Jæja þá er bara nóttin eftir og þá verður lagt af stað. Ég hef ekkert að segja ykkur núna en langaði bara að óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið náið að slappa vel af og njóta daganna með fjölskyldunni.
Eyddi deginum í að leggja lokahönd á pökkunina og að búa til þennan sæta kertalampa með myndum af fermingabarninu... og ætla að sjálfsögðu að gefa henni þetta. Þetta er sáraeinföld lausn á reglulega fallegum hlut sem verður gaman fyrir hana að eiga...
Farið vel með ykkur og þið heyrið svo frá mér innan tíðar. Bless í bili INGA
4 ummæli:
Sælar....Þetta er flottur lampi hjá þér...Langar svo bara að óska ykkur gleðilegra páska...hafið það gott á seiðó!!!!
Kveðja Vala og co
Ógeðslega flottur lampi. Hvernig gerir maður svona?? Bið að heilsa í fjörðinn. Hafðu það gott um páskana
Syrrý.. Þetta eru útprentaðar myndir á svolítið þykkan hálfgegnsæjann pappír heft saman í ferning og sett utan um glervasa svo eru sett kerti í vasann sem lýsa myndirnar svo upp... vona að þú skiljir þetta :) Gleðilega páska.
Takk hjartað mitt fyrir falleg orð!!
"I wish I was there"!!
Ástarkveðja til allra!
Skrifa ummæli