fimmtudagur, 6. mars 2008

Flikkflakk-heljarstökk...

Gott kvöld!!

Ég ætlaði nú að vera búin að svala forvitni ykkar en komst ekki inn á netið fyrr en núna. Helv... kraðak oft að komast inn veit ekki af hverju. Ég held það hljóti að vera þeim í Reykjavík að kenna eða allavega öllum öðrum en mér. Já ég fór eiginlega flikkflakk heljarstökk (not) þegar ég steig á viktina í morgun ég er búin að léttast um 8 kíló já 8 kíló. Og það á 2 vikum. Einhverntíma hefði maður nú verið lagður inn á gjörgæslu fyrir minna. En þetta er normalt og ég bara voða ánægð með mig, líður voða vel og gengur vel að borða það sem ég má borða og haldið ykkur... ég má fá mér banana og hrísgrjónagraut og þvíumlíkt frá og með morgundeginum. mmmm hlakka til að fá að tyggja eitthvað. Það hefur svolítið vantað og pirrað mig aðeins að hafa ekki tuggið neitt í 2 vikur. Já svo er ég alltaf að tannbursta mig líka því mér finnst allt setjast á tennurnar á mér og þær eru í endalausu sýrubaði v/ alls þess sem ég er að drekka. T.d appelsínusafa og þannig. Við Gísli minn verðum rosa buisy alla helgina við eru að fara á námskeið og fyrirlestur hjá Guðjóni Bergmann. Það er um sjálfstyrkingu,joga, andleg og líkamleg yfirhalning ef svo má að orði komast. Ég kynntist þessu aðeins á Reykjalundi og finnst við hafa svo gott af þessu. Reyndar finnst mér að allir ættu að fara á svona ef þeir mögulega geta. Mér fannst ég allavega koma út sem mun betri mannseskja og yfirvegaðri. En elskurnar!! Elskum lífið til hins ýtrasta og reynum að fá sem mest út úr því... Því við vitum aldrei... Inga






Hvað ætli sé passlegt að vera í mittið fyrir 41 árs gamla konu?? veit einhver??...Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað ég var þegar það var sem mest...en smá hint .. það skyggði stundum á sólina þegar hún skein...:=)




9 ummæli:

Svenska inredningsbloggar sagði...

Váááá...Til hamingju hjartans dúllan mín!!! Frábært!!!
90/60/90...finnst mér mjög flott fyrir fertuga og yngri..:)
Go girl!!

Ertu svo til í að taka með þér gemsann á námskeiðið og svo hringi ég í þig og...verð líka ný og heil manneskja...OK!
Takk fyrir kommentið...það hlyjaði mér svo vel í minni svarthvítu veröld.
Knús...alltaf...endalaust!

syrrý sagði...

Veit ekki en ég er víst að verða fertug og ef ég passa ennþá í buxurnar sem ég á, er það gott. En frábær árangur hjá þér. Hlakka til að sjá þig í kjólunum hennar Siggu
( Sigga út að hlaupa ef þú ætlar að hafa við systur þinni) GO GIRL

Og Hilda veit þú lest þetta, takk fyrir síðast.

Nafnlaus sagði...

Noh... verð að mæla mér mót við þig hjá Önnu Lilju. Hrædd um að missa af þér og þekkja þig kannski ekki úti á götu!!!

Berglind sagði...

æðislegt, með þessu áframhaldi getur þú slegist við marý um fermingakjólinn um páskana, ég sem hélt að maður ætti að fitna eftir fertugt,verð að endurskoða það eitthvað,knús.

Nafnlaus sagði...

ha ha ha ha... Sigþóra og Berglind

syrrý sagði...

Inga! Hvernig málningu ertu að nota á allt sem þú málar hvítt?
Lakk eða ? Er með fullt af furuógeði sem ég þarf að mála. Er reyndar byrjuð að mála sjónvarsborðið og reyndar með veggmálningu svo það kemur í ljós hvernig það fer.

Gusta sagði...

Já sæll 16 smörlíkisstikki Takk fyrir það er Frábært tár sviti og blóð á bak við það til lukku Inga mín samgleðst með .ér með því að fá mér hvitvin í kvöld góða helgi kveðja Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Ég notaði hvítt bæs á mína furu lét bæta nokkrum dropum af hvítu útí... en ef þú vilt fá þetta alveg hvítt mindi ég nota hvíta innimálningu með 30 % gljáa
gangi þér vel..INGA

syrrý sagði...

Takk, Er með skenk úr óbæsaðri furu sem er orðinn ljótur og ætla að prufa hvítt bæs á hann. En sjónvapsborðið er æði, þvílíkur munur, bara ný mubla. Nú er Syrrý komin með hvítuna hehe. Þarf aðeins meiri gljáa á þetta samt.