mánudagur, 10. mars 2008

Ég er ekki búin að sjá ljósið!!

Ég get ekki annað en hlegið.... Urðu allt í einu allir hræddir við mig og þora ekki að commenta hjá mér eða vissu ekkert hvað þeir ætluðu að segja... Sko ég frelsaðist ekki á þessu námskeiði!!! bara svo að það sé á hreinu.Ég sá hvorki guð, jesú eða bleikan fíl eða hvað það er sem fólk sér , heyrir eða talar tungum . Þá var þetta ekkert þannig ef fólk hefur haldið það. Mér líður bara betur og veit betur hvað ég get gert til að halda út það sem ég er að kljást við núna og ekki orð um það meir!!!!!!!!!!!!!.
Er að byrja að bisa við að pakka niður núna og það er að mörgu að hyggja. Það er allt fyrir fjölskylduna, allt fyrir Siggu og ferminguna og svo eiga ma og pa bæði afmæli svo það þarf að huga að því líka ( reyndar búið, en á eftir að ganga frá því) Ég lofaði að sýna ykkur skápinn okkar nýja, hann er draumur nú sést engin snúra, engin tæki og engir dvd diskar út um allt . Þar er þungu fargi af mér létt. En eigiði góðan dag og ljúft kvöld þetta marsmánudagskvöl:=) kv INGA


blómálfabörnin mín sitja á nýja skápnum....
mmmmm.... draumahirslan.....

allt verður miklu stílhreinna...........


8 ummæli:

Gusta sagði...

Hæ hó já það var ekki laust við það að ég væri hrædd við þig Inga mín en það að sjá ljósið er varla svo slæmt. Flottur skápur vá rosa hirsla övunda þig að vera fara austur bestu kveðjur úr blíðunni Guðsteina

Gusta sagði...

Æ smá stafsetninga villa Öfunda á vist ekki að vera með V en svona er ég léleg í skriftinni

Hanna sagði...

Sæl Inga mín, æðislegur skápurinn, flottur á litinn er þetta einhver viður eða er hann málaður?
Hlakka til að hitta þig á Seyðó....og svo ég sé ljósið....ég sé ljósið...
Kveðja að austan
Hanna.

Nafnlaus sagði...

þetta er viður og er eitthvað sem heitir antik-hvíttað kv INGA

Nafnlaus sagði...

Sæl Inga mín, frábært að heyra hvað gengur vel hjá þér, og flott klipping. Góða ferð austur. Hef ekki ákveðið hvað gert verður um páskana en kannski hittumst við á förnum vegi :)
Kveðjur
Helga

Goa sagði...

Ertu í afneituninni núna elskan! Ekki vera hrædd...þetta lagst og bráðum...sérðu norðurljósin í firðinum fagra...ekkert að skammast sín fyrir...*hlær*
Hrikalega flottur skðpur...alveg frábær!! Þvílíkur munur! Me like!
Hjartanskveðja frá Gúu gömlu glöðu og..:)

Berglind sagði...

víst sástu bleika fíla, eg hef farið á svona námskeið og það er ekkert að marka það nema maður sjái bleika fíla ekki skápa, fíla, en floooottur skápur

Goa sagði...

Æi...komdu bara til mín og svo nusum við af vorinu mínhérna...ha?!
...taktu skápinn með þér...hann er svo hrikalega flottur!!

Ástarkveðja//Ljósálfurinn