mánudagur, 31. mars 2008

svefnókertadrama...

Engillinn minn...

Hindin mín alveg búin á því í gærkvöldi þegar hún var að lesa og steinsofnaði út frá bókinni...

*************************************************************************

Helloj...

Vaknaði fyrir allar í morgun...Var pínu stressuð og fór að taka til... Þið segið engum hvað ég er klikk í haus en ég átti von á Kolbrúnu kennara í heimsókn í dag og auðvitað hlakkaði mig til þess. En hún er bara svo ofurmyndarleg og skipulagðasta manneskja veraldar, að það lá við að ég færi að sulta og sjóða niður bara til að láta hana halda að ég væri líka svona myndaleg... Maður er náttúrulega ekki í lagi. En það verður að hafa það ,það hefur víst hver sinn djöful að draga.


Í ofanálag þá kom Anna Lilja vinkona mín líka í heimsókn svo mér fannst ég vera ofaukið þarna. Þarna sátu þær myndarlegustu konur heims á móti mér og ég var litla músin sem þær voru tilbúnar að kremja... buhu... Nei nei það var nú ekki svo slæmt en það er samt svo skrýtið hvað mig langar að fara heim til mín og breyta öllu og taka til hjá mér og þrífa fúurnar á flísunum með tannburstaþegar ég er búin að vera hjá þeim. Hindin mín var étin af ketti í gær .Ég var nú ekkert sérstaklega ánægð með það en hún er með 2 djúp klóruför á bakinu og marin og með loppufar á síðunni... Helv kötturinn. Þyrfti að þvo honum um munninn með sápu.:=(

Hér fyrir neðan eru síðustu kertastjakamyndir þemans en á morgun verða englar í fyrirrúmi. Englarnir mínir!! vonandi verður vikan ykkur hliðholl að öllu leyti og vorið fari nú að láta sjá sig.. Hér hefur vikri og öðrum óþarfa verið ausið yfir húsið mitt í allan dag af andsk... austanáttinni. Megi hún nú alveg fara að hvíla sig... Bless in the bil..:) INGIlÍNA hoppudýna


************************************************************************


kósý að kveikja að kvöldi til...

Fallegur..þarna ofan á honum eru tvö göt til að setja sprittkerti en ég hef þetta frekar svona...


Lýsir upp litlu englana mína sem hanga fyrir ofan rúmið okkar......



þessir eru í glugganum í svefnóinu... flottir...




rosa gamaldags finnst mér og passa vel í herbergið....





7 ummæli:

Gusta sagði...

þú ert ekki ein um að vilja skúra skrúbba bóna þegar þú átt von á ofurhetjum þetta er endalaus vitleysa í manni þrífa þrífa geta ekki boðið fólki upp á þennan skít hjá manni sem er út m allt en hvað um það svona erum við en þú átt geðveika kertastjaka

Kannor och karaffer sagði...

Åhh vilken härlig blogg jag hittat in till - hoppas du kan läsa.

Ha det gott!
Kram Ann

Goa sagði...

Hallóóó...havað heyri ég?! Ekki Ingibjög OG Guðsteina...ómægod!! Einsgott að þessar konur koma ekki til mín, sem hvorki kann að baka, elda eða nenni að taka til..:)
Sultu kaupi ég í ICA og á oftast, reyndar...*fniss*
Og ég veit að þetta er þvílík vitleysa í ykkur, myndarlegustu konum sem fjörðurinn fagri hefur framleitt..OK!
En alveg hrikalega fallegar myndir hjá þér...hnotan mín ljúfa. Þú getur alveg tekið með þessa í svefnóglugganum, þegar þú kemur til mín..:)

Knús og klemma

Anna Lilja sagði...

Ertu klikkuð kelling.
Hættu nú þessu bulli, þó að það hafi hitt á nokkru sinnum að það sé hreint og fínt þá er það nú ekki alltaf svo enda ekki hægt kanski þar sem 3 börn eru.
Ég veit nú ekki betur en að það sé alltaf fínt hjá þér Inga mín og þú mjög myndarleg húsmóðir og yndislegt að koma á heimilið þitt.
Þú lætur eins og þú sést algjör you know what múhahahaha.
En þú átt allt of mikið af flottum kertastjökum. Get geymt eitthvað af þeim fyrir þig hahaha.
Kossar og knús af Illó, þú verður að hnippa í mig ef ég þekki þig ekki næst þegar ég mæti þér.

inga Heiddal sagði...

Anna mín ég er svo andsk... heppin að það komast ekki fleir kertastjakar inn til þín svo ég fæ að hafa mína í friði....:)

Sigga sagði...

já þrífiði bara.

Gusta sagði...

það eru falleg orð sem Gúa lætur frá sér fara um okkur Ingu en það er nú lítil mús sem segir mér að þú sért að skrökva um þína leti allt svo pörfekt hjá þér flott og fínt en svo er þú svo heppin að eiga frænda minn til að elda handa þér eitthvað gott bestu kveðjur Guðsteina