltaf á blogginu þínu, þó eg skrifi nánast daglega þá er ég alltaf hálf feimin að skrifa gæti dottið einhver vitleysa upp úr mér góða ferð austur bestu kveðjur til allra frá mér og mínum gleðilega páska kveðja Guðsteina
Ég skila kveðju frá þér og þú mátt alveg setja hér inn allt sem þér sýnist þú getur prófað að jóðla hér.. það hefur engin gert.. :=) kv INGA
Skrifa ummæli