föstudagur, 28. mars 2008

Fabulous föstudagur....

GUÐDÓMLEGT OSTASALAT

1 camenbert skorin í teninga
1 piparostur skorin í teninga
1 mexikoostur skorin í teninga
1/2 ds ananaskurl -safi
púrrulaukur saxaður
paprika rauð söxuð
paprika græn söxuð
1 ds sýrður rjómi
tæp dós lítil majones
allt sett saman í skál og hrært. Þetta er gott bæði á einhver flott ítölsk brauð og á gott kex... Sumir setja rækjur útí. En mér finnst það ekki gott.

*'*'*'*'*'**'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*
Gott kvöld allir bloggunnendur...
Það var gaman hjá mér í dag, ég byrjaði á því að útrétta ýmislegt og þegar það var búið fór ég að rápa með henni Kristjönu minni sem var að leggja lokahöndina á undirbúninginn fyrir fermingu sonarins. Það er mjög smart þema hjá henni og er hún með allt í brúnu, ljóskremuðu og ólífugrænu...Ég reyni að taka myndir í veislunni til að sýna ykkur hún hlýtur að leyfa mér það helv.... kellingin... (hún les þetta ekkert það er svo mikið að gera hjá henni) thí hí. Þegar ég var búin að rápa með henni fór ég heim og útbjó gjöfina hans Hallgríms ég segi ykkur á morgun hvað það var og sýni ykkur mynd. Ég var voða montin með útkomuna. Svo varð nú að elda eitthvað ofan í liðið og tókst það svona með einhverri ómynd... Ég held að maðurinn minn nenni ekki að elska mig lengur því ég nenni ekkert orðið að elda síðan ég fór í aðgerðina. Ég ég get borðað svo lítið að mér finnst ekki taka því að elda.. Egóistminn alveg að fara með mig núna.. Eftir matinn eða um 19:30 fórum við Hind og vinkona hennar í sund sem var alveg dásamlegt. Það er svo fátt á föstudagskvöldum að ég var ein að synda og þær að leika sér. Ég fór svo í pottana og var með nuddið á í 15 mín og slappaði svo af í 10 mín. Kom endurnærð heim og við Hind útbjuggum ávaxtabakka og horfðum á Litla kjúllann... Svo var bara komin háttatími og þá settist ég hér niður við tölvuna sem er minn annar eiginmaður:=) Og sit hér enn. Eigiði undursamlega helgi með fjölskyldu eða vinum og ég læt heyra í mér von bráðar. INGA






Þetta fínerí er á sófaborðinu í sjónvarpsholinu og mikið kveikt á þessu...
Þennan fékk ég að gjöf... svona vetrar og jafnvel jóla en voða sætur með þessum hérna fyrir neðan... uppi á sænsku gluggahlerunum mínum...

Stóðst ekki freistinguna með þessa einhverntíma... fannst þeir svo spes. það er tau utan um þá og útsaumur og nokkrir "demantar"


þessa keypti ég fyrir mörgum árum þegar allt ryðgað var í tísku... ég hressti upp á þá með því að spreyja þá hvíta ... auðvitað.



Þessa lukt fékk ég í afmælisgjöf fyrir 2 árum ... finnst hún geggjuð...



Gúa gamla gaf mér þessa ... hrikalega flottir hengi stjakar....
..........
Þennan gerði pabbi og gaf mér.. er reyndar einn af tveimur..Þessi er svona einn af þeim fyrstu sem hann gerði og er búin að gera marga mjög flotta...


Þessa keypti ég mér í íkea og fannst flottir setti grófan sand í botninn... silfurlitaðann.

8 ummæli:

Sigga sagði...

hæ systa, ljósin þín svo flott.

kveðja syst

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

Helloj..tack för fin fina ord!!!
Alltids trevligt med Islands besök ju!!!!!

Ååååå sååå vackra lyktor du har..bara ÄÄÄÄÄÄlskar ljuslyktor ju!!! Vad vore hemmet utan dem...så fort jag tänder ljus här går det åt en påse värme ljus!!

tack för all islands information med....åå villl såå gjärna se ert vackar land ju!!

bra Bäst o pest!!! du är modig du...själv våga jag inte visa min mage....dina bäst Bilder...undeebaraa!!!!

Natizzz på dig!!!!!

Gusta sagði...

hæ hæ ertu að reyna fita okkur hin með þessu gómsæta salati þínu ? þú átt marga flotta kertastjaka sé ég pabbi þinn flynkur af hverju er þetta ekki í búðum hafðu góða helgi kveðja Guðsteina

inga Heiddal sagði...

Þetta er allt á handverksmarkaðnum heima á Seyðis... Gamla geitin þín Þú ert bara alltaf svo full þegar þú ert á Seyðis.. að þú tekur bara ekki eftir neinu...:=)

Berglind sagði...

góður inga, en þetta eru svo falleg ljós og allt sem þau eru í.knús.

Sigga sagði...

ég borða ekki ost....muuuu, ég er naut, eins og þú.

Goa sagði...

Takið átján osta og Campbell súpur og majones, blandið restinni úr brauðskápnum úti...skreytið gjaran með Mars súkkulaði. Þá eruði komin með fullkomna uppskrift af íslenskri alzheimersblöndu sem kætir kolesterolið..:)
Þetta sagði Þórir þegar ég las fyrir hann uppskriftina..:)
Ég hugsa að þetta sé bara heimþrá hjá honum...*fniss*

Flottar kertamyndir!
Ástarkveðja þennan lukkulega laugardag!

Gusta sagði...

já það er satt hjá þér kem á seyðis í einum tilgangi og það er að djamma og djamma næsta djamm ferð fyrirhuguð um sjómannadag á árgangsmót bara gaman þá gæti ég nú látið renna af mér einn dag og farið á handverksmarkað