þriðjudagur, 18. mars 2008

fermingarundirbúningur...


Komiði sæl öll..
Þá er ég nú búin að vera í sælunni í 3 daga og veðrið hefur leikið um okkur. Sól og blíða en svolítið kalt. Allir fara á skíði á hverjum degi og liggur straumurinn inn í fjall. Við fórum upp í Egilstaði í gær til að leggja lokahöndina á innkaupin fyrir ferminguna. Það gekk allt saman upp en eitt atriði varð ég að biðja bróðir minn um að koma með frá Reykjavík.. svo það sleppur allt saman... Ég á að greiða fermingabarninu :) það er gaman . Ég prófaði í gær og tókst mjög vel . Hún er með fallegt ljóst og sítt hár. Ég og Sigga systir ætlum svo að fara að skreyta salinn á eftir og er allt í fjólubláu og bleiku. Það sem við keyptum kemur allt mjög vel saman... ég sýni ykkur myndir af því bráðum. Bróðir minn og kærasta og bumbubúin þeirra koma svo á morgun. Það er orðið mjög langt síðan við höfum öll komið saman. það verður gaman. Jæja ég tala betur við ykkur þegar ég hef tíma og myndir að sýna. Tjingeling... INGIBJÖRG undurfagra :)
ps:
Verð að láta fylgja með eina ónotalega góða tertuuppskrift...

FERRE ROHCKER;; TERTA

3 eggjahvítur
375 gr púðursykur
þeytt saman vel g lengi
2 bollar rice crispies
blandað saman og sett í
tvö 26 cm form og bakað
í 60-80 mín við 100-150°

á milli.
1/2 líter rjómi
10-12 molar ferre rohcker
muldir út í rjómann.

ofan á .

krem:
1 dl rjómi
100 gr suðusúkkulaði
soðið saman
ferre rohcker molum raðað ofan á

gyltur borði er svo bundin utan um tertuna...
mjög falleg og góð terta.

6 ummæli:

Gusta sagði...

heyri það að sveitaloftið fer vel í þig ég var farin að sakna þín á blogginu orðin háð þér hafðu það gott kveðja Guðsteina

Berglind sagði...

nema helv..molarnir fást ekki á austurlandi,ég ætla að borða þessa tertu alla,en hvað það var gaman að sjá þig þú lítur svo miklu betur út hér á seyðis en annarsstaðar! skrítið.... ég sé þig kannski bara svona illa þegar þú ert langt í burtu...

Nafnlaus sagði...

Hæ....Jæja þess uppskrift lítur mjög vel út og verður sko prófuð um páskana.....hehehehe...skil samt sneiðina..á ekki bara að reyna að gera okkur hinar bara feitar...haha...love you...
kveðja Vala

Goa sagði...

mmm.skrifa út þessa uppskrift og gef tengdó þegar hún kemur..:)
Hún er á leiðinni ...14/ til3/5...bara gaman!!
Já, gott að sveitaloftið fer svona vel með þig hjartað mitt! Á ekki Gerber einhvern þátt í þessu líka..*brosir*
Já, það væri nú sannarlega gaman að vera þarna með...:(
Bra einhverntíma seinna!!
Alltaf sama græðgin í Berglindi..;)
Ástarkveðja til ykkar allra...frá okkur öllum

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

God kvälsingen!!!!Så söt blogg du har!!!!

Kvällskram Millan
~~~♥ L O V E ♥~~~
~~*`♥´ *~~

Goa sagði...

Hej lilla gumman!
Flott kommentið þitt hjá mamma millan!!
Knús og kram og gangi ykkur vel i dag!