mánudagur, 3. mars 2008

Hár úr hala mínum

Jæja ég lofaði ykkur myndum af nýju skveringunni minni . Ég er rosa ánægð með það og finnst Solla rosa klár. Gaman að tala við hana líka hún er svo mikil pæja. Ekkert hefur orðið af því að maður hafi hitt svosem eins og einn vin sinn frá því að maður kom því hér kemst engin afturábak eða áfram fyrir snjó. Engin skóli var heldur eða ég get ekki ímyndað mér að einhver hafi farið að senda börnin sín út í óvissuna í morgun allavega var ófært hjá mér og ég veit að G'isli var um klst að ganga í vinnuna sem venjulega tekur hann 10-15 mín. Skil ekki alveg þessa yfirlýsingu hjá bæjarstjóra vorum í útvarpinu með því að segja að allt gangi vel smurt hér... veit ekki betur enn að helmingur eyjamanna hafi ekki komist til vinnu eða börn í skóla og leikskóla. Ekkert flug þó frábært veður sé í dag vegna ófærðar á vellinum .
Það kallar maður ekki að allt gangi smurt. Það er alveg óþarfi að vera að ljúga svona að alþjóð þegar við sem búum hér vitum betur. Og hana nú. Fer líka ferlega í taugarnar á mér ruðningsmenningin hér, það mikið í mig að ég nenni ekki að tala um hana ojj.
Heyri semsagt í ykkur vinum mínum bara síðar ...ÞEGAR!! allt fer að ganga smurt!!
Verum góð samt hvort við annað :) bless INGA















12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl sæta.

Agalega er þetta flott klipp og lit hjá henni Sollu okkar. Flink stelpa greinileg. Agalega gaman að sjá þig á mynd Inga mín, þar sem maður kemst ekki til að sjá þig í eigin persónu. Það er spurning um að maður þurfi að fara að prenta út myndir af vinum og ættingjum til að hafa í kringum sig...því ekki er maður að hitta neinn. Já, þetta gengur smurt hér....einmitt.

Kær kveðja úr Beverlý snowhill
ÞSÆ og Ernirnir

Anna Lilja sagði...

Sælar Ingan mín.
Ekkert smá töff á þér hárið.
Segi eins og Þórey að það er gaman að fá að sjá þig á mynd þó að ég myndi nú frekar vilja hitta þig, en þar sem það er búið að ryðja yfir bílinn minn andsk.djöf. þá get ég ekki séð að maður verði nokkuð á ferðinni á næstunni og svo spáir kolvitlausu veðri þannig að þetta lítur ekki vel út.
En allavega verðum við að vona það besta og að við getum hist fljótlega.
Kær kveðja af Illó.
Anna Lilja og strákarnir 3

Sigga sagði...

Rosa flott kollan.

Já, þarf Bæsi nokkuð að vera að töffarast. Hafa ekki allir skilning á því að það er meira en að segja það að koma öllum þessum snjó í burtu án þess að taka með bíl eða tvo og einstaka hraðahindrun.

Kveðja Siggs

Nafnlaus sagði...

Hæ......
Ja hérna aldeylis að mín er fín...
Talandi um ruðning hjá þessum blessuðum mönnum...hann er enginn og valla að það sé bjóðandi fólki að ganga í þessu..sko eina ráðið er.. og það er að senda þá norður á snjóruðningsnámskeið...hehehe..það var gaman í skólanum í morgun..allavega fengu krakkarnir mjög góða þjónustu..sko næstum því 1 kennari á pr nemanda..en við gerðum bara gott úr þessu og það voru búin til snjóhús og fleyra brallað í þessum yndisslega snjó...LOVI IT..muhahahaaaa..
sjáumst;-)
kveðja Vala

Nafnlaus sagði...

Vala þegiðu með þennan snjó þinnn;) Svo voru einhverjir herramenn sendir þarna um árið norður til að læra að ryðja ... það kom eitthvað lítið út úr því. Spurning um að senda þá bara austur þar sem allt er svo dásamlegt..:=)

Gusta sagði...

Hæ hæ æðislegt á þér hárið verður alltaf stittra og stittra hjá þér þetta líkar mér smá fríkað þið fáið aðeins að finna fyrir því núna í Eyjum hvað það er að HAFA snjó er ekki bara gaman eða þannig bestu kveðjur frá Hafnarfirði

Nafnlaus sagði...

þegiðu líka Guðsteina með þennan snjó!!

Gusta sagði...

Þú þarna gamla geit þér finst bara ágætt með snjóinn gott að kúra inni uppi í sófa með kall og börn þú hefur þá eitthvað að þusa um hahahahahahahahaha vorið hlýtur að koma og GOTT sumar og haltu svo áfram að blogga svona skemmtilega

Berglind sagði...

frábært hár, og það er hundleiðinlegt að komast ekki út úr húsi. knús.

syrrý sagði...

Flott hár. Hvaða væl er þetta yfir smá snjó, þið eruð farið að hljóma eins og Reykvíkingar hehe. Eigið þið ekki snjósleða þarna á eyjunni.

Nafnlaus sagði...

nei syrrý mín það eru ekki einu sinni til ruðningstæki hér það þurfti að fá þau með herjólfi svo þú hlýtur að sklija.....

syrrý sagði...

http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/463026/

rakst á þetta